Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 28
Segir sig sjálft að aðkoman í þessa fátæklegu baðstofu hcfur verið eins ömurlsg og átakanleg og hugsazt getur. Húsfreyja og börn í stöðugum ótta um aftlrif eiginmanns og sonar, föður og bróður. Og þrátt fyrir hughreystingar- orð gestanna og getgátur um það að Jón bóndi myndi hafa leitað undan veðrinu til næsta bæjar, sem Sporðshús heitir, þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það að kon- an hefur engu síðtir búizt við öllu hinu versta og hugsað til bónda og sonar úti í hinni miskunnarlausu hríð. Sögðu gestirnir Margrétu húsfreyju hafa verið mjög hvíðna og óróa um kvöldið og frameftir nóttu, en undir morguninn var hún rólegri orðin, cnda þá ljóst að helstríði bónda og sonar myndi þá lokið ef þcir hefðu ekki náð bæjum. Aft- ur á móti fengu hughreystingarorð gestanna áorkað því að börnin róuðust er á leið kvöldið og þau munu hafa sofið af um nóttina eins og ekkert hefði { skorizt. Morguninn eftir var enn dimmveðurshríð, en veður- hæðma hafði lægt til muna frá kvöldinu áður. Réðu gest- irnir þá milli sín að þeir þrír sem að austan höfðu komið daginn áður, skyldu rcyna að ná til bæja og leita heimil- inu þeirrar hjálpar, sem helzt væri aðkallandi. Bjarni Sig- urðsson skyldi hinsvegar verða eftir og aðstoða húsfreyju og börnin við það sem gcra þyrfti. Ætluðu þremcnn ngarn- ir upp að Þóreyjarnúpi og bað húsfreyja bá fynr skdaboð til Jóns Hanssonar bónda að skreppa fyrir sig fram í Sporðs- hús og vita hvort feðgana hefði orðið vart þar. Ferðin gekk að óskum og hafði þeim félögum gengið vel upp að Þóreyjarnúpi þrátt fyrir koldimma hríðina. Á Þóreyjarnúpi bjó þá, eins og áður segir, Jón Hansson Nat- anssonar Ketilssonar, harðfrískur maður, greiðvikinn og hjálpsamur og frægur fyrir ratvísi sína í dimmviðri og hríðum. Hafði Jón sjálfur fengið sig fullsaddan á hríðinni kvöldið áður og varð að ganga frá fé sínu öllu til þess að bjarga vinnumönnum sínum og koma þeim í hús. Var Jón staddur yfir fénu þegar hvessti, en það var í fangið að sækja og því erfitt aðstöðu. Jón átti hinsvegar í fcnu þrjá forystusauði, tvær forystuær og eina forystugimbur á ann- an vetur. Með aðstoð þeirra bjóst Jón við að gcta konnð fénu hcim. En það fór á annan veg, allar foiystukindurn- ar gáfust upp eða þá féð við að sækja í för þcirra. Komu tvcir heimilismenn Jóni síðan til aðstoðar, en þcir fengu við ekkert ráðið, enda hríðin þá orðin svo svört að þeir sáu alls ekki féð, heldur fundu fyrir því. Ætlaði Jón Hans- son þá að bíða hjá fénu og reyna að standa yfir því til þess að það hrekti ckki undan, en bað vinnumenn sína að fara heim. Þeir treystust ekki til þess og kváðust ekki mundu rata á cigin spýtur, svo Jón sá sér ekki annað fært cn gefa féð upp á bátinn til þess að bjarga mönnunum. Gekk Jón á undan, en þcir héldu <hver í annan tii þess að verða ekki viðskila. Komust þeir heim við illan leik og voni vinnumcnnirnir báðir orðnir kaldir og hræddir, enda höfðu þeir þá verið samfleytt fjórar klukkustundir úti í fárviðrinu. Strax og þremenningarnir komu frá Sporði morguninn eftir og sögðu tíðindin gninaði Jón Hansson allt hið versta. Fór hann þegar í stað ásamt vinnumanni sínum niður að Sporði og flutti með sér helztu nauðþurftir handa heimil- inu. í Sporði staldraði Jón lítið, og hélt samstundis fram að Sporðshúsum, en þar hafði ekkert otðið vart við þá feðga, og fór hann þá að Sporði aftur og sagði tíðindin. Þótti nú ekki leika neinn vafi á því lengur hver orðið hcfðu örlög Sporðsfeðga og var leit hafin. Leitaði Jón Hans- son ásamt vinnumanni sínum í öllum skjólum milli Sporðs og Sporðshúsa strax á laugardaginn, en síðan hélt hann lcitinni áfram ásamt fleimm á sunnudaginn. Var þá enn bylsvælingur með hörkufrosti, en ratljóst var þó talið milli bæja fyrir kunnuga menn og harðgera. Hvorugan þessara daga bar lcitin árangur, en á mánudaginn varð komið orð- sendingum í nærliggjandi sveitir, Víðidal, Vesturhóp og Miðfjörð og beðið um mannhjálp til leitar. Næstu daga leitaði fjölmenni úr þessum sveitum að Sporðsfeðgum, en án árangurs. Hinsvegar fanst urmull af dauðu eða nær dauðu fé hingað og þangað og frá ýmsum bæjum. Var ljót sjón að sjá það. Sumt lá afvelta og frosið mður, sumt var dautt, annað með líftóru. Annað hafði sligazt undan þunga fannannnar, sem safnaðist ofan á það svo það hrygg- brotnaði. Margar kindur voru með samfrosna afturfætur, fætur duttu af fé og á öðru allar kjúkur samgrónar fót- unum af völdum frosts og kals. Margt af því fé, sem þó fannst lifandi varð að lóga vegna þess hvernig ástatt var um það. Af þeim 120 kindurn, sem reknar höfðu verið á haga frá Sporði fundust aðcins 60 lifandi, en sumar þeirra vesluðust síðar upp og dóu. Af Þóreyjarnúpsfénu fundust 40 kinclur dauðar, en auk þess margar kalnar og særðar til ólífis. Er leitin að Sporðsfeðgum bar engan árangur var henni hætt, en leit hafin að nýju eftir hvern blota sem gerði að vetrinum. Allt kom þó fyrir ekki, og Ieið nú fram um sumarmál. Þá bar það til tíðinda mánudaginn fyrstan í sumri 1893 að görnul kona, Sigurlaug frá Gnmd, kom að Þóreyjarnúpi og ætlaði út á bæi. Pétur bróðir Jóns bónda bauðst til þess að fylgja henni og þáði hún það. Leið þeirra lá fram hjá svokallaðri Djúpulág, sem liggur miðja vcgu milli Þóreyjar- núps og Hörghóla, og er þau voru komin á barðið fyrir ofan hana, beindist athvgli Sigurlaugar gömlu að stafpriki, sem stóð upp úr skafli þar í lautinni. Pétur gekk til stafs- ins, kippti honum upp og kenndi að þar var gönguprik Jóns 1' Sporði. Pétur hélt að svo búnu heim að Þóreyjar- núpi og sagði tíðindin, en Jón bróðir hans fór við fimmta mann í Djúpulág, og gróf upp skaflinn. Fundust þar lík þeirra feðga. 172 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.