Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 21
LOFTUR GUÐMUNDSSON: „ÓÖLDIN OKKAR “ .\’ú jyrir jólin kom á bókamarkcióinn mjög nýstárleg Ijáiiabók, er ntjnist „ÓtíLDIN OKKAR“, Höjundur bókarinnar, Lojtur GuSmundsson rithójundur, er fyrir lóngu orö- inn landskunnur, m. a. jyrir dálka sína í AlþýSublaSinu „Brotna pcnna“. Er í bók þcscari aS finna IjóSaúrval, sem Lojtur hefur birt undir tuijni Leifs Leirs í dálkum sinum. KvœSin fjalla öll um skoplegu hliSarnar á tilverunni nú til dags, og er Lojtur jurSu jundvís á þcer. Halldór Pétursson listmálari hefur teiknaS myndir meS kvæS- unum. „Frjáls verzlun“ birtir hér nakkur kvœSi úr nýútkominni bók Leijs Leirs tneS leyji höfundar. Ritstj. VIÐ STRAUMANA ViS straumana stendur maður með stöng í höndum. Viða flýgur valurinn á vængjum þöndum. Sumir lieita á kirkjuna suöur á Ströndum. Stríð fellur Húkká til stranda; vanda, vanda, gættu þinna handa. Auðvelt er sporðkræktum laxinum að landa. Hefurðu séð stórhveli stikla fossa livíta; slíkir eru fiskar þeir, sem færin slíta. Sagnafiskinn fæstir augum lita.... Við straumana stendur maður með stöng í höndum tveim. Víða flýgur valurinn um vorbjartan geim. Sumir kaupa laxinn á leiðinni heim.... Og þarna lá meykerling mörg þúsund ára máluð um varir og tær, og hafði i gröfina haft með sér ilmvatnsnámur tvær. .. . Þær hófu ekki hamstrið i gær. STOPPSTÖÐVAR Önnur varð gullöld okkar skömm enn þótt höngum á kili, mörgum í óhófs brotsjó beið braskvolk og aldurtili, svindlarar lyftast og lækka skjótt likt eins og fluga á þili, skjögrar þar ein með skattasekk að skortsins heldimma gili. Þverbrostið rambar þjóðarbjarg i þrábyl sundrungarveðra, óreiðuskaflarnir skella að rót, skrambi er hann svalur héðra; iökuð er þar á efstu brún íþrótt staurblankra feðra; leitað samninga um lengdan frest við ljóta karlinn þar neðra. Undir likkistuloksins hvilft litgeislum björtum stafar, Þorgeirsboli með blóðga há blimskakkar glyrnu á Svavar; við kúnstnaralýðsins klikuráð kainlega Vallýr skrafar, meðan Jónasi þjarmar þögn þeirrar sjálfteknu grafar. Öðrum tekur vart upp að hnjám útvarpsfriðrofinn kargi; aörir sig teygja á a*ðri svið upp úr því leiða þvargi; býsn eru meðan biti og súð bila ekki undir fargi þar sem á Hliðdals hljóðu vé hlaðið var Látabjargi. Iðnó og herleg Háborg vor heilla mig til sín löngum, þar sem baktjaldabrimsins sog brestur á sviösins töngum. Guðlaugs og Vilhjálms glæsivé glymja af óperusöngum meðan þungbúinn Þorsteinn Ö. þraukar lijá Tjarnardröngum. Rís við algróin Austurvöll útmáluð beinahöllin, teygir sínn gráa turn við ský, tið eru breyskra föllin, taklétt er svallsins hverfihurð, heyrast að innan sköllin; mörg er þar kvinnan kókavigð. komin í mix við tröllin. Hátt gnæfir Sís við Sölvhóls rúst; siglingar ekki greiðar; kveða þar Eimskip keppnisbrag Keavættirnar gleiðar, frið er í draumi dalakarls dagsláttan sunnan heiðar, þá lögð er í skára gata og grund frá Granda til Herðubreiðar. Heyrt hef ég lærða taka tón með trillum, sem þröst í garði; utanför, styrk og aðra virkt útbýtingsnefnd ei sparði; eðlilegri mér alltstf finnst öskurrómurinn harði drynjandi þar, sem Dauðafljót dynur úr Ríkisskarði. KONAN OG EILÍFÐIN Brezkur prófessor leiður og ljótur, en lærðari en skrattinn sjálfur, kvennaþrá sinni kunni ekki hóf, og kvöld nokkurt, ær og hálfur upp kerlingu egypzka gróf. FRJÁLS VERZLUN Að Hærings eilífðar hafnarvist hæðist nú djúpið kalda; heyrist ei lengur hrokans raust hrós þeim karlæga gjalda; Holmens fabrikku flím og spé færu þau, Hlér og Alda; Fullsterk þeir sveifla seint á stall, sem ei Amlóða valda. Steypist um rúntinn stelpufljóð, stuttar platspjarir flaka; drossíuljós í langri röð við löngunum holdsins stjaka; hjólfjaðrir skjálfa og hrikta við; hljóðlega sætin braka: viða er búin breyskri öld beður án kodda og laka. 173

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.