Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 19
honum, og hann léti þá ekki borga í hvert sinn, en aðeins tvisvar árlega. Hagfræðingar hefðu gist hjá sér til að spyrja smalana úr spjörunum, en þeir skildu ekki, að Kotvellir væru lýðveldi, óháð bóklærðum mönnum. Komumönnum á Kotvelli ræð ég til, að hafa þar ekki um hönd orðin: nautheimskur og sauða- legur. Gestgjafi mundi vísa þeim á dyr, sem efuðust um Kotvallavitið. Fljótið Thames sprettur up]) á Kotvöllum. Segja menn, að sjö uppsprettur veili vatni í það fljót. — Thames er 209 mílur á lengd frá Thames Head Bridge til Nore. Hún er orðin 150 feta breið, er hún rennur um Oxford, 250 feta breið við Teddington (þ. e. Richmond), 750 feta breið, er hún rennur um London, 2100 feta breið við Gravesend og 51/ú míla á breidd milli Sheerness og Shoeburyness (þ. e. Nore). Það er Kotvöllum að þakka, að Thames byrjar göngu sína til sjávar, og af því að hún er skipgeng stórskipum upp að London, er sá bær orðinn stærsta borg heimsins. Ekki vita nú Lundúnabúar, að þeir séu í þakklætisskuld við Kotvelli. Þeir vissu þó áð- ur, að ullin, sem þeir fluttu út, var frá Kotvöllum. Júlíus Caesar nefnir Thamesfljót í 5. kapítula „De Bello Gallico“ (Um ófriðinn við Gallíumennl árið 50 fyrir Kristburð. Þá var borg við fljótið, sem Róm- verjar kölluðu Londinium. London var þá 2000 ára gömul 1950, en hvað lengi hún hefur verið helzta borg Kelta fyrir þann tíma, vita menn ekki. Hún hét þá Llyndyn (llyn er vatn, dyn er hæð, þ. e. borgin á hæðunum við vatnið). Léttfeti var léttur á sér lil næsta áfangastaðar, Kingston Lisle. Gestgjafi minn þar varð léttbrýnn, er hann heyrði, að ég kaimi beint frá Vallastöðum (Stow in the Wold). Spurði hann strax, hvort és hefði nokkurn tíma séð annað eins fé og Kotvallakindurn- ar, ullina á þeim og holdin. Ég sagðist vera samdóma honum, en smalarnir væru engu síður mcrkilegir og skemmtilegir. Við Léttfeti áttum Kotvallakindunum að þakka fyrir góða gistingu hjá honum, konu hans og tveim dætrum. Ég fékk glænýjan silung í kvöld- verð, sem gestgjafi hafði veitt í á þar í grend um morguninn. Léttfeti vildi heldur liggja úti í góðviðr- inu en inni, og voru stúlkurnar að gera gælur við hann. Daginn eftir var ferðinni heitið til Marlborough, 17—18 enskar mílur, og komum við þangað snemma. Bærinn eða þorpið hefur mikinn forneskjusvip. í hon- um er aðeins ein breið gata og luisin báðum megin hennar eru svo til öl 1 frá dögum Jakobs I. Englands- konungs, 1603—’25. Efrihluti húsanna skútir fram yf- ir götuna. Gömul kirkja í bænum, Preshutekirkja. á mikla fiskiþró, sem gerð var á miðöldunum. Kaupir söfnuðurinn, að lokinni guðsþjónustu, fisk af prest- inum. Kaupandi bendir á fisk, sem er að synda í þrónni, og hann er þá veiddur handa honum. Þetta lærðu Englendingar af Rómverjum, sem stjórnuðu Englandi í 500 ár, þ. e. 50 f. Kr. til 450 e. Kr. Rústir og menjar hinnar fornu menningar Rómverja eru enn að koma í ljós út um allt England. Gestgjafinn í Marlborough var eins forn í háttum og bærinn er fornlegur. Hann setti Léttfeta í hesthús. Voru hafrar og taða sitt í hvoru horni jötunnar. Létt- feti snerti ekki við höfrunum. Gestgjafi steikti kjöt á teinungum yfir brennheitum kolaeldi. „Svona steiktu langalangafar mínir kjöt á 16. og 17. öld. og ég væri ættleri, ef ég færi að steikja það öðruvísi“, sagði hann. Hér er gagngerð afturför í matreiðslu. Karli þótli vænt um, að ég samsinnti honum. Urðum við mestu mátar ög Léttfeti naut þess. Næsti áfangi til Dorchester við Ermasund var um 20 mílur. Dorchester er eldgamall bær í Dorsetsliire. Þar bjó skáldið Thomas Hardy, (1840—1928). —> Ætt hans er frá Normandíu. Le Hardy var land- stjóri á Jersey (Geirsey) við strönd Normandíu. -— Skáldsögur hans um Dorsetshire-bændurna eru ein- stæðar í enskum bókmenntum. Bændurnir vinna alla vinnu sína í dag eins og þeir unnu hana fvrir 1000, eða 1500 árum. Þeir halda öllum fornum venjun., eru fámálugir og láta ekki stórtíðindi, hvort heldur á Englandi eða í umheiminum á sig fá. Þeir eru dulir og láta aldrei sjá á sér neina tilfinningar, og því síð- ur koma þeir orðum að þeim, nema ef þeim hrýtur orð ósjálfrátt. Annars eru þeir orðlausir eins og nátt- úran sjálf, sem þeir eru samvaxnir. Mesta rit Hardys, „The Dynasts“ (stjórnendurnir), kom út á árunum 1904—1908. Segir hann í því frá baráttu Englands við Napoleon á fyrsta fjórðungi 18. aldar. Dorse£- bóndinn berst dögum saman eins og hetja, en allur gauragangurinn er utanvelta hjá lionum, tímatöf frá vinnu hans. Hardy lætur í söguljóðum sínum ósýnilega veru dæma óhlutdræga dóma um hina miklu atburði, sem eru að gerast. Józkir heiðabændur eru nauðalíkir Dorsetbænd- unum. Eftir 1909 gaf Hardy sig eingöngu að skáldskap. Kvæði hans eru mjög ólík kvæðum annarra skálda, segja sem mest í fæstum orðum, rétt eins og bænd- urnir hans. Aska hans var jarðsett í Westminster Abbey, en hjartað lagði hann fyrir, að vrði legsett í kirkjugarði nálægt bústað hans. Sumar af skáldsög- um hans eru þýddar á íslenzku. FRJÁLS V.ERZLUN 171

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.