Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 26
SlílLDI Sveinri M. Sveinsson forstjóri andaðist 23. nóv. s.l., rúmlega sex- tugur. — Hann var fæddur 17. okt. 1891 í Vestm.eyjum. Voru foreldrar hans Sveinn Jónsson trésmíðameist ari og Guðrún Run- ólfsdóttir kona hans. Hann vann ungur að trésmíði með föður sínum. Stundaði um skeið nám í Mennta- skólanum í Reykjavík. Fór svo til Danmerkur og nam verzlunarfræði. Að prófi loknu vann hann um stund hjá Holger Petersen, stórkaupmanni í Kaupmanna- höfn. Rúmlega tvítugur að aldri var hann kvaddur heim til að taka forstöðu H.f. Völundar, og var hann forstjóri þess fyrirtækis til dauðadags. Á síðastliðnu ári veiktist hann alvarlega. Fór til Kaupmannahafnar til uppskurðar, en allt kom fyrir ekki. Var hann búinn að liggja rúmfastur árlangt. Þorsteinn Bjarnason, og til vara Gunnar Ásgeirsson og Tómas Pétursson. Heiðursfélaganefnd var endurkosin með lófataki, en hana skipa: Guðmundur J. Breiðfjörð, Guðmundur Kr. Guðjónsson, Hjörtur Hansson, Jón Guðmundsson og Sigurjón Jónsson. 12) Eftirfarandi tillögur voru samþykktar sam- hljóða á aðalfundinum: I „Aðalfundur V. R. 1951 fagnar auknu frelsi verzl- ana til vöruinnflutnings, en vill jafnframt benda á það, að enn er langt í land að fullu verzlunar- frelsi sé náð. Bendir fundurinn sérstaklega á það hversu lamandi áhrif afskipti ríkisvaldsins hafa á útflutningsverzlunina og skorar á Alþingi og rík- isstjórn að gefa þessi viðskipti frjáls með þeim tak- mörkunum, að komið sé í veg fyrir óheilbrigð und- irboð á íslenzkum framleiðsluvörum á erlendum mörkuðum.“ „Þar sem rekstursfjárþörf verzlana og annarra at,- þegar hann lézt, og oftast sárþjáður. Bar hann veik- indi sín með fádæma stillingu og hugprýði. Þegar Sveinn M. Sveinsson tók við stjórn Völund- ar, var félagið illa á vegi statt, en með dugnaði, reglu- og útsjónarsemi tókst honum brátt að íétta hag þess og koma því á öruggan og traustan grundvöll. Sveinn var einn af áhrifamestu forvstumönnum í liópi kaupsýslumanna hér á landi. Hann sat í stjórn Verzlunarráðs íslands um 16 ára skeið. Varaformað- ur þess var hann í nokkur ár. Formaður skólanefndar Verzlunarskóla Islands var hann í sjö ár. Hafði hann mikinn áhuga á landsmálum og Iagði þar jafnan gott til mála, enda var hann kvaddur til ýmissa trúnað- arstarfa. En sérstaklega lét hann ver/lunarmálin til sín taka og barðist af miklum áhuga og dugnaði fyrir endurbótum á því sviði. Var það sannfæring hans, að alfrjáls verzlun væri það eina rétta, er gæti tryggt almenningi bezt og hagkvæmust vörukaup. Allt líf hans mótaðist af samvizkusemi, reglusemi og prúð- mennsku. Allir, sem honum kynntust, fengu óbilandi traust á honum, enda strangheiðarlegur í öllum við- skiptum. Samvinna við starfsmenn sína var alla tíð með þeim ágætum að einsdæmi er. Hógværð og prúð- mennska auðkenndi alla hans framkomu við þá. Var þeim vinur í raun og hjálpsamur, þegur með þurfti, enda litu þeir upp til hans og virtu. Kvæntur var hann Soffíu Haraldsdóttur, sem lifir niann sinn. Áttu þau fjögur hörn, sem öll eru mann- vænleg eins og þau eiga kvn til. /. H. vinnufyrirtækja hefur stóraukizt við gengisfellingu íslenzku krónunnar og hækkun verðlags á heims- markaðinum, en útlán bankanna hinsvegar ekki vaxið að sama skapi, skorar aðalfundur V. R. 1951 á stjórnarvöld landsins og hankana að gera þegar í stað ráðstafanir til þess, að atvinnufyrirtæki geti fengið aukin reksturslán. er samsvari hinni auknu rekstursfjárþörf.“ ( Flutningsmenn þessarra Lillagna voru Björgúlfur Sigurðsson og Böðvar Pétursson. Frá Birni Jónssyni var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Aðalfundur V. R. 1951 mótmælir harðlega álagn- ingu söluskattsins, svo og þeirri fráleitu innheimtu- aðferð að krefja gjaldendur um söluskatt af sölu- skatti. Fundurinn skorar því á Alþingi að fram- lengja ekki lögin um söluskatt, þar sem skattur þessi eykur dýrtíð stórlega og kemur ranglátlega niður á þjóðfélagsþegnana, en hinar upprunalegu for- sendur fyrir álagningu hans hurtu fallnar“. 178 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3544
Tungumál:
Árgangar:
73
Fjöldi tölublaða/hefta:
1232
Skráðar greinar:
Gefið út:
1939-í dag
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (1939-1955)
Frjáls verzlun, útgáfufélag h/f (1959-1966)
Verslunarútgáfan hf (1967-1969)
Frjálst framtak hf (1970-1989)
Fróði hf (1990-1995)
Talnakönnun hf (1996-2000)
Heimur hf. (2001-2015)
Efnisorð:
Lýsing:
Verslun og viðskipti
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)
https://timarit.is/issue/232540

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)

Aðgerðir: