Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 4
Alycng sjón ú götum Rcykjavíkur upp úr aldamótunum voru lystikcrrur, cr liestum var beitt jyrir. llér sjást nckkrar slílcar t Austurstrœti. — Sunnan við Hafnarstrætið, þar sem síðar hét Nýhöfn, var Smithsverzlun, og þar verzlaði Smith konsúll, sem þetta var haft eftir: ,,Ætlar tú at kaupa tað?" — Knudtzons-verzlun var þar, sem nú er verzlunin Edinborg, og var hún lengi ein af stærstu verzlunum bæjarins. — Litlu norðar sömu megin við Hafnarstræti var lítil verzlun, sem Þor- finnur Jónatansson rak, en á eftir honum verzlaði þar Þorlákur Ó. Johnson, systursonur Jóns Sig- urðssonar forseta. — Þar næst kom verzlun Hann- esar Johnsens, afa míns, sem áður getur. — Norðan megin við götuna, þar sem nú er O. Johnson & Kaaber, var Brydesverzlun. — Við Aðalstræti beint á móti Hafnarstræti var Fischerverzlun, þar sem Ingólfs Apótek hefur lengst af verið til húsa. Var þetta stór verzlun og hafði m. a. útibú i Keflavík. — Neðst við Vestur- götuna, upp af Grófinni, var verzlun Nfagnúsar í Bráðræði. Magnús í Bráðræði var afi Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra og Jóns Hjaltalíns lækn- is, en Magnús í Bráðræði og Hannes Johnsen voru systkinasynir. ■— Litlu vestar var svo verzlun Geirs Zoega, en á milli hennar og Fischersunds stóð Glasgow, sem var um langt skeið stærsta hús bæjarins, en þar voru ýmsar smáverzlanir tíma og tíma og ýmis önnur starfsemi. M. a. fóru þar fram sjónleikasýningar á tímabili. — Á horni Austurstrætis og Veltusunds, þar sem nú er verzl- un Ásgeirs Gunnlaugssonar, var verzlunin Veltan, sem sundið dregur nafn af, og var þar Ólafur Rósinkranz lengi innanbúðar, mesta lipurmenni, kátur og fjör- ugur. — Síðan kom verzlun Sturlubræðra, Friðriks og Sturlu Jónssona, í Aðalstræti. Flestar eru þessar verzlanir nú liðnar undir lok fyrir löngu og nöfn þeirra næstum gleymd. Þótti mér hlýða að minnast þeirra laus- lega, til þess að sýna, hvar við- skiptalíf bæjarins fór einkum fram á umræddu tímabili, enda margt sporið stigið í þessar verzlanir. Kynni mín af gömlum kaup- mönnvun Ég kynntist nokkuð ýmsum af gömlu kaupmönnunum, meðal annars í sambandi við verzlun Hannesar Johnsens, og minnist ég þó sérstaklega tveggja ná- granna hans, þeirra Þorfinns Jónatanssonar og Þor- láks Ö. Johnsons, er síðar tók við verzlun Þorfinns. Hannes Johnsen og Þorfinnur gamli voru miklir mátar og höfðu töluvert saman að sælda. Oft söðluðu þeir hesta sína síðla á sunnudögum og riðu upp að Ártúni, og var ég löngum meðreiðar- sveinn þeirra þangað. Þá var rekin veitingasala að Ártúni, en veitingamaðurinn var Eiríkur gamli á Brúnum. Oft fengu þeir sér toddy-glas að Ár- túni, gömlu mennirnir, og ræddu við Eirík og urðu þar oft skemmtilegar og fjörugar samræður. Við börnin heima áttum að sjálfsögðu ekki mik- il samskipti við eldra fólk, jafnvel þótt það væri nákomið vinafólk foreldra okkar eða frændfólk, en þau sérréttindi höfðum við þó gagnvart Þorfinni Jónatanssyni, að fyrsta mánudag í lönguföstu (bolludaginn) máttum við fara heim til hans og flengja hann með hinum skrautlegu bolluvöndum. Venjulega hafði Þorfinnur þá bollu við höndina til þess að stinga að okkur, en auk þess greiddi hann okkur flenginguna í fríðu, það er að segja gaf okkur 25 aura, — og ýmislegt mátti nú fá fyrir slíka fjármuni þá. Þorlákur Ó. Johnson, eftirmaður Þorfinns í verzl- uninni, var athyglisverður maður um margt og þá kanske ekki sízt sem verzlunarmaður. Hann varð fyrstur kaupmanna hér til þess að taka upp þann sið að auglýsa vörur sínar í blöðum, t. d.: ,,Brjóstsykurinn ljúfi", ,,eldspýtumar þægilegu" (það voru vaxeldspýtur, sem strjúka mátti við 148 FR.TATiS VERZIiTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.