Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 34
en á þessum ámm festi hann ráð sitt. Hann giftist myndarkonu, Sigríði, dóttur Símonar Hansen kaupmanns í Reykjavík, en hann var einn hinna svokölluðu Bátsandabræðra, sem voru fjórir og bjuggu allir í Reykjavík. Þetta voru allt börn Henriks Hansen kaupmanns á Bátsöndum á Miðnesi, sem varð að yfirgefa kaupstað sinn, þegar hann lagðist í auðn af sjáv- arflóðinu mikla árið 1800. — Ef að líkum lætur hefur Hannes unnið þessi ár við verzlun tengdaföður síns, Símonar Hansen, því að árið 1843 eignaðist iiann húseignir hans, og tók við verzlun hans. — Það voru hin svokölluðu Rand- ersku hús, sem stóðu við Hafnarstræti 4 og Veltusund, en þeim fylgdi ióð að Austurstræti, þar sem nú stendur húsið' nr. 3 við það stræti. Tengdafaðir hans, Símon gamli Hansen, hafði eignazt þau árið 1813 eftir Pál Breckmann, sem var einn fyrsti „borgari“ í Reykjavík, eftir að bærinn fékk bæjarréttindi, og verzlunareinokun var aflétt 1787. — í þessum húsum bjó svo Hannes St. Johnsen til dauðadags og rak þar verzlun, „litla en mjög farsæla",1) þangað til haustið 1873, að hann af- henti hana yngsta syni sínum, Símoni H. John- sen, „sem var menntaður maður, lipurmenni í umgengni og vel látinn af alþýðú manna“. — Símon var sænsk-norskur Vicekonsúll, en hans naut ekki lengi við, og andaðist hann á bezta aldri ári’ð 1884, eða árið áður en faðir hans dó. — Hann dó úr taugaveiki, ásamt 2 bömum sín- um, í faraldri, sem þá gekk yfir bæinn. Þá tók við eigninni bróðir hans, Steingrímur Johnsen, síðar söngkennari Menntaskólans, og verzlaði þar nokkur ár, en seldi svo Gunnari kaupmanni Þorbjarnarsyni, sem byggði stórhýsi á horni Hafnarstrætis og Veltusunds. Verzlaði Jón Hjartarson lengi í hinni gömlu búð Hannesar St. Johnsen. — Gunnar seldi svo Sigþóri Jónssyni úrsmið húsin og verzlar hann þar enn. 1) Sbr. Kl. J.: Saga Rvíkur. BLÓM & ÁVEXTIR 25 ára Blómaverzlunin Blóm og óvextir átti 25 árc starfsaímæli hinn 15. nóv. s. 1., en hún var stofnuð þann dag árið 1930. Stofnendur verzlunarinnai voru frú Ólafía Einarsdóttir í Hofi og frú Asta Jóns- dóttir, sendiráðherrafrú í Osló, en tildrög til stofn- unarinnar munu hafa verið þau, að um það leyti var byrjað á því að rækta blóm hérlendis í þai til gerðum gróðurhúsum. Fram að þessum tíma höfðu starfað hér nokkrar blómasölur, sem seldu innflutt blóm og afskorin pottablóm. Blóm & Avextir er fyrsta eiginlega blómaverzl- unin, sem byrjar á því að selja innlenda blóma- framleiðslu og hefur sú sala aukist jafnt og þétt með hverju ári, sem líður. Auk blóma og blómaskreytinga hefur verzlunin á boðstólum allskonar vörur úr postulíni og kera- mik. Núverandi eigandi verzlunarinnar er Hend- rik Berndsen og hefur hann rekið hana frá árinu 1942. 1 tilefni af 25 ára afmælinu hefur verið gerð gagngerð breyting á verzluninni og hún færð í nýtízku horf. Er verzlunin öll hin smekklegasta. Eigaiidi jyrirtœkisins, Hendrik Bcrndsen, í verzlun sinni. „Frjáls verzlun" óskar eigandanum til hamingju með þessi tímamót og vonar að verzlunin megi blómgast og bera góðan ávöxt í framtíðinni. 178 FUJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.