Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 9
eldra bróður sinn, hvenær honum þætti hæfilegt að þeir leggðu upp á morgunmálinu, en eldri bróðirinn vísaði til Jóns gamla, sem tók í nefið, ók sér, en sagði að lokum: Húsbóndanum mundi mislíka, yrði það seinna en um miðja óttu. Við það sat. — Sólaruppkoma var ekki langt und- an, en píreygar stjörnur enn við líði á vetrarsvölum vorhimni, er þremenningarnir ýttu úr hlaði. Sá bleiki dró sleðann, Jón gamli hafði hönd á tauniunum, hélt við beizlisstengur, synir hins framliðna gengu stúrnir með ækinu og studdu það, sinn frá hvorri hlið. Dagurinn varð bjartur með sólbráð og flughálku, en yfir fjöll að fara. Þegar u])]) úr brattanum kom, tók brátt að halla inn og vestur heiðina. Líkfylgdarmenn- irnir voru orðnir slæptir, leystu þann bleika frá sleð- anum, gáfu honum ilmandi löðu á gaddinn, fundu sér sæti undir steini og opnuðu malpokann. Þeir höfðu komið sleðanum þannig fyrir, að ekki yrði mótdrægt að ýta honum af stað. Þetta var mikill blessaður dag- ur, sólbráðin með ódæmum og stirndi af jökulbreið'- unni undraljóma, en himindjúpið blátært, yndislegt að vera á ferð, ef ekki hefði staðið svona hörmulega á, nema hvað ofbirtan reyndi á augun------en það var ekki um að villast: sleðinn var lagður af stað — hélt einn og ódreginn, að því er séð varð, leiðar sinnar inn og vestur heiðina. Jón gamli varð fyrstur til að koma fyrir sig fótum, þótt fúnir væru — en þarna fékk enginn neitt að gert. Bræðurnir stóðu gnei])ir og bráðfölir — fauskurinn einn brá grönum í forni aðdáun, óslokkinni, þegar ækið hafði numið staðar og versti geigurinn var hjá liðinn : Skapið er óbreytt og ýtnin söm við sig! sagði hann innilega: Húsbóndanum mun hafa þótt viðstaðan orð- in helzti löng. Þremenningarnir voru handfljótir að búa um mal- inn og beizla þann bleika, hlupu síðan við fót þangað sem ækið beið þeirra. Það sem eftir var leiðarinnar tóku þeir í einum áfanga, stundarlöngum, enda þrömm- uðu þeir úrvinda þorpgötuna fram réttu megin við nón. Hallbjörg var löngum þaulsætin við gluggann sinn — annað en gluggann átti hún varla í því húsi. Hún var það þann dag sem ella. Ekki svo að skilja, að hún byggist við manni sínum að heiman fyrst um sinn. Steindór var ólíklegur til að gista skemur en gesta- næturnar. Það var því ekki laust við að um hana færi, er hún allt í einu sá hann koma í harðaspretti fyrir hornið, nema staðar og veifa, sem væri hann að herða á einhverjum, er á eftir kæmi. Enda kom samstundis sömu leiðina Bleikur með a>ki í eftirdragi, aðra kist- una á sleða og Jón gamli við tauminn, svnirnir tveir sinn á hvora hönd, en Steindór —- — hann var horfinn. Hallbjörg andvarpaði og stóð á fætur, gekk til móts við mann sinn, sem hún annars ekki var vön, — það hefði orðið of mikið ráp út og inn. Að þessu sinni gekk hún til móts við hann alla leið á götuna út. enda ekki seinna vænna. Kistuna lét hún bera inn í stássstofuna og selja á stóla, sem næst miðju gólfi og þó heldur til hliðar. Þegar því var lokið sneri hún sér að sonum sínum, þyngri í vöfum en hún átti vanda til. og sagðl við þá og Jón gamla, að einlægast mundi að fala legstað fyrir þau bæði hjónin samtímis, enda ekki til setunn- ar boðið: Þið gerið það fvrir mig, drengir mínir og þú, Jón minn, að færa mér hina kistuna áður en akfæri spillir. Hallbjörg Iifði þann dag á enda og nóttina með, en dó daginn eftir, óánægð með það eitt. að leggja af stað úr ókunnu húsi. HVAÐAN ER MAÐURINN? Reynið að setja rétt landanöfn við nöfn hinna frægu manna hér að neðan: 1. William Tell a. Indland 2. Alvin York h. Bólivía 3. Mohandas Gandhi c. Þýzk iland 4. Guiseppe Garihaldi d. Suður-Afríka 5. Rohert Bruce e. Tyrkland 6. Simon Bolivar f. Sviss 7. Alexander Nevsky g. Haiti 8. Friðrik mikli h. Persia 9. Jan Smuts i. Irland 10. Xerxes Konungur j. Skotland 11. Kemal Pasha k. England 12. Toussaint L’Ouverture 1. Rússland 13. Charles Parnell m. Bandaríkin 14. Foch marskálkur n. Ítalía 15. Nelson lávarður o. Frakkland Svör á bls. 183. FRJÁLS verzlun 161

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)
https://timarit.is/issue/232540

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)

Aðgerðir: