Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 20
Halldór Halldórsson dósent:
Um nýyrði
og nýyrðasöfnun
i.
Nýjunar ílæða nú yfir Island og hafa raunar
gert það um alllangt skeið. Þessi staðreynd er
vafalaust flestum ljós, en hins vegar er ekki eins
víst, að allir geri sér grein fyrir því, að samfara
þessari þróun fara mörg erfið og flókin málleg
vandamál. Þó ætti það að liggja í augum uppi,
að nefna þarf nýja hluti og ný hugtök einhverjum
nöfnum. Vitanlega hafa hinar öru menningar-
breytingar gengið yfir fleiri lönd en ísland, og
hafa þessar þjóðir því þurft að bregðast við þeim
á einhvem hátt. En mjög er því ólíkt háttað, hvem
veg ýmsar þjóðir hafa snúizt við þeim mállegu
vandamálum, sem þróun menningarinnar hefir
skapað. Eg get sem dæmi getið þess, að Þjóðverj-
ar hafa farið svipaða leið og við, þ. e. gert nýyrði
af stofnum eigin tungu. Hins vegar hafa nágrann-
ar okkar Englendingar farið aðra leið. Þeir hafa
annað tveggja tekið orð úr öðmm tungum eða
gert orð af latneskum eða grískum stofnum. Senni-
lega stafar þessi ólíka afstaða ekki af því, að við
hugsum líkara Þjóðverjum en Englendingum,
heldur af hinu, að íslenzkan er eðlisskyldari þýzku
en ensku, af því að þýzka og íslenzka hafa varð-
veitt beygingar, en enskan hefir losað sig að
miklu leyti við þann munað. Þá staðreynd, að
íslenzka er beygingamál, getum við ekki snið-
gengið, nema við viljum stefna að því að má
brott beygingakerfi tungunnar. Ekki hafa heyrzt
raddir um það, að slíkt væri æskilegt.
II.
Ný orð hafa verið mynduð á Islandi frá land-
námstíð. Það leikur til dæmis enginn vafi á því,
að elzta stórskáld Islands — Nóbelsskáld á nú-
tímavísu — Egill Skallagrímsson, hefir gert mörg
ný orð. Því miður er erfitt að rannsaka slíkt, en
af ýmsu má þó ráða, að þessu er þannig farið. Ég
vil til gamans geta þess, að stundum segir Egill
raunverulega frá því, að orð, sem hann notar,
séu nýyrði. Hann gerir þetta á þann hátt, að hann
skýrir, hvað orð, sem hann notar, merki. I 8.
vísu Höfuðlausnar segir hann:
Beit bengrefill,
þat vas blóðrefill.
Egill veit, að allir skilja (á hans tíma) orðið
blóðrefill, en hann treystir ekki þeim, sem
kvæði hans heyra, til þess að skilja orðið ben-
grefill. Þess vegna skýrir hann það með hinu
alkunna orði blóðrefill. Ég tel alveg öruggt,
að Egill hafi gert orðið bengrefill. Það er, sem
sé, nýyrði á þeim tíma. A fleiri dæmi þessu lík
mætti benda, en hér er ekki ætlunin að fara frekara
út í þá sálma. Hins vegar er rétt að hafa í huga,
að dróttkvæðin voru ort undir dýrum háttum, og
ætla má, að þeir hafi knúið skáldin til myndunar
nýrra orða. Rímumar tóku að miklu leyti við
menningarhlutverki dróttkvæða og erfðu formfestu
þeirra. Rímnaskáldunum var því sami vandi á
höndum og dróttkvæðaskáldunum um myndun
nýrra orða. Ég liygg, að eitthvert mesta framlag
rímnaskáldanna til íslenzkrar menningar hafi verið
það, að þau héldu við list orðmyndunar á Is-
landi.
III.
Þótt ný orð hafi verið mynduð á Islandi
á öllum öldum, hefzt nýyrðastefnan, sem er
ein grein málhreinsunarstefnu, ekki fyrr en á 18.
öld. Hennar gætir fyrst að marki 1 ritum Lærdóms-
164
FR.TÁLS VERZLUN