Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 31
menntun lil þjónustu í þágu ríkisins, sem réttargæzlan krafðist, er ekki jafn vel til þess fallin að þjálfa menn, þegar um er að ræða -störf á viðskiptasviði ríkisins. Ef ríkið á á annað borð að fara inn á svið viskipta- lífsins, verður það að hafa verzlunarmenntuðum mönn- um á að skipa og launa þeim í samræmi við einkafyrir- tækin, meðan þau fá að lifa. Hvað siiertir launakjör verður þá strax um ný átök að ræða við starfsmenn rík- isins á réttargæzlusviðinu, sem annars mundu ver á- nægðir með minni en öruggari laun, en einkafyrirtæk- in bjóða. Á hinn bóginn munu ríkisstarfsmenn á sviði viðskiptanna krefjast sama öryggis og önnur störf á vegum ríkisins veita, krafa, sem er ósamrýmanleg verzlunarrekstri, þar sem hægt er að spyrja um árang- ur. Annað vandamál er það, hvort ríkið fær nokkurn tíma — í það minnsta meðan nokkurn veginn frjálst athafnalíf er við lýði — bezla fólkið til starfa að við- skiptum sínum. Munu þeir bezlu ekki heldur vilja reyna gæfuna á eigin spýlur, einmitt vegna þess, að þeir hafa köllun til viðski])tastarfsins? Við komumst í það minnsta að raun um dæmi þess nú, að þegar ríkið fer ekki eftir hinum eldri venjum um ráðningu starfs- fólks og ræður til sín sérmenntaða menn til viðskipta- eftirlits, þá verður ríkið að láta sér nægja fólk, sem ekki hefur farnast vel í frjálsri samkeppni, með þeim afleiðingum, að hinir dugminni hafa eftirlit með hin- um duglegri. Því dýpra, isem menn siikkva sér niður í þessi vanda- mál, því fleiri óleysanlega árekstra munu menn finna. Spurningin er sú, hvort það sé í raun og veru mögu- legt að finna skipulag, sem getur samrýmt innan ramma ríkisvaldsins, réttargæzlu, sem menn bera virð- ingu fyrir, og virkar viðskiptaathafnir, sem ná tilgangi sínum. Við erum persónu'Iega sannfærðir um, að þess- ar tvær starfsgreinar eru ósamrýmanlegar undir einni stjórn, ríkisstjórn. Þær mundu vinna hvor á móti ann- ari, veikja hvor aðra og um leið virðingu og vald ríkisins. Við sjáum þess næg dæmi. Það skipulag, sem hin hálfsósíalistisku lönd Evrópu hafa komið á eftir stríðið, er lítt lífvænlegur kynblend- ingu hins gamla réttarríkis og kommúnistisks áætlunJ arríkis. Með tilliti til réttarríkishugsjónarinnar er ekki hægt að reka ríkisfyrirtækin samkvæmt hagkvæmasta viðskiptasjónarmiði. Þá yrði að fórna réttarríkinu. Og vegna áætlunarstefnunnar, þá tekst ríkinu ekki að vera hinn óhlutdrægi og réttláti vörður réttarins. Sá, sem sjálfur tekur þátt í leiknum, getur ekki einnig verið dómari. Enginn er dómari í sjálfs sín sök. Sh'k kynblendingstilvera hlýtur að valda sífellum óróleika í þjóðfélaginu. Ófriðinum er hægt að halda niðri með lögreglu og refsingum vegna þess, að hags- munir ríkisins krefjast þess. En samband valdsins og réttarins verður þá sifellt veikara og dag nokkurn eigum við á bak réttarríkinu að sjá og búum í lögreglu- ríki. (Lausl. þýtt. FARMAND — Nr. 37 — 15. sept. 1951) Gluggagægir Kátt er um jólin og koma þau senn, kaupa þá í búðunum Reykjavíkurmenn. Hjá Asgeiri’ í Austurstræti unglingaföt og hjá honum Tómasi smjörlíki og kjöt. Hjá Gu&mundi Grímssyni golþorsk má fá. Góður er pappírinn Sigurjóni frá. Thorsteinssons vefnaðar-vara er fín. Að vera’ á Nýja-Bíó er dæmalaust grín. í Liverpool er verzlunin húsmæðrum hent. Heim frá Agli Skallagrímssyni’ ölið er sent. .ÍZa/oss-verksmiðjan vinnur klæði’ úr ull, voðirnar frá henni’ eru hreinasta gull. Fiskur og tólg eru’ á Frakkastíg 7. Farið þið til Úra-ÞórSar, klukkan er 2. Einar karlinn Gunnarsson gefur út rit. Glervörur í Kolasundi tapa ildrei lit. Sölulurninn hefur cigara’ og spil. Cliouillou hinn franski á blýhvítu til. Nýhöfn er þarfavöru þraulreynda stöð. Þór&ur Sveinsson — ekki1 á Kleppi — selur útlend blöð. /es’ Zimsens jólahveiti — étið þið nú og jarðarber af Laugavegi 63. Verið þið sælir. — Nei, eitt eftir er: Hann Eyjólfur rakari, kembir og sker. (Auglýsingabragur þessi birtist í bókinni „Jólasveinar?" er kom út hér í Reykjavík árið 1914. Eru kaupmenn og fyr- irtæki, sem auglýstu í l)ókinni, taldir upp í bragnum.) Svör viS „HvaSan er maSurinn?" 1—f; 2—m; 3—a; 4—n; 5—j; 6—b; 7—1; 8—c; 9—d; 10—h; 11—e; 12—g; 13—i; 14—o; 15—k. • Halldór Pétursson hefur teiknað myndirnar á bls. 159, 165 og 170. ForsíSumyndin er úr bók Hans Malmberg, ISLAND. FRJALS VERZLUN 183

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.