Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 27
Jólasiðir í ýmsum löndum „Sinn er siður í landi hverju,“ segir máltækið, og það má til sanns vegar færa. Jólin eru talin mosta há- tíð ársins hjá okkur íslendingum, og svo mun einnig vera á Norðurlöndum, Þýzkalandi og víðar. Meðal hinna mörgu þjóða, sem halda jólin hátíðleg. eru jólasiðirnir mjög margbreytilegir. Jólatréð er þó það tákn, sem er sameiginlegt með þeim flestum. Jóla- kortin eru einnig talsvert útbreidd, og hefur út- breiðsla þeirra aukizt til muna eftir síðustu stvrjöld. í mörgum löndum bvrjar sjálf jólahátíðin 6. des- ember, sem er hátíðisdagur fyrsta iólasveinsins (Santa Klaus). Hann var heilagur Nikulás og var biskup í Myrna í Litlu-Asíu á fjórðu öld. Tók hann upp þann sið að gefa fátækum gjafir á afmælisdegi sínum. Hjá Svíum hyrjar jólahátíðin á degi heilagrar Luciu, en hann er lö. desember, og stendur vfir til 6. janúar. Sá skemmlilegi siður ríkir þar í landi, að á fyrsta degi hátíðarinnar klæðist elzta dóttir hverrar fjölskyldu í hvítan kyrtil og á höfði sér ber hún krans með log- andi kertum í. Gengur hún um beina á heimilinu og býður öllum gestkomandi kaffi og kökur. Er hún þann dag alltaf kölluð Lucia eða Luciudroltningin. í Rómaborg eru aðaljólahátíðarhöldin 6. janúar og kallast Epiphany, í virðingarskyni við hina fornu Se- míta í Suður-Mesópótamíu. Á Norðurlöndum og í þýzkumælandi löndum eru jólin haldin hátíðleg í marga daga. í Noregi t. d. standa þau yfir frá aðfangadagskvöldi jóla og fram til 6. janúar. Fyrsta jóladag (25. desember) er farið til kirkju og í fjölskylduboð, líkt og á sér stað hér á landi. Skemmtanir byrja svo á annan dag ióla og halda áfram fram á síðasta jóladag, þrettándann, en þá eru sérstök hátíðahöld með flugeldum og blys- um (sbr. gamlárskvöld á Islandi). Mcnn heimsækja hverja aðra, veizlur eru haldnar og glösum lyft. Svíar skreyta jólatré sín með fjölda fána og öðru fögru skrauti. Aðfangadagskvöld er haldið hátíðlegt hjá þeim með miklum veizluhöldum, fjöldi ljúffengra rétta er á borðum og eftir að allir eru mettir, er far- ið í leiki, dansað, jólasöngvar sungnir og gjöfum út- hlutað. Að guðþjónustu lokinni á jóladagsmorgun hefjast skemmtanir á ný og halda áfram næstu daga á eftir. Þjóðverjar halda jólin einnig hátíðleg í marga daga. Á torgum og götum úti víða um landið eru, nokkru áður en sjálf jólahátíðin hefst, seldar hunangskökur, Ieikföng og margs konar glysvarningur. Hvert hérað hefur sinn sérstaka jólarétt, — í Berlín er það vatna- karfi, og þeir, sem geta ekki veitt sér hann, bera á borð síldarsalat. Flest þýzk heimili reyna- að verða sér úti um tré, mat og drykk, svo og einhverjar jóla- gjafir, á jólanóttina eða aðfangadagskvöld. jafnvel þótt við mikla fátækt sé að etja. Jólin í Hollandi svipar á margan hátt til þess sem er í Bandaríkjunum og Bretlandi. Jólatré eru seld á strætum úti eða á bátunum, sem sigla eftir skurðum landsins. Þau eru síðan skreytt á marga vegu og gjöf- um raðað í kring. Guðþjónustur eru haldnar í öllum kirkjum um jólin. Jólamaturinn er ekki af verri endanum, fylltur kalkún eða gæs og sérstök tegund af ávaxtahrauði. Annan dag jóla eru margs konar kræsingar að fá á hótelum og matsöluhúsum. Fjórum vikum áður en jólin hefjasl hengja Vínar- búar upj) jólaföstu-sveiginn, en hann er fléttaður úr grenigreinum. Kerti er sett í sveiginn og kveikt á hvern sunnudag fram að jólum. Á aðfangadagskvöld jóla er grenisveigurinn og kertin tekin niður, og jóla- tré sett upp í staðinn. Á leið sinni til kirkju um mið- nætti ber fólkið víðs vegar um borgir og þorj) Austur- ríkis ljósker í höndum til þess að gera kirkjugöng- una hátíðlegri. Svissneska þjóðin er auðug af alls konar munn- mælasögum, og hún heldur jólin hátiðleg á ýmsa vegu, allt eftir því í hvaða héraði landsins það er. I kaþólskum héruðum vinna börnin dagana fyrir jól við að undirbúa sýningu á fjárhúsinu og jötunni í Betlehem. Hámarki nær svo hátíðin á aðfangadags- kvöld, þegar öll fjölskyldan safnast saman í kringum fagurlega skreytt jólatré og gjafirnar eru afhentar. FRJÁLSVERZLUN 179

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.