Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 9
I Brasilíu kaupa bersyndugir syndakvittanir fram í fímann Spjallað við Sveinbjörn Árnason um Brasilíuíerð íslenzkir kaupsýslumenn gerast oft á tíðum víð- reistir í leit að nýjum viðskiptasamböndum. Eru vegarlengdir ekki alltaf settar fyrir sig, þegar kanna verður möguleika á væntanlegum við- skiptum, enda má segja, að þeir séu orðnir fáir staðirnir á þessum hnetti, sem ekki hafa verið heimsóttir af íslenzkum verzlunar- og kaupsýslu- mönnum. FRJÁLS VERZLUN hafði fregnir af því, að Svein- björn Árnason verzlunarstjóri í Haraldarbúð hefði í sumar brugðið sér alla leið suður fil Brasilíu í þeim erindagerðum að athuga möguleika á aukn- um innflutningi til Islands frá þessu fjarlæga landi, þar sem sól ku oftast vera ,,í fullu suðri". Eins og flestir þeirra, er eitthvað koma nærri verzlun hér á landi, vita, þá eru ekki margir, sem hafa meiri vöruþekkingu til að bera hérlendis en Svein- björn, enda má segja, að hann hafi stundað verzl- unarstörf allt frá blautu barnsbeini. Þarf því enginn að vera hissa á því þótt Svein- björn Árnason hafi orðið fyrir valinu, þegar senda skyldi mann til Brasilíu til að kanna vöruframboð þar í landi. Sveinbjörn varð góðfúslega við beiðni FRJÁLSR- AR VERZLUNAR, þegar farið var fram á við hann, að hann skýrði lesendum blaðsins eitthvað frá ferðalaginu. Hver voru tildrögin að þinni löngu ferð? Brasilíumenn hafa á undanfömum árum keypt all mikið af saltfiski af okkur, en í staðinn höfum við flutt inn kaffi, sykur og fóðurbæti. Viðskiptum okkar við Brasilíu er þó þannig háttað, að við höfum safnað innstæðum þar í landi. Þessvegna hefur verið ríkjandi áhugi fyrir því að reyna að kaupa meira af vörum frá Brasilíu en hingað til. Sölusamband íslenzkra fískframleiðenda ákvað að senda mann þangað suður, og var það eigin- lega fyrir hvatningarorð Kristjáns Einarssonar framkvæmdastjóra, að ég tókst þessa ferð á hendur. Þú hefur náttúrlega flogið suður eins og Dungal? Já, ég lagði upp með Sólfaxa 22. júní og var Kaupmannahöfn fyrsti áningarstaður. Síðan hélt ég sem leið liggur um Amsterdam, London, Ziirich, Genéve, Lissabon, Dakar í Afríku, Recife, Rio de Janeiro allt til Sao Paulo. Ferðin frá London til Sao Paulo tók um 45 tíma, og flaug ég með sömu flugvélinni frá Zurich á leiðarenda. Var ferðalagið nokkuð þreytandi, enda þótt höfð væri um 45 mínútna viðstaða á viðkomustöðum. Hvemig var svo aðkoman til Brasilíu? Hún var hin ákjósanlegasta. Á flugvellinum við Sao Paulo voru mætt til að taka á móti mér ræð- ismaður íslands og umboðsmaður S. í. F., Finn Arnesen og kona hans, Astrid. Eru þau bæði af norskum ættum og mörgum að góðu kunn hér heima, því þau hafa heimsótt Island oftar en einu sinni. Óku þau hjónin mér síðan heim til sín, og bjó ég hjá þeim í bezta yfirlæti í heila viku. Yfir hinu myndarlega heimili þeirra hvílir sannur og viðkunnanlegur norrænn blær, og naut ég ósvik- innar gestrisni meðan ég dvaldi þar. Hvað getur þú sagt okkur að öðru leyti um dvöl þína í Sao Paulo? FRJÁLS VERZLUN 153

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.