Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 25
F élagsmál Aðalfundur félagsitis var haldinn í Sjálfstæðishús- inu mánudaginn 3. des. s. 1.. og var hann fámennur. ]) Formaður félagsins, Guðjón Einarsson, setti fundinn og las upp nöfn þeirra félagsmanna, er látizt höfðu á félagsárinu, en þeir voru: Andrés Pálsson kaupm., Bjarni Þórðarson stórkaupm., Bent Bjarna- son verzlunarm., Hans A. Hjartarson framkvstj., Jör- gen Þórðarson fyrv. kaupm., Sigurður Jónsson verzlm.. Sigurður Sigurðsson kaupm., Kristján Ó. Skagfjörð stórkaupm., Sigurbjörn Meyvantsson sölumaður og Sveinn M. Sveinsson forstjóri. Vottuðu fundarmenn hinum látnu virðingu sína með þvf að rísa úr sætum. 2) Þorsteinn Bernharðsson, var kjörinn fundar- stjóri, og fundarritarar þeir Einar Eliarson og Njáll Símonarson. 3) I.esnar voru upp fundargerðir síðasta aðalfund- ar svo og framhaldsaðalfundar í nóv. s. 1., og voru báðar fundargerðirnar samþykktar athugasemdalaust. 4) Lesin voru ujtp nöfn allra þeirra, sem sótt höfðu um inngöngu í félagið á árinu, 70 karla og 163 kvenna. Leitaði fundarstjóri samþykktar á þessum inn- tökubeiðnum, og voru þær samþvkktar samhljóða. 5) Að því loknu gaf formaður V. R. skýrslu fé- lagsstjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Sökum rúmleysis í blaðinu að þessu sinni, verður skýrsla formanns að bíða næsta hlaðs. Fundarstjóri mæltist til að skýrslur allar vrðu fyrst flultar og síðan ræddar í heild. 6) Gjaldkeri húsbyggingarsjóðs, Sigurður Arna- son, gaf skýrslu um fjárhag sjóðsins. Hafði aukning hans á árinu numið kr. 12.233,48, og er sjóðurinn nú að uþphæð kr. 243.688,48. 7) Formaður húsnefndar, Egill Guttormsson, las upp reikninga húseignarinnar Vonarstræti 4. Reksturs- halli á árinu nam kr. 63.127,25, en athugasemdir end- urskoðenda bentu á, að hallinn væri að nokkru leyti frá árinu áður, sökum mikils viðhaldskostnaðar a hús- eigninni. Egill Guttormsson skýrði fundarmönnum ennfremur frá því, að Skúlanefnd hefði fengið Guðm. Einarsson frá Miðdal lil þess að gera frumdrög að minnismerki Skúla Magnússonar, og var ljósmynd af litlu líkani, sem Guðmundur hefur gert, til sýnis á fundinum. 8) Hjörtur Hansson las uj)j) reiknii.ga Námssjóðs Thor Jensen. Sjóðurinn nemur nú kr. 100.838,37. Að- eins þrjár umsóknir hafa borizt um stvrk úr sjóðnum frá því að ákveðið var að veita styrk úr honum. Einn umsækjandi hefur hlotið kr. 3.000,00 styrk, en það er Guðni Hannesson. 9) Aðalgjaldkeri félagsins, Gunnar Magnússon, las upj) heildarreikninga V. R. Varð reksturshalli á árinu, og nam hann kr. 14.464,10. Urðu töluverð aukaút- gjöld fyrir félagssjóð í sambandi við 60 ára afmæli félagsins á árinu. Einnig gaf Gunnar stutta skýrslu um rekstur félagsheimilis V. R., en reikningar þess munu framvegis vsrða látnir fylgja almanaksárinu vegna uj)j)gjörs oj)inbera skatla. Að lokum las hann svo upp reikninga blaðs félagsins, „Frjálsrar verzlunar“. 10) Fundarstjóri gaf orðið laust, ef einhverjir vildu ræða framkomnar skýrslur og reikninga. Hjörtur Hansson tók þá til máls og lýsti ánægju sinni yfir því, að skriður skyldi vera kominn á mál Skúlanefndar, en þ. e. að reisa Skúla Magnússyni minnismerki. Sagði hann það vera fagnaðarefni öllum ])eim mörgu, sem áhuga hafa á þessu máli. 11) Þá var gengið til sljórnarkosningar og skyldi fyrst kjósa formann til eins árs. Kom aðeins fram ein uj)pástunga og var stungið upp á Guðjóni Einarssyni. Var hann kosinn formaður með 83 atkvæðum. Aðrir fengu færri atkvæði. og 23 seðlar voru auðir. Næst var kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára. Ur stjórninni áttu að ganga að þessu sinni Þórir Hall, Ólafur Stcfánsson og Einar Elíasson. Voru þeir allir endurkosnir: Þórir með 75 atkvæðum, Ólafur með 72 atkvæðum og Einar með 71 atkvæði. Aðrir fengu minna, og 26 seðlar voru auðir. f varastjórn til eins árs voru kosnir: Daníel Gísla- son með 69 atkvæðum, Hafliði Andrésson með 65 at- kvæðum og Pétur Sæmundsen með 59 atkvæðum. Aðrir hlutu færri atkvæði, og auðir seðlar voru 28 og 1 ógildur. Meðan á talningu atkvæða stóð bar fundarstjóri undir atkvæði reikninga húsbyggingarsjóðs, húseign- arinnar Vonarstræti 4, Námssjóðs Thor Jensen, Frjálsr- ar verzlunar og félagssjóðs, og voru þeir allir sam- þykktir samhljóða. í húsnefnd voru endurkosnir: Egill Guttormsson, I riðþjófur (). Johnson, Oddur Helgason, Sigurður Arnason og Sveinbjiirn Árnason. Endurskoðendur voru endurkosnir samhljóða þeir Einar Björnsson og FRJÁLS VERZLUN 177

x

Frjáls verslun

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3544
Tungumál:
Árgangar:
73
Fjöldi tölublaða/hefta:
1232
Skráðar greinar:
Gefið út:
1939-í dag
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (1939-1955)
Frjáls verzlun, útgáfufélag h/f (1959-1966)
Verslunarútgáfan hf (1967-1969)
Frjálst framtak hf (1970-1989)
Fróði hf (1990-1995)
Talnakönnun hf (1996-2000)
Heimur hf. (2001-2015)
Efnisorð:
Lýsing:
Verslun og viðskipti
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)
https://timarit.is/issue/232540

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)

Aðgerðir: