Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 11
helmingur allrct Norðmanna, sem flyttust til Bras- ilíu, sneru fljótlega aftur heim, þar sem þeir þyldu ekki loftslagið. Hvað bar nú aðallega fyrir augu í Rio de Jan- eiro? Borgin er talin með þeim glæsilegustu í heimi og er innsiglingin nafntoguð fyrir náttúrufegurð. Rio er skemmtileg borg, en hún morar af and- stæðum, glaðværð og sorg, auðæfum og fátækt, glæsilegum byggingum og hrörlegum hreysum, fögrum breiðstrætum og þröngum krákustigum. Kvenfólkið er glæsilegt tilsýndar með hrafntinnu- svart hár og fagurbrúnan hörundslit. Annars er fólk flest mjög elskulegt og kurteist í allri fram- komu. Hvað er að segja um verzlun og verðlag? Verzlanir eru margar hverjar glæsilegar og mikið er af vörum á boðstólum. En mér fannst verðlag vera nokkuð hátt, sérstaklega á öllum innfluttum vörum. T. d. kostar saltfiskur um 50 cruzeiros hvert kíló eða 25 krónur íslenzkar. Heim- ilistæki sá ég víða í verzlunum en þau voru inn- flutt og þessvegna mjög dýr. Enda þótt bílar séu í háu verði hér heima á fs- landi, þá er það þó hverf- andi borið saman við hina hinminháu ,,prísa" í Brasilíu. Þar kosta góðir amerískir bílar hvorki meira né minna en frá 300—500 þúsund krónur, og fá þó færri en vilja. Annars má segja, að hægt sé að kaupa allt millt himins og jarðar í Brasilíu og jafnvel enn meira. Þeg- ar kaþólskir halda sínar miklu hátíðir til lofs og dýrð- ar hinum helgu, þá geta bersyndugir keypt synda- kvittun allt að 7 ár aftur í tímann eða þá fram í tímann, og gildir hún þá sem nokkurskonar syndatrygging. Já, flest má nú fá fyrir peninga! Er ekki gengisskráning margbreytileg í Bras- ilíu? Jú, það munu vera fimm skráð gengi í landinu. Almennt gengi er 52 cruzeiros á móti £1, en svo er aftur á móti hærra gengi á ferðamannagjald- eyri eða 200 cruzeiros í hverju sterlingspundi. Þá er sérstakt gengi á innfluttum og útfluttum vörum. T. d. er gengi á íslenzkum fiski frá 184—190 cruz. miðað við £1, og er það kallað íslenzkt pund. Gengi á útflutningsvörum er þetta frá 145—152 cruz. Svonefnt bílagengi er langsamlegt hæzt, eða frá 295—325 cruz. miðað við dollara. Gengið er annars nokkuð breytilegt, og má sjá það daglega skráð í dagblöðunum. Eitt af því fyrsta, sem bras- ilískir kaupsýslumenn athuga á morgnana, þegar þeir lesa blöðin sín með morgunkaffinu, er því auðvitað gengisskráningin. Gerðirðu nokkur innkaup í ferðinni? Nei, ekki gerði ég það. Aðal tilgangur ferðar minnar var að reyna að finna vörur, er hæfðu okkar markaði að verði og gæðum og við ekki getum fengið frá ,,clearing''-löndunum. Ég heim- sótti fjöldann allan af fyrirtækjum og athugaði vörur og vöruverð. Naut ég þar góðrar aðstoðar um- boðsmanna S. f. F. í Sao Paulo og Rio. Verðlag á hinum brasilísku vörum reyndist yfirleitt óhag- stætt fyrir okkur, en þó eru í athugun verðtilboð á nokkrum vörutegundum, sem ég skoðaði í ferð- inni. Og svo hefur þú auðvitað hraðað ferðinni heim í hina óviðjafnanlegu sunnlenzku rigningu? Heimferðin gekk í alla staði vel. Ég flaug frá Rio sem leið ligur um Caracas, Panama City, Guate- mala, Texas, Los Angeles, Chicago, New York, Gæsaflóa á Labrador og svo á leiðarenda til Reykjavíkur. Löng ferð en þó fljótfarin með þess- um hraðfleygu loftfákum. Kom ég heim í ágúst- byrjun og hafði þá ferðin tekið um fimm vikur. — ns. FBJÁLS VERZLUN 155

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.