Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 11
ARGAÐ
Flugmaðurinn flaug smærri og smærri hritigi, en
skyndilega virtist hann missa alla stjórn á svifflug-
unni, sem steyptist því næst lóðrétt á nefið niður á
við og nálgaðist yfirborðið ískyggilega hratt. — Ég
hélt í svipinn, að svifflugan mvndi ekki þola þetta
og rifna í sundur. Allt í einu kont mikill skellur, og
allt virtist vera að brotna í sundur. Ég lokaði aug-
unum ósjálfrátt, en fann nú. að við höfðum lent heilu
og höldnu.
Upp með hendurnar!
Hinn fyrsti af mönnum mínum var þegar kominn
út úr svifflugunni, en það gekk greiðlega, þar sem
hurðin hafði kastast af í lendingunni. Við vorum 20
metra frá hótelinu. Nálægt einu horni byggingarinnar
komum við auga á fyrsta vörðinn. Hann var augsýni-
lega agndofa af undrun, því að liann kom ekki upp
neinu orði. Ég stökk nú heim að hótelinu án þess að
nokkur yrði þess var. Áður en lagt var af stað í leið-
angurinn hafði ég forboðið mönnura mínum að hleypa
af skoti fyrr en ég gerði það. Fram lil þessa hafði
ég ekki þurft að nota byssuna mína, sem gerði það
að verkum, að við komum Itölunum algjörlega á óvart.
Við þutum nú hver af öðrum fram’hjá hinum steini-
lostna verði og hró])uðum: „Mani in Alto. — Upp með
hendurnar!“ Þegar inn í hótelið kom tókum við eftir
útvarpssendistöð, og við hana var ítalskur hermaður
að útvarpa tilkynningum. Stólnum var kippt undan
honum fvrirvaralaust, og ég mölbraut senditækið með
byssuskeftinu mínu. Við tókum nú allt í einu eftir því.
að engin dyranna lá að aðal-hótelbvggingunni og snér-
um því út aftur. Við komumst fvrir eitt horn hygg-
ingarinnar og hlöstu þá við okkur nokkuð háar þak-
svalir. Einn af mönnum mínum lvfti mér upp og hin-
ir fylgdu á eftir.
Mussolini birtist.
Ég leit nú upp með húsinu og skyggndist um, hvort
nokkuð væri sýnilegt. Á annarri hæð tók ég eftir
manni, sem kom þjótandi út í glugga. Ekki var um að
villast, hver þetta væri. Höfuðlagið bar þess ótvírætt
vitni, að þarna var enginn annar en sjálfur fasistaleið-
toginn Mussolini. Um leið og ég kom auga á hann,
reyndi ég að sannfæra sjálfan mig um, að leiðangur
okkar hefði heppnast.
Ég kallaði til Mussolinis og bað hann um að hverfa
frá glugganum um leið og við ruddumst inn um aðal-
dyr byggingarinnar. Þar urðu í vegi okkar ítalskir
verðir, sem voru á leið út. Tvær vélbyssur sáum við
þarna og eyðilögðum báðar. Ég ruddi mér braut í
gegnum hóp af Itölum, sem voru í ganginum, og not-
aði aðeins byssuskeftið á sama tíma og menn rnínir
hrópuðu: „Mani in Alto!“ Fram til þessa hafði ekki
einu skoti verið hleypt af.
Ég var nú kominn einn inn í biðsal hótelsins, og
hafði ekki hugmynd um, hvað var að gerast að baki
mér á þessu augnabliki. Ég hafði engan tíma til áð
líta við. Á hægri hönd mér var stigi, og stikaði ég upp
hann og fór yfir þrjár tröppur í einu. Er ég kom upp
á aðra hæð hélt ég eftir löngum gangi, unz ég kom að
hurð, sem ég hratt upp. Ég hafði hitt á þá réttu. ínn
í herberginu kom ég auga á Benito Mussolini, og gættu
hans þar tveir ítalskir foringjar úr hernum. Ég skip-
aði þeim upp að vegg. Á meðan á þessu stóð kom
vinur minn, Schwerdt, liðsforingi, mér til aðstoðar.
Hann færði nú ítalana út úr herberginu, en þeir virt-
ust vera of steini lostnir til að veita hina minnstu mót-
stöðu.
„Ég skála fyrir sigurvegaranum!"
Fyrsti kapítulinn í leiðangri okkar hafði heppnast
vel. í augnablikinu var Mussolini að minnsta kosti í
höndum okkar. Það höfðu ekki liðið meir en þrjár lil
fjórar mínúlur frá því við lentum, og þar til við höfð-
um fundið hann.
Mér varð litið út um gluggann og sá þá hvar nokkr-
ir af mönnum mínum voru að nálgast hótelið, og var
Radl, liðsforingi, fyrir þeim. Skammt frá skreið Manzl,
liðsforingi, á maganum að baki mönnum sínum, en
hann hafði fótbrotnað, þegar sviffluga hans lenti. Ég
FRJÁLSVERZLUN
163