Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 23
HollencTngur skreytir reykvíska verzlunarglugga Rabb við Ton Ringelberg I Bankastræti ber mest á gluggasýningum hjá skó- verzl. Lárusar G. Lúcivígssonar og ofar við götuna hjá Véla- & Raftœkjaverzluninni. Þar gaf að líta falleg- ar gluggasýningar með „Osram“-skipi (sjá meðf. mynd). Einnig var jólatré, ljósum skreytt, yfir miðri götunni. sem setti svip á götuna, hvort sem komið var upp Bankastræti eða niður Laugaveg. Hjá Biering á Laugav'egi 6 eru alltaf hreinlegai og smekklegar vörusýningar. Af öðrum verzlunum við Laugaveginn vöktu engir gluggar sérstaka eftirtekt, þó voru þeir flestir meira og minna snyrtilega skreytt- ir. Geta má þó þess, að jólasveinn í íshelli í einum glugga raftækjaverzlunar Eiríks Hjartarsonar vakti eftirtekt barnanna, og ljósaskiltið hjá Marteini Ein- arssyni & Co. setti mikinn svip á Laugaveginn. A leið okkar til baka niður í miðbæ, göngum við upp Klapparstíg og síðan niður Skólavörðustíg. AUs stað- ar eru verzlanir. sem bafa gert silt til að sitja jóla- svip á borgina. í Hafnarstræti var fremur lítið um að vera. Hjá skóverzlun Hvannbergsbrœðra voru þó mjög vel gerðir og jólalegir gluggar, þótt litlir séu. Edinborg, Liverpool og Blóm & Ávextir hafa oft áður lagl meiri rækt við gluggasýningar fyrir jólin en að þessu sinni. Nú erum við aftur staddir undir jólabjöllunni hjá Rafal, og þessari hringferð okkar um helztu verzlunar- götur borgarinnar er lokið. Hringferð þessi hefur ver- ið mjög ánægjuleg og sérstaklega gaman að sjá, auk þessa sem getið er að framan, hve margar silfur- og skartgripaverzlanir hiifðu mikið af fallegum munum, og voru allir gluggar þessarra verzlana mjög snyrti- legir. Víðar um bæinn voru verzlanir skreyttar og settu svip á bæjarhverfi þau, sem þær eru staðsettar í. Við höfum tekið eftir því, að gluggaskreytingar verzlana eru í stöðugri framför og vonum, að næs'tu jólaskreytingar verði enn almennari og fallegri en nú. Menn hafa veitt því sér- staka athygli, hve gluggar blómaverzlunarinnar Llóru eru oft smekklega skreytt- ir. Þó hefur aldrei áður verið vandað jafn vel til gluggaskreytinga og nú fyrir jólin, enda hafa glugg ar verzlunarinnar vakið verðskuldaða eftirtekl. Ritstjóri blaðsins átti leið fram hjá Llóru nú fyrir skömmu, og var þá þröng mikil fyrir framan sýningarglugga verzlunarinnar, því vegfarendum varð starsýnt á hina nýstárlegu gluggasýningu. Var ákveðið að hitta skreytingamanninn að máli, en frétzt hefur, að hann sé hollenskur og heiti Ton Ringelberg. 1 kjaRara verzlunarinnar hittum við fyrir broshýran og vingjarnlegan ungan mann, sem var önnum kafinn við að skreyta körfur og blómapotta. Við gengum úr skugga um, að þetta væri Hollendingurinn, sem skreytti gluggana í Llóru og bárum upp erindi okkar við hann. H vaS hafiS þér veriS lengi hér á landi, spyrjum vi'ö Ringelberg? — Ég kom til íslands á miðju ári 1949 og er því búinn að vera hér í 2(4 ár. ILuað olli því sérstaklega, a'ö þér fóruö til íslands? F'yrst og fremst hef ég nú alltaf haft sérstakan áhuga fyrir Norðurlöndum, og hafði ég ætlað mér að fara lil Linnlands eða Noregs og vinna þar. Ekki liafði mér komið til hugar að fara til íslands fyrr en ég eitt sinn hitti kunningja minn, sem er kaupsýslumaður í Hollandi, og hafði hann haft talsverð viðskipti við ísland. Taldi hann miklar likur til þess, að ég gæti fengið vinnu við blómaverzlun í Reykjavík. Ég ákvað þá þegar að freista hamingjunnar og fara til íslands. Eftir komu mína hingað réðst ég strax til blómaverzl- unarinnar Llóru og hef unnið þar síðan. Stór ojf skemmtileRur býningfarglugííi í verzlun Rai?nars H. Blön*lals h.f.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.