Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 16
stofunni logaði glatt á fáguðum koparlampa, og sex logandi tólgarkerti voru sitt á hverjum rúm- mara. Eitt var fyrir hvert barnanna, og það sjötta átti Lauga gamla, sem sat uppi í rúmi sínu með spenntar greipar. Það gljáði á hreinsópað moldar- gólfið, og í skini ljósanna mótaði fyrir hverjum kvisti og hverri örðu í hinum breiðu rekaviðar- flettingum súðarinnar. Yfir í húsinu sat húsfreyja fyrir opnum dyrum og hjá henni Þóra litla, sem var yngst af börnun- um. Beint á móti þeim sat yngsti drengurinn, Gísli. Eldri systkinin sátu í frambaðstofunni, Sigrún hjá Vilborgu, og Sigurður og Bjarni hjá Einari, vinnumanninum. Einar var maður miðaldra, lág- ur í sæti, en hnellinn, rauðbirkinn, síðskeggjaður og úfinhærður. Fyrir ofan hann í rúminu var lítið trog, sem í voru nokkur allstór stykki af hangikjöti — og biturlegur hnífur. Yfir svip hans og Vilborg- ar var syfjuleg ró, en friðsældarleg gleði ljómaði úr augum bamanna og gömlu konunnar. Hús- freyja sat með hendur í kjöltu, og það var eins og hún tæki ekki eftir umhverfinu, var einhver stirðnun í svipnum. Gamli maðurinn sat á rúminu, sem næst var lýsislampanum, og hafði í höndum þykka bók. Hann bar hana upp að ljósinu og blaðaði í henni, hélt henni langt frá sér. Hann var skjálfhentur, og annað veifið gaut hann hornauga til húsfreyjunnar. Nú virtist hann hafa fundið í bókinni þann stað, sem hann leitaði að. Hann lét hana síga á kné sér, leit af einum á annan í baðstofunni, fyrst og seinast á húsfreyjuna, og síðan hóf hann upp bókina, hélt henni báðum höndum, mælti lítið eitt hriktandi rómi: ,,Þá byrja ég lesturinn í Jesú nafni." 1 sömu svipan heyrðist rödd Þóru litlu: „Hvar er Jesúbarnið, mamma? Fáum við ekki að sjá það?" Gamli maðurinn ræskti sig og leit yfir í húsið. Svo heyrðist þá veikur og titrandi rómur Laugu gömlu: „Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröldu ljósið skein, það er nú heimsins þrautamein að þekkja hann ei sem bæri. . •." Húsbóndinn leit við henni, grettur og hvasseyg- ur. Hann ræskti sig á ný og sagði síðan harkalega: „Hvað er þetta, Lauga gamla? Ætlarðu að trufla sjálfan jólalesturinn í meistara Jóni með þessu e-he, — héma murri?" Gamla konan reri ofurlítið í rúmi sínu, sem var fyrir gafli baðstofunnar. Skugginn hennar flökti um dökkan stafninn. Hún þagði, en bros lék um þunnar og bláar varirnar. Það var eins og hún vissi ekki af því, sem fram fór. Svo fór þá gamli maðurinn að lesa, las með hátíðlegum seimi: „I þann tíma. Og það bar til á þeim dögum, að það boð gekk út frá keisaranum Ágústó, að heim- urinn allur skyldi skattskrifast. (Þessi skattskrift hófst fyrst upp þá Cyreníus var landstjórnari í Cyría). Og þeir fóru allir að láta skattskrifa sig, hver til sinnar borgar. Þá fór Jóseph af Galilæa úr borginni Nazareth upp f Judeam til Davíðs borg- ar Bethlehem, af því, að hann var af húsi og kyni Davíðs, so að hann léti skattskrifa sig þar með Maríu sinni festar-konu óléttri. En það skeði so, þá er þau voru þar, að þeir dagar fullnuðust, að hún skyldi fæða, og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði hann í reifum, og lagði hann niður í jötuna, því að hún fékk ekkert annað rúm í gesta- herberginu. . . ." Gamli maðurinn leit upp úr postillunni og brá vísifingri vinstri handar upp að auganu. Svo sagði hann argur: „Það er eins og hafi farið kusk í augað á mér, nema það sé elliglýja-" Hann hóstaði lágt, og svo barst þá um bað- stofuna raulhljóð Laugu gömlu, sem reri eftir hljóð- fallinu: „Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði guð og mann, í lágan stall var lagður hann, þó lausnari heimsins væri; með vísnasöng ég vögguna þína hræri." Húsbóndinn starði á gömlu konuna, augun upp- sperrt, bar undarlega mikið á hvítunni. Hann skók postilluna tveim höndum, opnaði munninn, en sagði ekki neitt, því að athygli hans dróst að hús- freyjunni. Hún hafði staðið á fætur, varpað yfir sig ullarhyrnu og bundið klút um höfuð sér, og nú gekk hún fram úr húsinu, stóð síðan við hurð- ina fram í göngin, alvarleg og festuleg, leit á Einar, vinnumann, og mælti lágum, en styrkum rómi: „Kom þú með mér, Einar minn. Það er bezt þú farir í buruna þína og setjir upp hettuna. Hann er víst svalur úti núna." Einar stóð upp, tók buruna af rúmmaranum og fór í hana, gróf hettuna undan höfðalaginu, setti hana upp og batt hana undir kverk. 1G0 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.