Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 29
Sigurgísli Gufinason
skrijstojumaSur varð sex-
tugur 7. des s.l. Hann er
Árnesingur að ætterni,
fæddur að Kröggólfsstöð-
um í Olfusi. Sigurgísli
starfaði um margra ára
skeið hjá matvöruverzlun
Jes Zimsen hér í bæ. Kann-
ast margir við manninn
þaðan, því að mikið orð
fór af honum sem hinu
mesta lipurmenni í s'tarfi
sínu. Þá starfaði Sigurgísli um 30 ára skeið í Slökkvi-
liði Reykjavíkur og gekk þar ótrauður til starfs eins
og annars staðar, enda vann hann sér óskipt traust
yfirmanna sinna. Undanfarin ár hefur hann unnið
við skrifstofustörf hjá Vatns- og hitaveitu Reykja-
víkur.
Ýmsum félagsmálum hefur hann fórnað tómstund-
um sínum um dagana, og hefur V. R. ekki farið var-
hluta af þeim. Hann átti sæti í stjórn V H. í mórg ár.
og á 60 ára afmæli félagsins í jan. s.l. var hann kjör-
inn heiðursfélagi þess fyrir velunnin og óeigingjörn
störf í þágu stéttarinnar.
Sigurgísli er maður léttur í lund, síkátur og dreng-
ur góður.
Árnar blaðið og sljórn V. R. þessum síunga heið-
ursfélaga sínum allra heilla með afmælið.
Jón Lojtsson forstjóri átti
sextugsafmæli 11. des. s. 1.
Hann er fæddur að Mið-
hóli í Sléttuhlíð í Skaga-
firði, sonur hjónanna Lofts
bónda Jónssonar og Ingi-
bjargar Þóroddsd. konu
hans. Jón nam í Háskóla
veturna 1910 og 1911. en
vann sumarmánuðina ýmis
jarðyrkjustörf. Að námi
loknu stundaði Jón næstu
árin jarðyrkjustörf og tré-
smíði, en þá iðn hafði hann lært af föður sínum. Á ár-
unum 1922—23 dvaldi hann við verzlunarnám í Dan-
mörku og Þýzkalandi. í Þýzkalandi kynntist hann því,
hvernig vikur var notaður í stóruni stíl til húsbygg-
inga. Fékk hann strax áhuga á málinu, sendi út íslenzk
sýnishorn og jafnvel heila skipsfarma. Árið 1937 stofn-
setti harin Vikurfélagið h. f., sem þegar er landsþekkt
fyrir framleiðslu sína á bj'ggingarvörum úr vikri.
Frá árinu 1923 Iiefur Jón rekið umfangsmikið verzl-
unarfyrirtæki hér í hæ, er einkum hefur annazt inn-
flutning á bvggingarvörum og timbri, svo og bifreið-
um og varahlutum til þeirra.
Jón hefur gefið sér tíma til að sinna ýinsum félags-
og framfaramálum þessa bæjarfélags og á sæti í stjórn
margra félaga. Er hann áhugasamur mjög um öll þau
mál, sem hann tekur sér fyrir hendur.
„Frjáls verzlun“ árnar honum allra heilla með af-
mælið.
FRJÁLS VERZLUN
181