Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 22
Jólin nálgast, og Reykjavík er að fá á sig æ meiri
jólasvip, sem náði hámarki sunnudaginn 9. des. s.l.,
hvað snertir gluggaskreytingar verzlana borgarinnar.
Mikil hugsun og vinna liggur á bak við allar þessar
jólaskreytingar, og að sjálfsögðu kosta þær mikla
peninga fyrir þau fyrirtæki, sem lagt hafa út í það
að skreyta sýningarglugga og verzlanir sínar. Allir
þeir, sem hér eiga hlut að máli, bæði kaupmenn og
verzlunarmenn, eiga þakkir skyldar fyrir að hafa
gert Reykjavík jólalegri en hún hefur nokkum tíma
verið áður, þrátt fyrir að bæði greni og jólatré vant-
aði.
Nú langar okkur, lesandi góður, að taka þig með í
gönguferð um borgina fyrrgreint sunnudagskvöld og
skoða verzlanir og sýningarglugga þeirra.
Við byrjum ferðalag okkar frá Herkastalanum við
Aðalstræti og stefnum á jólabjölluna við enda göt-
unnar hjá raftækjaverzluninni Rafal. Báðum megin
götunnar eru verzlanir, allar eru þær með jólaskreyt-
ingar, þó engar það mikið, að þær skeri sig úr. Við
stöldrum þó örlítið við hjá Silla & Valda, þar sem
bæði gluggarnir og verzlunin eru mjög hreinlegir og
jólalegir. Við höldum áfram og bevgjum inn í Aust-
urstræti. Þar eru verzlanir á báðar hliðar, en þrátt
fyrir að allar þessar verzlanir séu skreyttar, verðum
við ekki fyrir neinni sérstakri hrifningu, fyrr en við
komum að blómaverzluninni Flóru.. f glugga verzlun-
Osram-skipið prýðir Véla- off raftækjavcrzlunina í Bankastræti
arinnar er mjög haganlega gerð eftirlíking af neð-
ansjávargróðri, með þara og þönglum, karfa og kola,
og öðrum sjávardýrum, og vekur þetta allt mikla eft-
irtekt vegfarenda. Þó finnst okkur, að Flóra hafi oft
áður verið jólalegri. Við staðnæmumst næst hjá
verzlun Ragnars H. Blöndals h.f. Þar eru stórir og
fallegir gluggar, eins og sjá má á meðf. mynd. Þeir
eru mjög vel skreyttir, þó eru þeir ekki alveg galla-
lausir frá faglegu sjónarmiði, og kemur það ef til
vill af því, að gluggarnir eru opnir og skreyting inn-
anhúss, sem er mjög fagurlega gerð, truflar glugga-
sýninguna. Hjá Jacobsen er verzlunin öll mjög vel
skreytt, en gluggasýning er þar lítil, sökum þess að
að þar eru baklausir gluggar.
Áfram er haldið og litast um á báða vegu. Alls
slaðar eru gluggaskreytingar, en engar áberandi fyrr
en hjá Ilaraldarbúð h.f. Það má segja, að verzlunin
séu margir sýningargluggar. Voru þeir allir með sama
„mótivi“ í bakgrunni, eins og sjá má á mynd þeirri,
sem fylgir grein þessari. Allir eru gluggarnir vel-
byggðir upp, en þó ekki allir jafn fallegir.
Hjá verzlun Ingibjargar Johnson í Lækjargötu voru
þokkalegir gluggar og verzlunin sjálf snyrtilega
skreytt.
Kinn hinna sinekkleifu .iólaslupsft Hftraidarhiiðnr h.f.
Vignlr tók myndirnar af verzlunargluggunum.