Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 6
Battaríið laust jyrir aldamót. Til hœgri þýzka herskipið „Gneisenau', er Jórst við Malaya ú Spúni, er það var á lcið hcðan til Miðjarðarhajsins. tíðarinnar, sem ég sakna hvað' mest, er Skóla- varðan, en þangað áttu bæjarbúar íyrrum margt sporið. 1 íyrstunni var Skólavarðan aðeins grjót- hrúga, hlaðin af skólapiltum, eins og sagnir herma, en á bæjarfógetaárum föður míns gekkst hann fyrir því, að hún var hlaðin upp og vegg- imir múrhúðaðir. Eftir það var varðan ferhymdur múrtum, sem gnæfði hátt yfir bæinn, en stigar voru innan í henni upp á þak eða pall, en um- hverfis þennan pall var grind- verk og síðar var byggt yfir hann skýli. En Skólavarðan er ekki það eina, sem orðið hefur að þoka fyrir nýrri framkvæmdum; horfn- ar em myllurnar af Hólavelli og úr Þingholtunum, vatnspóstarnir pg fjölmargt fleira, sem einkenni setti á gamla bæinn. ! Eitt af mannvirkjum eldri tíma, ér bæjarbúar héldu upp á sem sögulegar minjar var Battaríið eða Skansinn, en því var út- rýmt, þegar hafnargerðin hófst. Battaríið var frá dögum Jörundar hundadagakonungs og byggt af hirðmönnum hans. Var þetta eins konar virki og stóð alveg fram við sjó niður undan Arnarhólstúninu, norður af Sölvhólsvör. Man ég þarna eftir tveim fallbyssum, sem voru frammi á virkinu. Var Battaríið hár, upphlaðinn hóll, og hvergi var fegurri sólarlagssýn í Reykjavík en frá því. Tilsýndar virtist Battaríið flatt að ofan, en þegar þangað var komið, sá maður, að djúp hvilft eða skál var niður í hólinn, og mun hún hafa átt að vera til vemdar eða öryggis varðmönnum Jörundar, er fallbyssanna gættu, ef árás væri gerð á virkið af hafi utan. Reykvíkingum varð oft gengið út á Battaríið á fögrum sumarkvöld- um, bæði til þess að virða fyrir sér skipin á höfninni og njóta feg- urðar sólarlagsins, og fáir vildu missa þennan útvörð við höfnina. Kom það greinilega í ljós eitt sinn, er Jón Vídalín sótti um leyh til þess að byggja þar sumarhús. Þá urðu bæjar- búar æfir við, og málið komst meira að segja fyrir Alþingi, en náði þó ekki fram að ganga, þrátt fyrir vinsældir og áhrif Vídalíns. Jón Vídalín var tengdasonur Bryde gamla kaupmanns og rak hér umfangsmikil viðskipti um skeið og átti miklar eignir. Var hann annars búsettur í Kaupmanna- höfn, en dvaldist hér á sumrin og leigði Vina- Framh. á hls. 168. Mamisöfnuður á Lœlcjartorgi og Stjámarráðsblettinum við ajhjúpun styttu Jáns Sigurðssonar 1911. 150 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.