Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 3
Aftur á móti var ferðin heim frá Papós tíðinda meiri og eftirminnilegri. Að þrem árum liðnum sagði Helgi Bergsson á Fossi mér söguna um ferðina heim úr kaupstaðnum frá Papós. Hún var þá enn í fersku minni hans og mun hafa verið það til æfiloka, Kvað hann allt hafa gengið vel og slysalaust þar ti! komið var j Öræfin, að Skeiðarársandi. Rigningartíð hafði verið og ár því í miklum vexti. Taldi hann það ekki með fréttum, þó ár hefðu verið miklar og þeir, sem reyndu þær, hefðu slundum lent á sund og verið tví- sýnt um líf þeirra. En þá fyrst hefði gamanið gránað. þegar farið var vestur yfir Skeiðaiársand. Eins og kuniiugt er, eru stórvötn austast og vestast á sandinum. Skeiðará að austan og Núpsyötn að vest- an. Að morgni dags lögðu þeir á sandinn, langan og erfiðan. Skeiðará reyndist mikil. en þó fær fyrir þá og hestana. En þegar þeir voru komnir vfir hana tók að rigna, og hélzt mikil rigning allan daginri. Þegar þeir nálguðust Núpsvötnin að kveldi, urðu þeir að velja vöð á mörgum álum, sem runnu nú fyrir aust- an vötnin og þeir átlu ekki von á. Gaf það til kynna, að sjálf Núpsvötnin mundu vera orðin mikil. Gekk þó allt sæmilega, þar til ekki var orðinn eftir nema einn áll af vötnunum. Þá voru þeir staddir á stórri eyri og búnir að fara yfir mestan hluta vatnanna, að þeir álitu. En þegar þeir reyndu þennan ál, var hann svo djúpur, að lá við sundi, og töldu þeir ekki ger- legt að leggja í hann með lestina. Var nú ráðgast um hvað gera skyldi. Kom þeim þá saman um að snúa aftur austur yfir vötnin, tjalda á sandinum og binda hestana á streng og bíða, unz sjatnaði í vötnunum. En þegar þeir fóru að reyna aftur álinn austan við eyriná, sem þeir voru staddir á, var hann orðinn al- gerlega ófær og sá, sem reyndi hann, lenti á sund í honum. Leiðin til baka austur yfir vötnin var því lokuð. Var því ekki annars úrkosta ,en taka af hest- unum á eyrinni, þar sem þeir voru, og híða þar þang- að til vötnin yrðu fær. Veittu þeir því þá athygli, að eyrin var alltaf að minnka. Nú voru góð ráð dýr. Þeir voru þarna innilokaðir í Núpsvötnunum með björg til ársins handa heimilum sínum, sem mikið var haft fyrir að sækja um langan veg, og ófærl fram og aftur, en sandhletturinn, sem þeir voru staddir á, alltaf að eyðast. Brátt mundi hann hverfa í flaum hinna ólgandi vatna, og um leið allar þær nauðsynjar, sem þeir voru að flytja heim til þurf- andi heimila. Helgi sá, að þeir mundu geta bjargað lífi sínu og hestanna yfir álinn. En sú hugsun var óbærileg, að koma heim alls laus og sjá ekki hilla undir nein úrræði til að bæta tjónið, eða sjá sínum horgið, er týndar voru ársbirgðir heimilanna. Lítil von KARL ÍSFELD: Leiður á andlausum reikningi rentu og arðs ráðningu lífsins fann ég með einbeiting þankans. Við komum stohir og kátir í þennan heim 3íkt og keyptur víxill niður til gjaldkera bankans. En œvinni er sóað í undarlegt, fánýtt brask, ýmist með tapi eða gróða — kœnlega duldum. Og sumir deyja frá allhárri inneign í bók, en aðrir leggjast til hinstu hvíldar frá skuldum. Mönnum án lánstrausts er afhent ávísun stór á innstœðu — sem er fryst — i himinsins ranni og reynist við lokauppgjör álika traust og afsagður víxill með gjaldþrota ábyrgðarmanni. var um, að þeir mundu koma klyfjahestum yfir alinn, og af því gat leitt, ef lagt var með þá í álinn, að allt lapaðist, heslar og klyf. Helgi Bergsson kvaðst hafa beðið forsjónina ásjár og tók nú um leið forustuna í sínar hendur. Þegjandi hljóp hann á bak hesli sinum, tók tauminn á lest sinni og lagði út í álinn, alveg óvitandi um það, hvort hann kæmist með klyfjahestana yfir, eða missti þá alla og allt það, sem á þeim var. Samferðamennirnir fóru að dæmi hans. Þetta tókst vonum framar. Þeim heppnað- ist að koma öllu yfir álinn, að undanteknum einum hesti, sem þeir misstu með klyfjunum og öllu saman. Hann var minnstur af öllum hestunum, og taldi Helgi það ástæðuna lil þess að hann týndist. Helgi kvað hér hafa farið betur en áhorfði«t. Ekki fékkst hann um þann skaða. að missa hestinn með klyfjunum, en var mjög þakklátur forsjóninni fyrir, að hann og samferðamenn hans urðu ekki ver úti. Þó kom hér skarð í vörurnar, sem geyma átti til jólanna. En jólagleðin á þeim dögum var ekki eins háð utanaðkomandi áhrifum eins og nú. Hún var þá alvar- leg og djúp og um leið hátíðleg, full af friði og þakk- læti til forsjónarinnar og trúartrausti og vissu um það, að til væri ósýnilegur leiðtogi, sem alveg væri óhætt að treysta, þegar mikinn vanda bæri að höndtini. FRJÁLS VERZLUN ■ 155

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.