Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.12.1951, Blaðsíða 24
GlugKasýninff lijá Haraidi Árnasyni fyrir .jólin 1918. JólagluKgi i vcrzluuinni Liverpool 1918. Er ekhi eilthvað, sem þér getiS sagt okkur frú störf- um yöar í Hollandi? Eg stundaði nám við garðyrkju- skólann í Ryswyk og lagði m. a. stund á blóma!- og jurtarækt. Síðan vann ég um tíma við jurtarannsókna- stofnun í Hollandi. En skemmtilegasta starfið, sem ég hef haft, var á þeim tíma, þegar ég kenndi í kvenna- garðyrkjuskóla. Það er ekki hægt að hugsa sér ánægju- legra starf en að kenna blómfallegum stúlkum eitt- hvað varðandi blóm — segir Ringelberg og ljómar allur í framan. — Ég var svo við kennslustörf, þangað til ég fór til Islands. Hvar kyrinhS þér yður gluggaskreylingar? — Það er bezt að taka það fram strax, að ég hef aldrei lært neitt varðandi gluggaútstillingar. og fyrsti glugginn, sem ég hef skreytt um ævina er hér í Reykjavík. Yfiur er sem sagt í blód boriS aS úlbúa smekklegar gluggasýningar? — Ekki get ég nú sagt það, en hins- vegar vil ég halda því fram, að sá sem hefur gott auga fyrir litum og kann að velja saman rétta liti geti hæg- lega komið upp smekklegum glugga, svo framarlega sem maður hefur einhverja „ideu.“ Er ekki talsverSur munur á gluggasýningum í Hol- landi og hér í Reykjavík? — Jú, hann er nokkuð mik- ill. Svo virðist sem íslenzkir kaupmenn keppist um að setja sem mest af ólíkum vörum út í gluggana í einu. Fáir hlutir, sem haglega er fyrir komið, hafa mun meira aðdráttarafl en hrúga af allskonar vörum, þar sem kaupandinn þarf að hafa mikið fyrir því að finna ákveðinn hlut. -—■ Annars virðast gluggaskrevt- ingar hér í Reykjavík vera að batna upp á síðkastið, og á hin frjálsa samkeppni milli verzlananna og hið aukna vöruval, áreiðanlega stóran þátt í því. HvaS vilduS þér segja lesendum blaSsins vnrSandi gluggasýningar yfirleitt? — Eins og ég sagði áðan, þá er langt frá því að ég sé nokkur sérfræðingur í glugga- útstillingum. Samt er það nú svo, að ég álít að gott litasamræmi sé mjög veigamikið atriði í allri glugga- skreytingu. Þá má ekki gleyma því, að þýðingarmikið er að hafa einhvern miðpunkt í glugganum, sem vekur athygli vegfarenda við fyrstu sýn. Annars finnst mér sýningargluggar verzlana í Reykjavík ekki vera sér- lega vel fallnir til skreytinga, og ýms vankvæði eru á því að árangur geli orðið sem beztur. Að lokum vildi ég geta þess, að lýsingin er mjög þýðingarmikil í sambandi við allar gluggasýningar, og má nota hana til þess að draga athygli manna að vissum hluta glugg- ans, ef þess er óskað. Við kvöddum nú Ringelberg og þökkuðum honum samtalið. / ../ / ósM.síip l©s@imdltiEínm sIiraimBim airs Of| 176 FRJÁLS VERZI.UN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)
https://timarit.is/issue/232540

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11.-12. tölublað - Megintexti (01.12.1951)

Aðgerðir: