Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 37
► f 1 CARL FINSEN FOR- STJÓRI lézt 8. nóvember s.l. eítir fremur stutta legu. Hann varð rösklega 76 ára gamall, en Carl var fæddur í Reykjavík 10. júlí 1879. Foreldrar hans voru hjónin Ole Peter Finsen póstmeistari og María Kristín Þórðardótt- ir kona hans. Carl Finsen gekk í Lærða skólann í Reykjavík og lauk þar 4- bekkjar prófi. Snemma beindist hugur hans að viðskiptum og ungur að árum réðist hann til Thomsensv'erzlunar. Síðar vann Carl hjá Brydesverzlun, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Þegar Samábyrgð íslands á fiskiskip- um var stofnuð árið 1909, réðist hann til starfa hjá því fyrirtæki. Ári síðar stofnaði Carl Trolle vátryggingaskrifstofu í Reykjavík og gerðist Carl Finsen þá jafnframt starfsmaður hans. Á árunum 1917—1918 var hlutafélagið Trolle & Rothe stofn- að, og var Carl þá gerður að forstjóra þess. Því starfi gegndi hann til hins síðasta. Var hann eíg- andi fyrirtækisins s.l. 28 ár. Þá var Carl jafnframt forstjóri Samábyrgðarinnar um tíma og gegndi þar störfum tryggingaráðunauts allt til dauðadags. Hann var einn af stofnendum Vátryggingafélags- ins h.f. og stjómarformaður þess fyrirtækis. Carl Finsen hefur án efa átt að baki einn hinn lengsta starfsferil í þágu íslenzkra tryggingamála. Hann var ráðvandur og heill í sínu starfi og sannreyndur sómi sinnar stéttar. Carl Finsen var fremur hæglátur maður og lét ekki mikið á sér bera á opinberum vettvangi. Þeir, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum, geyma minn- ingu um vingjarnlegan og hugprúðan mann, sem öllum vildi gott gera. Hann var ríkulega gæddur samvizkusemi og háttprýði og ástundaði starf sitt ætíð með kostgæfni. Carl var glaðlyndur og skemmtilega ræðinn, enda var ávallt ánægjulegt að hitta hann að máli og njóta viðkynningar hans. Minningin um Carl Finsen mun seint gleymast, því hann reisti sér ævarandi minnisvarða með brautryðj andastarfi sínu í þágu íslenzkrar trygg- Hálfrar aldar afmœli Verzlunarskólans Verzlunarskóli íslands minntist hálfrar aldar afmælis síns með veglegum hátíðarhöldum 15. október s.l. Skóla- setning fór fram kl. 10 árdegis þann dag í Þjóðleikhús- inu og fluttu þar m. a. ávörp forystumenn hinna ýmsu samtaka kaupsýslu- og verzlunarmanna. FRJÁLS VERZLUN birtir hér ávarp það, sem formaður V. R.. Guðjón Einarsson, flutti við skólasetninguna. 1 apríl síðastliðnum minntist verzlunarstéttin þess, að 100 ár voru liðin frá því, að verzlunin var gefin írjáls á Islandi. I dag minnumst við þess, að Verzlunarskóli ís- lands hefur starfað í 50 ár- Eftir að verzlunin var gefin frjáls, opnuðust augu manna fyrir því, að „menntun er máttur''. Islenzkir verzlunarmenn þurftu að leita sér menntunar ut- an landsteinanna. Þetta var almenningi ekki kleift. Þess vegna réðust Kaupmannafélagið og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur í að stofna verzlunarskóla á Islandi. Sögu skólans þarf ég ekki að rekja hér, en ýmsir örðugleikar steðjuðu að í fyrstu, en með sameiginlegu átaki stéttarinn- ar býr skólinn nú við sæmileg húsakynni og lætur í té góða fræðslu til nemenda sinna. Markmiðið er varanleg skólabygging og enn aukin menntun. Verzlunarskóli Islands hefur verið og er einn af máttarstólpum hinnar íslenzku verzlunarstéttar, ís- lenzku þjóðarinnar. Innan V. R. hafa verið átök undanfarin ár, og þarf ég ekki að skýra þau frekar, en sættir tókust, sem betur fer, á s. 1. vori, þar sem aðilar gátu fall- izt á að láta skólann fá stóran hluta af eignum félagsins, til þess að bæta aðbúð nemendanna og auka gengi skólans. Þetta sýnir hug verzlunar- stéttarinnar til skólans, og þarf ég ekki að hafa fleiri orð um það. Við þetta tækifæri flyt ég skól- anum heilla- og árnaðaróskir frá V. R. Það er ósk okkar, að skólinn megi f framtíðinni, sem hingað til, brautskrá vel menntað og dugandi fólk, sem verður sómi stéttarinnar og nýtir þjóðfélags- þegnar. Heill Verzlunarskóla Islands. ingarstarfsemi. Eftirlifandi konu hans, frú Guð- rúnu, og öðrum ástvinum er hér með vottuð inni- legasta samúð. i FBJÁLS VKRZLUN 181

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.