Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 7
kulvísum kaunum, þeim, er fyrir verða. Steindór bóndi
hafði orð á sér fyrir að bregða sér ekki við smámuni
— en í því efni var bann torræður. Skapið var þeirrar
tegundar, að heppilegra var að hafa það ekki á glám-
bekk. Óvíst er, hvernig Múlabóndinn hefði afborið
brek barna sinna, hefði hann ekki og þau hjón gripið
tii þess heillaráðs, að auka tylftina í hálfa aðra. Það
gaf Steindóri þá útrás, sem hann þarfnaðist — hann
var þannig gerður.
Múlabóndinn var af góðum bændaættum, en kynið
blandið, sem verða vill.
Óhagganleika hafði hann
ekki þegið í vöggugjöf,
en kona hans í því ríkara
mæli. Raunar voru hjón-
in náskyld, þótt það yrði
ekki á þeim séð. Steindór
átti ekki holdtætlu til
á beinagrind allferlegri
nema vöðva, — þeir voru
ósviknir, — var hold-
grannur með afbrigðum
og snemma kinnfiskasog-
inn, ennið sprungið og
tætt sem apalhraun. Hall-
björg aftur á móti var
full af vöngum og fast-
liolda langt fram eftir
aldri, þrátt fyrir tíðar
barneignir, beinvaxin og
augnaráðið óhvikult. Um
framtakið lét hún mann sinn, en fór haglega með það
sem henni var í hendur og skaut skilað. mótaði óhrjúf-
um lófum og laðandi orðum, lét sér annt um að út-
rýma illgresi hvers konar, en allt af einstakri hægð og
án þess að valda sviðasárum. Hallbjörg var kona traust
og hugljúf sem gróðurmold, enda svalinn sami, væri
dýpra grafið.
Á tímabili mun liafa legið nærri, að drukkurinn
yrði bónda helzti tamur. Hann var ákafamaður í því
sem öðru, Steindór Kolbeinsson, sást lítt fyrir, þegar
út í ofsann var komið, átti það til að láta skammt
drjúgra sopa milli. Kona hans tók það á sína vísu, —
hún var engin slettireka. Um leið og flaska var tæmd,
setti hún aðra fulla á borðið. Svipbrigði voru sjaldan
sjáanleg á ófölvu andlitinu. Þá var það eitt sinn, að
bóndi hafði ekki lokið að matazt, en flaskan tóm. Hall-
björg tók hana og skákaði annarri í hennar stað, stút-
fullri. Þá reis Steindór Kolbeinsson á fætur:
Ætlarðu mér, að drekka mig í hel ? spurð'i hann
drafandi.
Hallbjörg lyfti brúnum, leit á bónda sinn:
Það er þitt að ákveða, Steindór minn.
Bóndi þreif flöskuna og grýtti henni í gólfið, skálm-
aði bálvondur úr stofunni fram — en lét líða svo ára-
tug, að hann bragðaði ekki brennivín. Þá fór hann að
fá sér í staupinu aftur, í hófi þó — hafði lærzt að
drekka sér að skaðlausu og kunni það úr því.
Það var ekki fyrr en gróðrarmáttinn tók að þverra
og þolið að standa í erfiði mátti heita farið, að eirð-
arleysi varð ath\3rf Múlabóndans, þrástagið þrauta-
'endingin. Leið þá og ekki
á löngu að hann skilaði
búinu í hendur sonum sín-
um tveim, er síðan bjuggu
á sinni hálflendunni hvor.
Handa sér og Hallbjörgu
að hýrast í keypti Stein-
dór hús í sjávarþorpi í
uppgangi þar nærlendis,
en þangað höfðu þau með
sér dætur tvær. er ein-
hvern veginn höfðu orðið
eftirlegukindur. — Bóndi
hélt að hann mundi kunna
betur við sig í marg-
menni, nú orðið. Þar
gerðist þó eitthvað sögu-
'egt flesta daga og flest-
ar stundir dags og nætur,
enda hafði ellifumið náð
á honum kverkataki, þeg-
ar hér var komið.
Aldrei á sinni lífsfæddri ævi hafði Steindór Kol-
beinsson átt jafn annríkt og eftir að hann flutti á möl-
ina. Hann gat ekki að sér gert að fylgjast nákvæmlega
með öllu, sem gerðist í þorpinu, vera alls staðar nærri
og helzt á fleiri en einum stað í einu. Frá morgni til
kvölds hljóp hann við fót milli brvggjunnar og húsa,
sem verið var að reisa. Hvergi í þorpinu né þar í
gfennd var hægt að slá upp þó ekki væri nema skúr
eða hænsakofa svo að Steindór kæmist ekki á snoðir
um það og tæki að sér óbeðinn yfirumsjón með verk-
inu og leggði á dóm. Væri hins vegar lítið um að vera,
lagði hann á þann bleika og reið í loptinu heim áð
Múla, þurfti eftir ýmsu að líta einnig þar. Stundum
hafði kýr borið kálfi eða hryssa kastað folaldi, sem
nauðsyn var að meta, eða gamli maðurinn kom mátu-
lega til að reka á eftir að koma votheyi heim af flæði-
engi eða þurrheyi í garð eða hlöðu. Annars var Stein-
dór gamli jafn óspar á hrós sem ávítur, eftir því sem
við átli. og hjá sonum sínum sat hann oftast. gestanæt-
llann dró vasanrið fram' undan koddanum oc; rétti Jóni gjamla.
FR.TÁLS VF.RZLUN
159