Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 8
urnar og stundum allt upp í hálfan mánuð, nema ef upp úr sauð — þá reið hann heim á hvaða tíma dags eða nætur, sem var og hvernig sem viðraði, heiftúðug- ur vel en hressari en nokkru sinni. Hallbjörg hafði sett stól sinn við glugga í ókunna húsinu og sat þar löngum. Úr seti sínu sá hún bónda koma og fara eða skjótast fram hjá í erindum sínum margvíslegum eða erindisleysu. Kaunar sat hún við gluggann jafnt hvort inaður hennar var úti eða inni. Hún hafði fylgt honum þangað þarna, hennar var að láta hann ekki einan fyrr en leiðir skildi, hins vegar hvarflaði það ekki að henni að rölta með honum. Hvað um hugann leið fór ekki lengra. Heiman frá húsinu, sem var henni ókunnugt nema helzt útsýnin, blasti við skijiabryggjan svo og fjölfarin gatnamól. Konan við gluggann sá margt og mikið, en svipbrigði urðu sjaldan sýnileg á sléttum vöngum hennar né enni, ekki ofkrotuðu. Þó kom fvrir, sæi hún mann sinn í hrókaræðum við einhvern kunningjann, potandi í ýmsar áttir, eða hálfboginn á hlaupum, að glampa brá fyrir í brúnum augunum — brosti hún eða hvað? Ekki einu sinni við heimasæturnar. dætur sínar hafði hún orð á því, sem í huganum fólgst. Steindór Kolbeinsson hafði, cr hann flutti sig úr Múlanum á mölina, tekið með sér aleigu sína eða því sem næst. Samt átti hann á skemmulopti geymda gripi tvo, allforna. Langt var síðan hann hafði látið hag- virkan mann smíða utanum sig og konu sína, í því sem öðru var forsjálni hans óbrigðul, geymslupláss í húsinu nýja hins vegar af skornum skammli, enda lík- kistur andkannalegur flutningur nema þegar við á. Þá var það eitthverl sinn að deyfðin í öllum sköpuðum hlutum var alveg að fara með hann, — hann gat ekk- ert fundið sér til afþreyingar nema helzt að sækja kisturnar og bar, aldrei þessu vant, ferðina undir konu sína. Látlu þær eiga sig, sagði Hallbjörg, sem óltaðist, að það næsta kynni að verða að flytja þær um hæl heim aftur — þau höfðu aldrei hætt að hugsa eða tala um Múla sem heimili sitt. Bóndi var ekki alveg á að hverfa frá kistuheimtinni, sjálfsagt að nota leiðið — hver ábyrgðist þeim, að þau þyrftu ekki á kistunum að halda einhvern tíma þegar vegir væru illfærir eða ófærir? En kona hans sat við sinn keip: Láttu þær, þar sem þær eru niður komnar. Þá sjaldan Hallbjörg gaf vilja sinn til kynna, hlaut hún að ráða. — Steindóri var nauðugur kostur að finna upp á einhverju öðru sér til dægrastyttingar en viða að sér tómum líkkistum að raunalausu. Leið svo og beið. — Og vitanlega kom þar að lok- um, að vafrinu lauk með venjulegum hætti. Hátíð er til heilla bezt og Harpa á næstu grösum. Sumarmálin þau var svalt umhorfs í Múla og vetrarlegt, en akfær- ið með þeim eindæmum, að á betra varð -ekki kosið. Enginn er svo árrisull, að ekki renni sá morgun, að hann verði ekki fyrstur á fætur. En vart við sig gat Steindór gert og gerði, um leið og hann heyrði gengið um göngin; bað um að kallað yrði á syni sína — og Jón gamla. Þeir gengu til hans allir saman og sat hann þá upp við herðadýnu í rúmi sínu og var að taka í nefið, lyst- arlítill þó jafnvel á tóbakið, en þá var Múlabóndan- um brugðið. Ræðinn var Steindór aldrei við syni sína og oftast stuttur í spuna. Annars virtist hann una hag sínum, leit frá einum til annars — engan veginn gagn- rýnislaust — dró síðan vasaúrið fram undan koddan- um, rctti Jóni gamla og sagði: Þú hefur þjónað mér lengst, svo þitt er úrið og fest- in, úr skíragulli hvoru tveggja — hvað ertu að hangsa? Taktu við, maður! Ertu orðinn sá ræfill, að tvö fótmál í einu séu jiér ofviða? Að svo mæltu sneri hann sér að sonum sínum og sagði við jiá af alúð sn um leið löluverðri festu •— vanur að segja fyrir verkum í Múla: Þessi dagur er minn síðastur. Eg á ekki annað ógert en að gefa frá mér öndina. Þið kistuleggið mig fyrir kvöldið. Þið látið það ekki bregðast! Með morgni getið þið lagt af stað með mig í áttina til Hallbjargar minnar, hún bíður mín við gluggann. Það er bezt að hún ákveði greftrunardaginn, }rví þá er ég allur og kann ekki að spá í, hvað henni kemur bezt. Sonum hans varð orðfall, enda gamli maðurinn óá- rennilegur til andmæla og æði viss í sinni sök og óráð ekki sjáanlegt á honum. Jón gamli var einn um að sjá sér fært að snýta tári úr nös. Steindór bandaði þre- menningunum óþolinmóður að hafa sig til verka, en -Löðvaði jiá við dyrastaf með þeim orðum, að hann treysti ekki öðrum þeirra með Jóni gamla einum, hann væri orðinn slíkur eindæma væskill, samt skyldu þeir lofa karli að fljóta með, þeir hefðu saman slarkað marga ófæruna og gamli maðurinn aldrei brugðist sér; en fleiri en jieir jirír mættu ekki að heiman fara, hér væri yfrið við að vera: En látið þið nú hendur standa fram úr ermum við að undirbúa förina! Steindór gamli reyndist sannspár í það sinn. Mað- urinn með sigðina kom að honum, ekki allsendis ó- vörum, í þeim heimahúsum, sem honum voru tömust — og skildi ekki eftir annað en skrokkinn, sem undir kvöldið var lagður í kistuna fornu, svo sem karl hafði fyrir mælt. Að því starfi loknu spurði yngri bróðirinn 160 FR.IÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.