Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 1
13. ARG. 11.—12. HEFTl — 1951 íslendingcsr eru örlátir menn. Sumir segjj að gjafmildi þeirra nálgist eyðslusemi. Skal enginn dómur á það lagður, en trúlegt þykir, að oírausn í gjöfum muni þó frekar vera einn af fylgihnöttum veltiárania og muni breytt árferði fœra gjafir til meðalhófs, Hinu verður ekki neitað, að ör'œti er aðalsmark og margir munu þeir vera brestirnir í fari þjóðarinnar, sem fremur mœtti berja í, en hjálpfysi við bóg- stadda og gjafagleði hennar. Jólagjafir er gamall og góður siður í landinu. Áður fyrr gófu menn flýkur og muni, sem gerðir voru á heimilunum. Með breyttum atvinnuháttum hefur og orðið breyting á þessu sviði. Heimilisiðnaðurinn skipar nú ekki lengur sinn fyrri sess og meirihluti jólagjafa mun nú unnin utanheimila, keyptur fullgerður í verzlunum. Það hefur því orðið hluskipti verzlunarstéttarinnar að verða miðlari milli hinna ótal gefenda, sem gleðja vilja hverja aðra á þessari mestu hátíð ársins. Til eru þeir, sem leggja henni þetta sem annað til lasts og bera verzlunarstéttinni á brýn að vilja breyta jólunum í „mangarahátíð". Þetta er ómaklegur áburður, því að verzlunarstéttin rœður engu um það, hvort gjafir eru gefnar eða ekki; hennar hlutverk takmarkast við að hafa vörur á boðstólum, sem neytendum er í sjálfsvald sett að kaupa eða kaupa ekki, gefa eða neyta sjálfir. Af nefndum ástœðum eru vikurnar fyrir jó'in oftast mikill annatími fyrir verzlunar- fólkið, vökunœtur við gluggasýningar, stöðugir snúningar, oft í kuldatíð, fyrir af- greiðslufólkið og þungar heimsendingar fyrir smávaxna sendisveina. Þau hafa því verið mörg jólin, einkum áður en vinnutíminn var takmarkaður, sem verzlunarfólkið kom svo lúið heim á aðfangadagskvöld, að það fór beint í rúmið. Á þessu er nú orðin breyting til bóta og á Verzlunarmannafélag Reylcjavíkur sinn þátt í því. Verzlunarfólki fellur yfirleitt illa að selja lélegar vörur, en hefur gleði af að sýna og selja góðar og fallegar vörur. A undanförnum árum, órum vöruskortsins, hefur það því miður oft verið hlutskipti þess að þurfa að afgreiða lélegar vörur, skipta takmörk- uðum vörum og neita um beinar nauðsynjar. Um þessi jól hafa frjálsari verzlunar- hœttir fœrt landsmönnum betri vörur og meira vöruval, þannig að nú hafa verzlanirn- ar á boðstólum glœsilegt val af vörum fró hinum fjarlœgustu löndum. Verzlunarfólkið. gengur glaðara að starfi sínu um þessar mundir, en það hefur gert fyrir mörg undan- farin jól, og viðskiptavinimir verða vafalaust ónœgðari með sín kaup, þótt þau kunni aS verða eitthvað smœrri en áður. Frjáls verzlun vill ljúka þessu jólaspjalli með þvi að ó ska öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og verzlunarfólkinu góðrar hvíldar um jólin.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.