Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 24
Þú snerir þér snemma að búskap? Árið 1910 kvæntist ég Guðrúnu Kolbeinsdóttur, fósturdóttur Stefáns B. Jónssonar kaupmanns, og höfðum við hjónin þegar hug á að stofna heimili í sveit. Ekki gekk vel að fá lán til nýbygginga þá og fór svo, að við hjónin réðumst í að hefja bú- skap okkar í Laugarvatnshellum. Hvernig gekk að reka búskap í helli? Það gekk bærilega. Hellar þessir eru tveir og notuðum við þá fyrir íbúð og gripahús. Þarna er kjamgott fjárland og vel grösugt. Hellarnir höfðu verið notaðir sem fjárhús og var því sauðatak í þeim mikið, svo og laust grjót og sandur. Sandinn og sauðataðið notaði ég í kartöflugarð og gafst það mjög vel. Undir hverju grasi voru um og yfir 20 kartöflur, allar svo að segja jafn stórar, og lágu þær eins og egg í hreiðri. Margir voru til að hjálpa mér að hreinsa hell- ana, en verkið tók um hálfan mánuð. Svo var að sækja áhöld og efni til Reykjavíkur. Ég gerði baðstofu fremst í stærri hellinum, en þann minni útbjó ég sem fjós og fjárhús, hafði gang á milli þeirra og var eldhúsið haft þar. 1 þetta húsnæði fluttum við hjónin svo um sum- arið 1910, ég var 24 ára en hún 17 ára. Ekki þótti fólki þetta efnileg byrjun, en við vorum bæði hraust og vongóð og þóttumst fær í flestan sjó. Á fóðri um veturinn höfðum við tvær kýr, kvígu, hest og 28 kindur. Ymislegt þurfti nú að gera áður en heyskapur hæfist. M. a. þurfti að setja niður í garða, taka upp mó til eldiviðar og sækja matföng til Reykja- víkur. Utan búskaparins höfðum við veitingasölu í tjaldi, er stóð á flötinni fyrir framan hellana. Þama bjuggum við í eitt ár, en þá bauðst okkur ábúð að Minna-Mosfelli í Grímsnesi og fluttum við þangað. Til Reykjavíkur fluttumst við 1926, og rákum búskap að Eskihlíð C. Þar bjuggum við í 15 ár. En hvað er að segja um kaupmennskuferil þinn? Eftir að bærínn tók Eskihlíðina undir íbúðarhús, gerðist ég kaupmaður. Það var árið 1941. Ég verzl- aði í 12 ár, og lagðist svo í helgan stein, ef svo mætti orða það. ----o----- Það er komið langt fram á matmálstímann, ég þakka fyrir rabbið og kveð Indriða og Guðrúnu, en þau munu vera síðustu hellisbúar hér á landi. Ó. I'. H. Nýjimg í a uglýsingum Nýtt fyrirtæki, Auglýsingamyndir s. f., er að hefja nýjung í auglýsingastarfsemi í Reykjavík. Auglýsingar þessar verða sýndar á austurvegg Austurstrætis 16 (Reykjavíkur Apóteks) á sama hátt og auglýsingar eru til sýnis í kvikmyndahús- um. Þessar auglýsingar munu ná til mikils fjölda fólks, þar sem sýningarflöturinn verður tæpir 50 fermetrar og sjást allvíða, svo sem neðst á Lauga- vegi, í Bankastræti, Lækjartorgi og Austurstræti, en þarna er stöðugt mikil fólksumferð- Auglýsingar með þessu fyrirkomulagi tíðkast víða erlendis, þaðan sem hugmyndin er fengin. Þær verða sýndar, frá því að skyggja tekur til kl. 23.30 á tímabilinu frá september og fram í byrjun apríl. Kynni mín a! gömlum kaupmönnum Framh. af bls. 150. minni við Mjóstræti. Sótti hann mjög fast að mega byggja sér hús á Battaríinu. Sumir þingmenn vildu veita honum þetta leyfi, og óttaðist almenn- ingur, að hann myndi fá vilja sínum framgengt. Vídalín var í miklu áliti og vinsældum hjá fyrir- mönnum bæjarins og þingmönnum, enda hélt hann þeim oft dýrðlegar veizlur í Vinaminni, sem rómaðar voru um allan bæ á þeirri tíð. Hann var hinn mesti risnumaður, og eitt var það, sem hann gerði, til þess að auka ánægju gesta sinna. Hann fékk stundum hljómsveit úr dönsku eftirlitsskipun- um til þess að leika fyrir veizlugesti. Þegar svo bar til, var tíðum safnazt saman fyrir utan Vinaminni, eins og þetta væri tónlistarhöll. Þá hungraði fólk í fagra tóna og setti sig ekki úr færi að hlusta, þegar kostur gafst. Og þó að Vídalín fengi ekki vilja sínum fram- gengt um að byggja á Battaríinu, var hann jafn- mikill höfðingi eftir sem áður og hélt veizlur sínar í Vinaminni. En þegar Battaríið var loks látið víkja, voru hvorki í boði veizlur né tónlist, og þá virtist þorrinn allur baráttuhugur bæjarbúa fyrir varðveizlu þessa minjaríka mannvirkis. 168 TRJÁPS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.