Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 6
Gunnar Gunnarsson: Atorkumaður lífs og liðinn Steindór bóndi Kolbeinsson í Múla var kunnur að kappi í orðum og athöfnum, svo að sumum þótti nóg um, ekki sízt hjúum hans og raunar börnum líka. En það var ekki því að heilsa að það eltist af honum, síð- ur en svo. Eirðarleysið ágerðist fremur en hitt eftir því sem aldur færðist yfir hann, og Steindór varð maður gamall; hann varð fjörgamall. Á áttræðisaldri fór hann að eiga örðugt með að sitja kyrr stundinni lengur, gat ómögulega að sér gert að vera á einlægu rölti dag- og náttmála milli og lengur þó, á meðan nokkur líftóra væri eftir í sér, ókulnuð. Oftar en hitt hljóp gamli maðurinn við fót. Honum fannst tilveran Hggja á því lúalagi, að vera gjöful að vísu, en vilja draga allt úr hendi þá verst gegndi, bótalítið. Æskuskeiðið var á enda runnið anda- varalaust, fullorðinsárin fokin út í veður og vind; nú gerði Elli kerling sig líklega til að hrifsa honum taum- ana úr höndum og jafnvel hrinda honum af baki. Múlabóndinn var af forustukyni og hafði alla daga verið meinilla við að víkja úr fararbroddi. Hafði hann því það Iag á, að herða ferðina heldur en hitt eftir því sem aldur færðist yfir hann; hrjóstþolið var enda- Iau^t. Ef til vill gerði hann sér í hugarlund. að írafárið að einhverju Ieyti bætti honum upp þverrandi þrótt. Ef til vill hafði hann von um, að rápið og vafstrið kynni að minna hann á verk, sem annars drægist úr hömlu. Hitt er þó líklegra, að um beinan ásetriing hafi ekki verið að ræða. Atorkumaður á örðugt með að sætta sig við, að í óefni sé komið; en hér var í óefni komið og engin fær leið úr sjálfheldu hrumleikans. Doði athafnaleysisins var á hælum Múlabóndans, — eini óvinurinn, sem hann hafði eignazt um dagana. Annars var hann óttalaus gagnvart því, sem fram und- an beið; það var ekki ýkja oft, að honum yrði hugs- að til dauða og tortímingar; hann hafði öðru að sinna. En hann var ekki lengur fumlaus á framtaksbrautinni; engu h'kara, en að honum þætti mál til komið að leysa landtaugar, en vildi ekki fara ókvaddur, og væri þó raunar ferðbúinn. Dauður í eigin holdi vildi Steindór Kolbeinsson ekki una. Sú var ein ástæðan til, að honum var ekki setgjarnt, jafnvel ekki í heimahúsum; liver veit, hvort hann kæmist á lappirnar aftur! Það var hyggilegra, að hreyfa sig. Þess vegna var hann á einlægu iði, snar- aðist hús úr húsi, út og inn, en stundum snerist hann um sjálfan sig. Þegar háttatíma varð ekki lengur frest- að, fleygði hann sér í fletið, — þetta varð að gerast. Og ekki lá karl lengi í svefnrofunum að morgni; það kom varla fyrir, að hann væri ekki fyrstur á fótum og tekinn að vappa fram og aftur, innanhæjar og utan. Árin, sem hann var í fullu fjöri — þá hafði verið gaman að lifa! Ódrepandi áhugi hafði fengið eðlilega útrás í hagkvæmum athöfnum — ekki hrugðið á hann hælkrók lágkúruleikans og haft hann undir, svo sem nú vildi verða. Liðlega tvítugur hafði Steindór tekið við ættaróðalinu og síðan rekið þar stórbú í hálfa öld, — hvert mannsbarn í landinu kannaðist við Múla og myndarskapinn þar. Þau höfðu framleitt tylft harna í einni lotu, Hallbjörg og hann, og komið fótum undir þau af þeim, sem höfðu fætur að standa á. Það höfðu verið unaðsleg ár. Þá hafði hann mátt vera að því að hvíla sig, þegar hann var hvíldarþurfi. Og hann hafði stundum verið hvíldarjjurfi — og þó ekki um að vill- ast, að orkan var ótæmandi, svo að stundum varð af- gangur, sem hann átti örðugt með að staursetja. Helzta ráðið var að fá sér ríflega í staupinu og það gerði hann ósjaldan. Þannig liðu árin, liðu mörg ár, sem átlu sér eigin- lega hvorki upphaf né endi — gróðrarmagnið var svo óþrjótandi, að þau greru saman. Áhyggjur höfðu þau hjónin engar nema af börnunum. Það vill verða mis- jafn sauður í mörgu fé, en af hörnum þarf ekki tylft- ina til. Son áttu þau, hilaðan á geðsmunum — hann endaði í sjálfbrugðinni snöru. Annar reyndist þeim óþjáll og flúði vestur um haf. Ein af dætrunum tók hoðorðin ekki í réttri röð og varð fullfljót á sér að hlýða skipun skaparans um að uppfylla jörðina, — allt saman eðlilegt og sjálfgefið, en getur orðið að 158 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3544
Tungumál:
Árgangar:
73
Fjöldi tölublaða/hefta:
1232
Skráðar greinar:
Gefið út:
1939-í dag
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (1939-1955)
Frjáls verzlun, útgáfufélag h/f (1959-1966)
Verslunarútgáfan hf (1967-1969)
Frjálst framtak hf (1970-1989)
Fróði hf (1990-1995)
Talnakönnun hf (1996-2000)
Heimur hf. (2001-2015)
Efnisorð:
Lýsing:
Verslun og viðskipti
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)
https://timarit.is/issue/232540

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)

Aðgerðir: