Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 14
OSCAR CLAÖiSEN: FRA FYBSTU ABATUGUM FBJALSBAE VEBZLUNAB III. Holger Jacobæus kaupmaður í Kjeflavík Holger Jacobæus var síðasti verzlunarstjóri konungs í Keflavík og hafði, þegar einokunarverzlunin hætti, verið lengst allra starfsmanna í þjónustu hennar. Hann hafði starfað hjá henni í 39 ár og verið verzlunarstjóri síðustu 20 árin1) —¦ Holger var mjög merkur maður og mun sérstaklega hafa haft mikinn áhuga fyrir bú- skap og jarðrækt, enda rak hann bú á tveimur næstu jörðum við Keflavík, í Ytri-Njarðvík og á Vatr>snesi. Vatnsnes hafði verið 70 ár í eyði þegar Jacobæus tók við jörðinni, en hann hýsti hana að nýju og gerði þar miklar jarðabætur. — Um það leyti sem sr. Björn HaHdórsson í Sauðlauks- dal var að gera mestu jarðyrkjutilraunir sínar. hafði Holger Jacobæus mikla jarðrækt í Keflavík, er nú skal sagt nánar frá. Árið 1776 lét hann gera tvo matjurta- garða og var sá stærri 10x20 faðmar að stærð, en fyr- ir þessa garða voru honum veitt verðlaun.2) A Vatns- nesi lét hann hlaða 80 faðma langann grjótgarð með- fram sjónum, stækkaði túnið og hreinsaði grjót úr því og girti það allt með 244 faðma löngum grjótgarði. Fyrir þessar óvanalegu, miklu framkvæmdir var hon- um, árið 1777, veittur stór heiðurspeningur úr silfri;8) -— Ekki lét Jacobæus við þetta sitja, heldur lét hann cnnfremur á árunum 1781—'82 byggja grjótgarð í Ytri-Njarðvík, sem var 485 faðmar á lengd og annan á Vatnsnesi, sem var 204 faðmar. — Þannig hafði hann á 4—5 árum látið byggja rúm- lega 2000 metra langa grjótgarða á ábýlisjörðum sín- um, auk annarra jarðabóta, og voru þetta ekki litlar framkvæmdir miðað við það, sem menn almennt lögðu í jarðabætur á þeim tímum. Auk þess hafði Jacoby æus ennfremur á þessum tveimur síðustu árum slétt- 1) Pontopidan: Handelsmagasiner. 2) Olavius: Ferðabók XLVIII. 3) S. st. XXXIII—XXXIV: Landshusholdningsselsk. Större Sölvmedaille. að 3 kúa tún í Njarðvík og byggt upp alls 18 hús á jörðunum báðum. Allar þessar búnaðarframkvæmdir hans munu hafa kostað mikið fé, því að þær voru svo vandaðar og vel gerðar, að dáðst var að. Grjótgarðarnir voru svo vel hlaðnir, að slíkt sást hvergi í nágrenninu. A þeim tímum þekktust ekki aðrar girðingar en úr grjóti eða torfi, enda var það efni hendi næst og vinnu- launin þar að auki lág. Húsin voru auðvitað öll úr torfi og timbri, en vönduð eflir föngum og líktist því sem þá var hýst á höfðingjasetrum landsins og meiri- háttar prestssetrum.— Holger Jacobæus voru því enn veitt verðlaun fyrir Verk sín. Konunglega danska land- búnaðarfélagið veitti honum 30 ríkisdala verðlaun, sem var sú hæsta upphæð, sem nokkur gat fengið, og enn- fremur fékk hann stairsta verðlaunapening félagsins úr silfri ,,sem fullverðskuldað heiðurs- og virðingar- merki." — Engu er hægl að spá um það hversu Holger Jacobæus hefði orðið mikilvirkur framkvæmdamaður á búnaðarsviðinu, ef hann hefði verið uppi á okkar tímum, en hitt er eins víst, að hann var langt á undan sinni samtíð. — Þeim, sem skrifað hafa um danska selstöðukaup- menn hér á landi, hættir um of við að auka ekki hróð- ur þeirra eða jafnvel láta þá ekki njóta sannmælis, enda mun svo komið, að það sé orðið fast í meðvitund manna, vegna hlutdrægrar sagnritunar, að þeir ha.fi flestir eða allir annað hvort verið misindismenn eða þá lítilfjörleg smámenni, en því fer fjarri að svo hafi verið. Margir þessarra manna voru sannkallaðir heiðursmenn og fyrirmynd annarra að hátterni og dugnaði, þó að mönnum hafi vissulega hingað til ver- ið tamara að draga þá fram í dagsbirtuna, sem miður voru að mannkoslum og menntun. — Það er enginn vafi á því, að margir danskir kaup- menn, er hér voru í lok 18. aldar, eins og t. d. Holger Jacobæus í Keflavík, Höltersbræður, Pétur á Patreks- 166- FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.