Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 3
búðartröppunum fyrir allra augum. Sá ég suma spæna þar kjúku úpp úr öskjum og naga harða þorskhausa. Þegar bændur höfðu lagt inn vörur sínar hjá kaupmönnunum, tóku þeir út herta hausa, harð- fisk, kornmat og aðrar nauðsynjar, bundu bagga og létu á klakk, og sjaldan munu þeir hafa látið vanta á kútinn, sem var settur ofan á milli við klifberabogann á íremsta klárnum í lestinni. Var svo lagt af stað upp úr bænum, og fanst okkur krökkunum hálftómlegt, þegar lestirnar voru þorskhausa. Arni Thorstemson tónsknld. ungur, er veldur því, að ég fleygi aldrei neinu, sem nokkurs er nýtt, og oft hefur þetta komið sér vel um dagana. Oft var líflegt við verzlanirnar, þegar lesta- mennirnir komu í bæinn með fjölda hesta í trossu, þetta kanske 10—20 hross í hverri lest. Slógu utanbæjarmennirnir þá upp tjöldum á Austurvelli og sum- ir á Thomsenstorgi, en svo kallaðist þá þar, sem nú er Lækjartorg, og dró nafn af Thom- sensverzlun. Hlökkuðum við börn- in jafnan mikið til komu lesta- manna, enda settu þeir svip á bæinn, meðan þeir stóðu við. Það var sérkennileg sjón, þegar þess- ar löngu lestir komu niður í bæ- inn; voru þarna á ferð bændur og búalið að reiða afurðir sínar til verzlananna. Oftast höfðu lestamennirnir með sér skrínukost og mötuðust í tjöldum sínum, en borið gat við, að þeir snæddu á Lœkurinn Verzlanir í bænum á uppvaxtarárum mínum Frá árunum milli 1880 og '90 væri margs fleira að minnast, ef allt væri tínt til, en þess er enginn kostur hér- Ég vil þó til viðbótar geta nokkurra ein- staklinga og stofnana, sem mér eru ríkastar í huga, og þá fyrst helztu verzlana bæjarins á upp- vaxtarárum mínum. Flestar þeirra voru við Hafnarstræti, Aðalstræti og neðst við Vesturgötu, og eru mér sérstaklega minnisstæðar þær, sem nú skulu taldar: Thomsens-verzlun, sem var ein af stærstu verzl- ununum, var þar sem Hótel Hekía var. Þar var kaupmaður Ágúst Thomsen, en eftir hann tók við verzluninni sonur hans, Ditlev Thomsen konsúll, er stofnaði hið kunna Thomsens-magasín. — Onn- ur allstór verzlun var Siemsensbúð, og var hún rétt niður við sjó, þar sem Lækurinn rann fram í fjöruna, og má heita, að hann rynni um verzlun- arlóðina. Þar var fyrst kaupmaður Carl Franz Siemsen, afi Franz Siemsens sýslumanns uldamót og brúin neðan við hún Smitlis konsúds. FR.TÁLS VERZLUN 147

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.