Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 12
kallaði til þeirra, að allt væri í lagi, en bað þá um
að gæta neðri hæðarinnar.
Svifflugur númer 5, 6 og 7 lentu og fallhlífarher-
mennirnir stukku út úr þeim og tóku sér stbðu rétt
hjá hótelinu. í þessu sá ég svifflugu númer 8 sleppa
tauginni, sem tengdi hana við vélfluguna á meðan
hún var enn að hringsóla, og skipti það engum tog-
um, að svifflugan stey])tist til jarðar og brotnaði mél-
inu smærra.
Fáein skot kváðu við í fjarska. Sennilega hafa
ítölsku varðmennirnir, sem gættu fjalllyftunnar orðið
einhvers varir. Ég hljóp nú út á ganginn og skoraði
á hinn ítalska foringja, sem stjórnaði herflokki hó-
telsins, að gefa sig fram. Að vörmu spori birtist of-
fursti, sem kvaðst stjórna hér. Ég skýrði fyrir honum,
að öll mótspyrna væri árangurslaus og krafðist skil-
yrðislausrar uppgjafar strax. Hinn ítalski offursti
hað um augnabliks umhugsunarfrest, og gaf ég hon-
um sextíu sekúndur til umráða.
Þegar sá ítalski kom aftur bar hann drykkjarbik-
ar fullan af rauðvíni í höndum sér. Hann hneigði sig
og mælti: „Ég skála fyrir sigurvegaranum‘'! Síðan
var hvít ábreiða hengd úl um gluggann, og átti það
að tákna uppgjöf. Ég kallaði svo nokkrar fyrirskip-
anir til manna minna, sem voru bak við hótelið. Að
lokum gafst mér tækifæri til að snúa mér að Musso-
lini, sem stóð út í horni í skjóli við Schwerdt liðsfor-
ingja.
Ég kynnti mig og skýrði honurn frá því, að Foring-
inn hefði sent mig lil að bjarga honum. Mussolini
gat ekki leint geðshræringu sinni og faðmaði mig að
sér. „Ég vissi, að vinur minn, Adolf Flitler, hafði ekki
yfirgefið mig“, sagði hann klökkur.
Það gekk greiðlega að ganga frá öllum skilyrðum
viðvíkjandi uppgjöfina. ítölsku hermönnunum var
skipað að setja öll sín voj)n inn í borðsalinn, en ég
leyfði yfirforingjunum að halda eftir skammbyssum
sínum.
Auk hótelsins höfðu menn mínir einnig tekið enda-
stöð fjalllyflunnar, sem var óskemmd. Ég frétti einn-
ig frá símtali, að lyftustöðin í dalnum væri sömu-
leiðis í góðu ásigkomulagi, enda þótt komið hafði þar
til smá átaka.
„Svanurinn" lendir við hótellð.
Ég gaf von Berlepsch, liðforingja, sem var fyrir-
liði þeirra fallhlífarhermanna, er komu fljúgandi með
mér, fyrirskipanir um að senda liðsauka upp til
hótelsins með falllyftunni úr dalnum. Með þessu vildi
ég sýna ítalska offurstanum, að við hefðum varalið
til taks, ef eitthvað skeði.
164
Nú fórum við að undirbúa brottförina, og voru
ýmsar bollaleggingar uppi um það, hvernig henni skyldi
hagað. Of áhættusamt þótti að aka 160 km. vegalengd
yfir svæði, þar sem enginn þýzkur herflokkur var
staðsettur. Að lokum var svo ákveðið, að Gerlach, höf-
uðsmaður, einkaflugmaður Students hershöfðingja,
freistaði þess að reyna að lenda hinni litlu vélflugu
sinni, sem nefndist „Svanurinn“, upp á hálendinu
skammt frá hótelinu.
Einrœðisherra í borgaraklœðum.
Á meðan verið var að taka ákvarðanir um brott-
flutning Mussolinis, virtust Italirnir Vera hinir áköf-
ustu að rétta hjálparhönd við það, sem til féll. T. d.
voru þeir hinir duglegustu við að hjálpa okkur að
ryðja flugbraut fyrir „Svaninn“. Gerlach var nú þeg-
ar farinn að hringsóla yfir okkur, áður en brautin var
tilbúin. Loks var honum gefið merki og renndi hann
þá „Svariinum“ niður að brautinni og lenti heilu og
höldnu með aðdáunarverðri leikni.
Gerlach var ekkert sérlega ánægður með. að ég
flygi með honum, og þegar ég sagði honum, að við
myndum verða þrír — Mussolini, hann og ég —- þá
þvertók hann fyrir það. Ég verð nú að játa, að það
var mikill ábyrgðarhluti að ætla þremur mönnum að
fljúga í svo lítilli vélflugu. En þar sem þetta virtist
eina leiðin til að koma Mussolini til Kómaborgar,
sem enn var á valdi Þjóðverja og Bandamanna þeirra,
þá kaus ég að bera hluta af áhættunni við þessa flug-
ferð, þó að mér væri ljóst, að ég myndi sízt minnka
hana.
Eftir langa umhugsun lét samt Gerlach undan. Mér
létti stórum, og gaf ég nú Radl fyrirskipanir varðandi
brottförina. ítalina átti að skilja eftir á hótelinu ó-
vo])naða, en tveir yfirmenn skyldu teknir lil fanga.
Mussolini hafði sagt mér, að vel hefði verið farið
með sig á meðan hann var gisl á hótelinu. svo að ekki
var ástæða til að taka fleiri sem fanga. Ég gaf mönn-
um mínum fyrirski])anir um að fara með fjalllyfl-
unni niður í dalinn, en í öryggisskyni skyldu þeir taka
tvo ílalska yfirmenn með í hverri ferð, ef ske kynni
að skemmdarverk yrðu framin. Eftir að allir væru
komnir niður átti að gera lyftuna ónothæfa.
Á meðan menn mínir voru að leggja síðustu hönd-
ina á endurbætur flugbrautarinnar, gaf ég mér tíma
til að virða Mussolini örlítið fyrir mér. Hann var í
borgaralegum fötum, sem voru langt of stór og fóru
honum því hvergi nærri vel. Ólíkur var hann þeim
einkennisklædda fasistaforingja, sem ég hafði svo oft
séð á Ijósmyndum. í fyrstu virtist mér hann veiklu-
legur að sjá, enda bætti það ekki útlit hans, að margra
FRJÁLS VERZLUN