Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 32
Ef þaS er nokkuS, sem viS þolum ekki, þá er þaS fólk sem tálar, á rneSan viS grípum fram í fyrir því. © Gamanleikari flutti eilt sinn ræðu í veizlu. Þegar hann settist niður, síóð upp málaflutningsmaður einn. stakk höndum í vasana og mælti: — Finnst mönnum það ekki dálítið óvenjulegt, að maður, sem ter gamanleikari að lífsstarfi, skuli vera skemmtilegur? — Þegar hlátrinum slotaði, kallaði leikarinn u]?]): — Finnst mönnum það ekki dálítið óvenjulegt, að málaflutningsmaður skuli hafa hendurnar í sínum eig- in vösum ? — 9 LífiS er líkt og spegill, — þú fœrS ekki. meira út úr speglinum en þá ásjónu, sem þú sérS í honum. — — MAGAZINF. DIGEST. 9 Georg litli fór með bænir sínar mjög lágri röddu. „Ég heyri ekki til þín, vinur,“ sagði móðir hans. „Ég var ekki að tala við þig!“ sagði Georg ákveðinn. Vinnuveitandinn: „í starf þetta vantar okkur ábyrg- an mann.“ Umsækjandinn: „Ég er vel hæfur í starfið. Allsstað- ar sem ég hef unnið, og eitthvað fór aflögu, sögðu þeir við mig, að ég væri ábyrgur.“ • Lýgin getur fariS kringum jörSina og til haka aft- ur, á meSan sannleikurinn reimar stígvélin. 0 Maðurinn frá manntalsskrifstofunni virti Möggu og sex lítil börn hennar fyrir sér með undrunar- og vand- ræðasvip: „Ég botna ekkert í þessu,“ sagði hann. „Sagðirðu að eiginmaðurinn þinn hafi dáið fvrir sex árum? — „Já,“ svaraði hún með áherzlu. „Hann dó, en ég ekki.“ Ef gerSir þínar eru gagnrýndar, þá hefur þú gert eitthvaS, sem er nokkurs virSi. Peningar segja ekki mikiS nú til dugs, — þeir renna úr liöndum manns án þess aS segja nokkuS. » Kristján heitnum X. Danakonungi var eitt sinn iagnað ákaft af stórum barnahópi í smábæ, þar sem hann kom. Kóngur furðaði sig á öllum þessum börn- um og spyr borgarstjórann, hvaðan þau sén sprott- in. „Yðar hátign,“ segir borgarstjórinn, „við bæjar- búar höfum verið að undirbúa okkur fvrir þennan merkisdag í fjölda ára.“ e VundrœSi meS sumt jólk, þaS segir þaS sem. aSrir uSeins hugsa. • Ungur eiginmaður: „F.g er ánægður yfir því, ástin mín, hvað þú sýnir mikinn áhuga fyrir öllum þessum skýringum, sem ég hef verið að gefa þér um bankaviðskipti og hagfræði!“ Ung og elskuleg eiginkona: ,,Já, elskan. Það er blátt áfram dásamlegt að hugsa sér það, að nokkur maður ge'ti vitað svona mikið um jieninga og þú, án þess þó að eiga krónu.“ © TaláSu vel um óvini þína. gleymdu ekki, aS þú skap- aSir þá. „Frjáðs Verzlun6* Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. FormaSur: Guðjón Einarsson. Ritstj.: Gunnar Magnússon og Njáll Símon- arson. Ritnefnd: Birgir Kjaran, form., Einar Ásmunds- son, Geir Hallgrímsson, Gunnar Magnússon og Njáll Símonarson. Skrifstofa: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjavík. Sími 5293. BORGARPRENT 184 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.