Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 30
Réttargæzla og varðveizla friðar og reglu hafa ávallt
verið aðalverkefni ríkisins. 1 menningarríkjum er svo
náið samband milli þessara tveggja verkefna, að segja
má, að um tvær hliðar á sama málinu sé að ræða. Það
menningarríki, sem getur ekki séð um þetta, hrynur til
grunna vegna þess, að það fullnægir ekki liinum frum-
stæðustu þörfum. í einræðisríkjum er friði og reglu
haldið uppi með valdi, og réttargæzlan er aukaatriði.
Samræmið milli réttarins og valdsins er ekki lengur
fyrir hendi. Það er þá oft sagt, að ríkið verði lögreglu-
ríki gagnstætt því, að við teljum okkur })úa í rétlarríki.
Þetta eru orðnir okkur svo sjálfsagðir hlutir, að
venjulega hugsum við ekki meira um þá en jafn nauð-
synleg gæði og lof.t og vatn.
Ástæðan til þess, að við minnumst á þetta nú, er sú,
að hér er um rökrænan grundvöll að ræða fvrir öðru
máli, sem rétt er að minnast á, en það er: Hver eru
áhrifin á stjórn ríkisins af því, að ríkið seilist inn á
svið viðskiptalífsins.
Fyrst um sinn byggist stjórnarfarið í meginatriðum
á hinum sögulega grundvelli. Stjórnarfarið ber því
frá eldri tímum lagafeg einkenni, og leiðtogarnir eru
ekki ósjaldan fengnir úr hópi lagamanna. Stjórnar-
athafnir ríkisins byggjast á réttargæzlu- og réttlætis-
sjónarmiðum, en þeirra helzt er jafnræði manna fyrir
lögunum og ákvörðun mála eftir óhlutbundnum (obj-
ektivum) mælikvarða og fyrirfram samþykktum rétl-
arreglum.
Það er auðvelt að sjá, að þessi grundvöllur stjórn-
arfarsins og sá lærdómur, sem starfsmenn ríkisins geta
af honum dregið, kemur lí.tt að gagni, þegar ríkið sinn-
ir verkefnum, sem eru viðskiptalegs eðlis, kaup og sölu,
leyfisveitingum og eftirliti og einkum, þegar ríkið tek-
ur virkan þátt í athafnalífinu. Sjónarmið lilgangsins
frekar en réttlætissjónarmiðið er nefnilega einkenn-
andi fyrir viðskiptastarfsemi. Kaupsýslumaður kaupir
af og selur þeim, sem býður bezt kjör og við ákvörð-
un þess skiptir ekki miklu máli, hvort ákvörðunin er
réttlát gagnvart öðru en kaupunum sjálfum.
Embættismaður verður aftur á móti að vera sjálfum
sér samkvæmur, í það minnsta ætlumst við til þess af
honum í samræmi við þá hugmynd, sem við gerum
okkur um hann sem þátttakanda í réttargæzlunni. Hafi
þess vegna A fengið eitthvað hjá honum, þá verður B
að öðru jöfnu að eiga rétt til þess að öðlast það sama.
Þar sem þessi krafa, sem er sjálfsögð í réttarríki,
iær ekki samrýmzt því, sem gerist í viðskiptalífinu,
kemur upp í hverju því réttarríki, sem fer inn á svið
viðskiptalífsins, alvarleg átök innan stjórnar ríkisins.
Annars vegar er um starfssvið að ræða, þar sem réltar-
gæzlusjónarmiðunum er vendilega framfylgt, en hins
vegar er starfssvið, þar sem sjónarmið tilgangsins —
eða eins og almenningur mundi segja — sjónarmið
handahófsins ræður. Því stærra, sem hið síðarnefnda
er, því alvarlegri verða átökin og eftir því hættulegri.
Hættuleg verða átökin á tvennan hátt. í fyrsta lagi
þannig að sjónarmið tilgangsins (hvað hentar sjálfu
ríkinu) smitar réttargæzlustarfssviðið, en þar verður
tilgangssjónarmiðið að vera bannfært.
Á grundvelli réttarríkisins munu embættismennirnir.
jafnvel þegar ríkið fer inn á viðskiptasviðið, fyrst
reyna að hafa eftirlit eftir objektivum mælikvarða og
réttlætissjónarmiðum. Við sjáum dæmi um þetta í
kvótaskipulaginu og öðru því líku, þar sem reynt er
að veita innflutningsleyfi eftir objektivum mælikvarða,
t.d. innflutningi viðkoinandi umsækjanda árin fyrir
stríð. Þetta skipulag er óhentugt frá viðskiptalegu
sjónarmiði. Hvaða tryggingv veitir dugnaður í fortíð-
inni fyrir dugnað í framtíðinni? Og hvernig er hægt
að samrýma slíkt kvótaskipulag kröfunni um frjálsa
samkeppni, sem er þó orkugjafi viðskiptalífsins?
Þetta skipulag verður einnig ófullnægjandi út frá sjón-
armiði réttlætisins, þar sem það hneigist til að gefa
eldri fyrirtækjum einokunaraðstöðu, sem yngri fyrir-
tækjum finnst brjóta í bága við réttlæti. Eldri og yngri
eru þó borgarar í sama þjóðfélagi.
Og eins og reynslan hefur sýnt, er sjálf stjórnar-
ikráin í hættu, ef áhrifin frá viðskiptaathöfnum ríkis-
valdsins eru nógu sterk.
Vandamál, sem ekki hefur verið rælt í þessu sam-
bandi er vandamálið um ráðningu manna í þjónustu
ríkisins. Af ofansögðu má Ijóst vera, að hin eldri
182
FRJÁLS VERZLUN