Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 20
í skáldsögum sínum kallar hann Dorchester Caster- bridge til þess að gera nafnið ókennilegt. Ég fór á veitingahús í bænum, sem hændur venja komur sínar til, og spurði gamlan bónda um Hardy. „Ó-já,“ sagði hann, „víst var hann kunnugur vinnu- hrögðum okkar, en — við erum dulir og látum aldrei hera á tilfinningum. Við getum ekki komið orðum að þeim. Við erum eins orðlausir og þagmælskir og umhverfið, sem við búum í. Ekki svo að skilja, að við getum ekki fundið til.“ Ég: „Tilfinningin, sem er innibyrgð og fær ekki útrás, magnast á því.“ Bóndi: „Þakka þér fyrir, að þú kemur orðum að þessu. Enginn nema Hardy hefur getað lýst okkur Dorset-bændunum. Allt, sem aðrir hafa ritað um okkur, er úti í hött.“ Bjór er bruggaður í Dorchester eins og á miðöld- unum og fannst mér meira og betra bragð að honum en nýtízkubjór. Gamli bóndinn var orðinn vel hreifur, annars hefði hann ekki leyst frá skjóðunni. Hann tæmdi hverja bjórkolluna á fætur annarri, og nú fyrst skildi ég snilldina í lýsingum Hardys á seiglu og þagmælsku bændanna, Snemma næsta morgun lagði ég af stað í siðasta áfangann, 20 enskar mílur, til Sidmouth. Leiðin var mestmegnis fram með Ermasundi, sem skilur Eng- land og I'rakkland. Fjöldi skipa sást á siglingu, stefndu flest í vestur inn í sundið, en færri í austur út úr sundinu. — Ströndin er bugðótt og sæbrattir höfðar rísa hátt úr sæ, silt hvoru megin við hverja bugðu. Loksins sá ég tvo höfðana sitt hvoru megin við mynni árinnar Sid (Sid-mouth) blasa við. Klett- arnir í þeim eru úr rauðri og hvítri krít og auðþekkt- ir af litunum. Ég steig af baki fyrir framan Mount Pleasant (Gn- aðsfjall), hús Barmby-fjölskyldunnar í brekku við eystri höfðann. Þær mæðgur, Beatrice Barmby og móð ir hennar, stóðu úti og þólti þeim mæðgum við Létt- feti vera úr helju heimtir. í rúmar 6 vikur höfðum við ratað í margar þrautir á ferðalaginu um endi- langt England, en þær voru aðeins krydd á kynningu ólíkra héraða. Heilsa okkar hafði aldrei á æfinni ver- ið eins góð. Að vera á ferðinni og hafa himininn fyrir þak í hálfan annað mánuð mundi lækna flest manna- mein. Ég veit um sjálfan mig, að aldrei hefur mér liðið eins vel á æfi minni, og ég nýt þeSs enn í dag, þó hálf öld sé síðan, að ég hef styrkt mig á útilofti í 45 daga. Léttfeti var afhentur eiganda sínum í Sidmouth. Reiknaði hann hvað hefði kostað að senda hann með járnbraut frá Newcastle til Sidmouth og borgaði mér vel, enda var Léttfeti betur á sig kominn, en hann MYNDAGETRAUN: Hvev ev maðurinn? í.......................... 2.......................... 3. .......:................ 4.......................... 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Nafn: Heimili: Staður: mundi hafa verið eftir járnbrautarferð. Hann var orðinn vanur járnbrautarskrölti og bílum og hafði ferðast meira en eigandi hans. Þegar ég kvaddi hann og gerði gælur við hann, brá liann vörum sínum léttilega um hönd mér til að sýna hve samrýndur hann væri orðinn mér. 172 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.