Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 18
Dr. JÓN STEFÁNSSON : Léttfeti leggur land undir fót FeirS) á. IbesftlbsiM fffá §4iP8i4f<o>2sdUQifii°Av©ia ttlll Sádm®tui4Ih. Ilinn kunni frieðimaður dr. Jón Steíánsson scfi;ir hér frá alveg einstæðu ferðalajfi. Suni- arið 1900 fór hann ríðandi á íslenzkum hesti frá Newcastle til Sidmouth í Knglandi. Var hann sjö vikur á hessu ferðalaííi. I greininni lýsir hann síðustu áföngum t'erðarinnar. Mig sárlangaði til að sitja kyrr í Stratford og sjá og heyra Shakespeare leikinn tvisvar á dag og liía sællífi eftir ferðavolkið En ég var skvldugur til að skila Léttfeta, eigenda hans í Sidmouth. Ég lagði ai : stað snemma dags í ljómandi veðri og hafði kvatt þá, sem ég þurfti að kvcðja, kvöldið áður. Fyrsta daginn reið ég rúmar 20 enskar mílur. Léttfeti saknaði félaga síns, en það eins og glaðnaði yfir honum, er hann sá fé á beit, það var Cotswold-fé í stórum hópum. Það fjárkyn hef- ur lengsta og hezta ullar- iagða af öllum sauðum á Englandi. Wold í Cotswold er völlur á ísjenzku, en Cote er stytt úr Sheepcote, sauðakot eða fjárhús. — Vall í sænsku og voll í norsku er grösugur völl- ur með góðri beit. Á mið- öldunum var uli aðalút- flutningsvara Englendinga, og bændur í héraði þessu, Gloucestershire, (frb. Glostershire) voru auðugustu bændur landsins. Svo sáu Englendingar, að meiri hag- ur var að vefa ullina sjálfir og flytja út fatnað. Þykir enskur fatnaður enn í dag taka fram fatnaði ofnum í öðrum löndum. Cotswold er grösugt hálendi og mikið landflæmi, að meðaltali 600 fet yfir sjávarmál. Þar eru hólar og hæðir og kjarrskógur, svo féð gengur þar sjálfala sum- ar og vetur, en getur farið í fjárhús í illviðrum. Smal- ar búa í smákotum, en þeir segja, eins og er, að féð veit bezt sjálft hvað því hentar. Má því heita, að forustusauðirnir stjórni þessu lýðveldi. Segja smalarn- ir, að þeir stjórni því með langlum meiri framsýni, reynslu og viti en öllu Bretlandi er stjórnað frá Lund- úrium. Hitti ég einn þeirra á gestgjafahúsi í Stow (slow er Staður á forn- ensku), og taldi hann mér trú um, að sauða- vitið va:ri ofar öllum skilningi. Spurði hann, hvorl íslenzkir sauðir væru eins vel viti born- ir. Ég sagði, að við yrð- um að hýsa féð að vetr- arlagi. Ef það gengi úti sjálfala, þá mundi það skaga upp í Kotvalla- sauðina. Hann sat við sitt og sagði, að í heit- um löndunt, þar sem fé væri úti á veturna, yrðu menn ekki varir við, að það hefði meira vit en innibyrgt fé. IJann drakk hvern bjórinn á fætur öðrum, er ég veitti hon- um óspart. Ég varð því að játa, að hann hefði opnað á mér augun fyrir Kotvallavitinu. Velmegun Eng- lands var reist á því viti, klykkti hann út. Forustu- sauðirnir hafa vit fyrir mér, þó að ég hafi margra ára reynslu. Svo fórum við að hátta. Tal mitt við smalann olli því, að Léttfeta var gefin nýsleain taða, rétt eins og hann hefði vit á að bíta gras. Morguninn eftir lagði ég til við gestgjafann að kalla gestgjafahúsið Kotvallahús. því að það va:ri ein af stoðunum undir velmegun Englands. Hann jálaði, að smalarnir væru fegnir að fá sér glaðningu hjá FRJÁLS VERZLUN 170

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.