Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 15
firði, Diðrik í Stykkishólmi, Pétur Kúld í Flatey o. m. fI., voru byggðalögum sínum til ómetanlegs gagns og fyrirmynd þeim. er kringum þá bjuggu. Allir þessir menn höfðu verið verzlunarstjórar við konungsverzl- anirnar í mörg ár, áður en þeir kevptu verzlunarstað- ina, og höfðu af þeim sökum samlagast landsháttum að meira eða minna lcyti. — Holger Jacofiæus átti son, er Christian hét,1 2 *) og tók hann við verzlun föður síns. Hann var mesti heiðursmaður og líktist föður sínum um margt, en sonur hans var Holger yngri Jucobams, fæddur 1797 og tók hann einnig við af föður sínum og var í Keflavík til 1843. — Jacobæusarfeðgar voru allir. hver fram af öðrum, verzlunarstjórar Knudtzonsverzlunar í Keflavík, en vorið 1843 var Holger yngra sögð upp staðan og flulli hann þá til Danmerkur, eins og síðar mun verða sagt frá. Árið 1844 gerði danska stjórnin út tilraunaleið- angur til síldveiða í hafinu norður af og kringum Fær- eyjar og fékk Hans A. Clausen kaupmann, sem þá var fluttur úr Ólafsvík til Hafnar, til þess að standa fyrir leiðangri þessum. Clausen vantaði þá'-mann, sem hann mátti treysta til þess að vera fulltrúi sinn í Færeyjum og sjá þar um síldveiðina, þegar hann var þar ekki sjálfur. Hann bauð nú Holger Jacobæus þessa stöðu, og tók hann hana fegins hendi, þar sem hann nú var búinn að missa stöðuna í Keflavík og var á hjarni staddur með 10 börn, lítt efnum búinn. Staðan var vel launuð og flutti Jacobæus sjálfur til Þórshafnar í Faireyjum, en fjölskylda hans til Kaupmannahafnar i september 1844. Þá segir í Ministerialbók Utskála- prestakalls, að frú Jacobæus, sem fór með 9 börn sín og gamla móður, flytji „til ættingja sinna ytra og manns síns, sem þaðan hafi farið árið áður til þess að fá sér forþénustu.“ — Eftir að Holger Jacobæus missti stöðuna, hefur hann eflaust verið vegarlaus og hús- næðislaus með hina stóru fjölskyldu sína, því að vet- urinn 1843—44 er frú Jacobæus með öll börn sín í Hrúðunesi í Leiru.-) — 1 Þórshöfn var Holger Jacobæús i nokkur ár meðan síldveiðitilraunin stóð yfir og stóð þar svo vel í stöðu sinni, að bæði hann sjálfur og Clausen, sem hafði ráð- ið hann, höfðu sóma af. Svo mun hann hafa flutzt til 1) Espólin: Árbækur XII, 22. 2) Sbr. Ministerialbók Útskála í Lskjs: Börn II. J. voru 10; elzti sonur hans var: Holger Chr. Jucobæ- us 14'/á árs, hann fór árið áður (1843) með föður sínum til Hafnar, en hin börnin voru: Christine 13 ára. Ilelga 7J/4 árs. Amalie 12 ára. Peter A. S. 6 ára. Páll Holst 11 ára. lón S. 3 ára. Kristján W. A. 10 ára. Hans Linnet 1 árs. Chnrlotte G. H. 8Y2 árs. Mynd pessi tiirtist nýleíra í víðlesnu verzlunartfmariti á Spáni. Sýnir hún Klsu Pétursdóttur við eina af liinum spönshu ALFA saumavélum, sem flutt- ar liafa vcrið til íslands. Danmerkur og eru þar margt merkra manna af honum komið. t. d. mun einn frægasti hjartasjúkdómalæknir Dana, dr. Jocobæus, vera sonarsonur hans. — Jacobæ- arnir vöru, eins og áður er sagt, hver eftir annan verzlunarstjórar í Keflavík, eða samfleytt tæpa öld. Þeir áttu allir danskar konur og voru því ekki hundn- ir Islendingum neinum mægðum. eins og svo margar aðrar danskar kaupmannaættir, er hafa ílengzt hér. Þess vegna eru afkomendur þessarra heiðursmanna nú horfnir sjónum okkar íslendinga, en leifar af jarða- bókum Jacobæusar gamla má enn sjá í kringum Kefla- vík. — Fleiri danskir kaupmenn hér á landi gerðu ýmsar tilraunir til ræktunar, enda var það ekki svo undarlegt. þar sem þeir voru ættaðir og uppaldir í hinni frjósömu Danmörku. — Kunnugt er það, hve Lynge kaupmaður á Akureyri gerði margar og merkilegar tilraunir með trjárækt og garðrækt. Það er sagt, að þegar kammer- junker Levetzau ferðaðist hér á landi árið 1779, hafi hann séð tvö p-erutré hjá Lynge kaupmanni og liafi annað verið með fullþroskuðum ávöxtumA) — Á Þingeyri við Dýrafjörð var líka danskur verzlun- arstjóri, er hét Jens Larsen Bush, og fékk hann, árið 1776, verðlaun fyrir garðrækt.4) — Hann fékk hinn stærri silfurpening frá konunglega danska landbúnað- arfélaginu, — og fleiri mætti eflaust telja. — 3) Olavius: Ferðabók LVII. 4) S. st. XLVIII. FRJÁLS VERZLUN 167

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.