Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 10
Otto Skorzeny hefur oft verið kallaður ,,hœttuleffasti maðurinn í Evrópu“. Hann pat sér heims- fræffðar á stríðsúrunum sem yfirmaður þýzku skyniliinnrásarsveitanna, m. a. fyrir hinn fífldjarfa leiðangur sinn, er Hitler fyrirskipaði honum að bjarsa Mussolini úr höndum ítala. — Nýlegja er komin út bók eftir Skorzeny, sem nefnist ,,Leyniferðir Skorzeny“. Hefur bókin vakið mikla eftirtekt. Hér fer á eftir lausleg: þýðinff þess kafla bókarinnar, sem ffreinir frá hinni ævintýraleffu björpun Mussolinis. ÞEGAR MUSSOLINI VAR BJ Undirbúningnum fyrir þessa glæfraferð var nú að mestu lokið. Klukkan fimm um morguninn, sunnu- daginn 12. september 1943, héldum við til flugvall- arins við Frasquati skammt frá Róm. Það var mikið í húfi, að leiðangurinn heppnaðist, því Foringinn sjálfur hafði falið mér að frelsa Mussolini, hvað svo sem það kostaði. Ég hafði 108 manna lið og 12 svif- flugur til umráða, en vitað var, að minnsta kosti 250 ítalskir hermenn gættu Mussolinis hjá fjallahótelinu á Gran Sasso hálendinu. Brottíör ákveðin. Menn mínir voru allir liðsforingjaefni úr 2. fall- hlífaherdeildinni. Níutíu þeirra höfðu lagt af stað kvöldið áður landleiðina áleiðis til Gran Sasso dals- ins. Þeirra hlutverk var að ná á sitt vald fjalllyftu, sem tengdi hótelið á hálendinu við dalinn, en það var eina leiðin til uppgöngu. Hinir átján, sem eftir voru, áttu að fljúga með mér í svifflugunum og freista þess að lenda þeim í nágrenni hótelsins, fangelsis Musso- linis. Svifflugunum og vélflugunum, sem áttu að draga þær, hafði verið raðað niður í þeirri röð, sem þær áttu að hefja sig til flugs. Flugtak liafði verið ákveðið kl. 1 e. h. Auk mín og Radl, liðsforingja, þá var upplýsingaforinginn sá eini, sem þskkti eitthvað til hálendisins við Gran Sasso, en hann hai'ði tekið þátt í könnunarflugi okkar yfir fjallið þrem dögum áður. Ákveðið var, að hann leiddi flugið, sem áætlað var að tæki um klukkutíma yfir 160 km. vegalengd. í 12000 feta hœð. Á mínútunni eitt gaf ég merki, og svifflugurnar voru dregnar á loft hver af annarri. Veðrið virtist vera hið ákjósanlegasta fyrir leiðangurinn. Þéttir skýjabólstrar svifu í loftinu í meir en 5000 feta hæð. Að óbreyttum aðstæðum ættum við að ná settu marki án þess að eftir okkur yrði tekið. þrátt fyrir erfitt landslag. Við flugum nú í gegnum skýjaþykkni í 12000 feta hæð, en flugmaðurinn gaf mér staðarákvarðanir ann- að veifið. Þegar við vorum aftur komnir í sólskin, tilkynnti flugmaður vélflugunnar, sem dró okkur, mér að svifflugur númer eitt og tvö, sem áttu að vera á undan okkur, væru týndar. Á þessu augnabliki vissi ég heldur ekki, að aðeins sjö svifflugur voru á eftir okkur í stað níu, er áttu að vera þar. Við komumst að |)ví seinna, að tvær þeirra höfðu eyðilagst í fluk- taki. Ég ákvað því að leiða flugferðina, það sem eftir var. Brátt tók ég eftir því, að við vorum yfir Hótel del Gran Sasso, og þarna var þá áfangastaðurinn, er gnæfði hátt í þessu fjallvirki. Ég gaf mönnum mín- um skipun um að vera viðbúnir og sagði flugmann- inum að sleppa sviflugunni okkar. Skyndilega kom dauða þögn yfir mannskapinn, sem aðeins var rofinn af vindinum, er lék um vamgi flug- unnar. Flugmaðurinn flaug nú í stóra liringi og leitaði að he|)j)ilegum lendingarstað. Ekki virtist heinlínis árennilegt að setjast neins staðar þarna í hálendinu. en við vorum ákveðnir að reyna, þrátt fyrir það. — 162 FRJÁLS VERZL'UN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.