Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 30
þann vcg í fyrstu að Jún hafi vcrið aö tjá bölsýni sína scm
aflciðingu af crfiðum fjárhag, cða þá að snjóauðnin og
tfimman hafi orkað á hann til cinstæðingsskapar og leið-
inda. En er dauða hans bar svo brátt að á eftir, töldu mcnn
hér hafa verið feigðarspá að ræða og liann myndi hafa
haft einhvern gnin um dauða sinn.
Theódór á Ósi skýrir síðan frá því í frásögn sinni, að
síra Þorvaldur á Mel hafi á nýjársdag næstan eftir slysið
rnessað á Breiðabólstað í’ Vcsturhópi og gist þar nóttim
cftir. Drcymdi hann þá að Jón í Sporði kæmi til sín og
færi með þessa vísu:
„Vonarskíma veiklast fer,
vindinn fmu hrollur skcr.
Kuldastími kvíðum vér,
koldimm gríma að sjónum ber.“
Sagði síra Þorvaldur draum sinn um morguninn og var
honum þá sagt að Jón myndi í lifanda lífi hafa ort líka
vísu, ef ckki cins, og myndi a. m. k. Sporðshúsafólk kunna
hana, því þar hefði Jón farið mcð hana. Kom prcstur þcnna
sama dag að Sporðshúsum og fékk bá að heyra vísu þá
sem Jón hafði mælt af munni fram. Varð prcsti við það
ljóst að vísurnar voru tvær, en svipaði mjög saman.
Jósep G. Elíesersson, sem um skeið var til heimilis í Sporðs-
húsum, hefur skrifað greinarstúf um framangreinda vísu
í Sunnudagsblað Vísis, cn heimildir sínar hefur hann beint
frá Sporðshúsafólkinu og kvaðst hafa fært um Ieið í letur
í minnisbók sína, skömmu eftir að Jón varð úti. Frásögnin
fari því ekki milli mála og bar sé ckkert lagt á minnið,
svo ekki sé um það að saka.
f grein sinni heldur Jósep því fram, að síra Þorvaldur á
Mel hafi í Ieiðinni norður að Breiðabólstað komið að Sporðs-
húsum, hafi þá verið búinn að frétta af vísu Jóns hcitins,
og langaði til að heyra hana. Rósant gamli í Sporðshúsum
var þá búinn að gleyma vísunni og eins kona hans, hins-
vegar fullyrtu þau að húskona bar á bænum, Tngibjörg
Jósepsdóttir, kynni vísuna, en ltún var ekki lteinta. Báðu
þau hjónin prest að koma við í bakaleiðinni, þá myndi
Ingibjörg vera komin heim og bá myndi hann geta fengið
að heyra vfsuna.
Hélt prestur áfram út að Breiðabólstað og gisti bar uni
nóttina. Drcymir bann þá að Jón í Sporði kcmur til sín
og segir að úr því Rósant hafi ekki munað vísuna, er
hann kom í Sporðshús, skyldi hann fara með hana fyrir
hann og gerði það. Þegar síra Þorvaldur kom svo daginn
eftir að Sporðshúsum var Ingibjörg húskona komin heim
og Ias vísuna fyrir prest. Þckkti hann bá að vísan var sú
sama, og orðrétt eins og Jón í Sporði hafði flutt hana í
draumnum um nóttina.
Þá hefur Jósep það cnnfremur cftir Rósant í Sporðshús-
um, að í framangreindri Borðcyrarför Jóns í Sporði hafi
Jón lcitt talið að því við Rósant að þeir myndu ekki oft
sjást uppfrá því. Rósant sagði að það væri ckki nema eðli-
lcgt, þar sem hann væri kominn að fótum fram og rnyndi
ciga skammt ólifað. Jón hefði þá sagt að því væri ckki á
þann veg háttað og sjálfur kvaðst hann mitndu fara á und-
an Rósant. 1 lok viðtals þcssa fór hann svo mcð vísuna,
sem Jóscp segir vcra svohljóðandi:
Vonarskíman ve:klast fer,
vindinn Imu hrollur sker,
kuldastím er kvíðvænt mér,
koldimm gríma að sjónum ber.
Nýr viðskipfasamningur við Ífalíu
Hinn 24. október var undirritaður í Rómaborg
viðskiptasamningur milli Isiands og Ítalíu og
gildir hann írá 1. nóvember 1955 til 31. október
1956.
Undanfarin ár hefur útflutningur Islands til
Italíu verið miklu meiri að verðmæti en innflutn-
ingur þaðan. Hafa Islendingar notið þeirrar að-
stöðu, að innflutningur á íslenzkum afurðum er
algerlega frjáls á Italíu, en á sama tíma hafa
ýmsar ítalskar vörur verið háðar innflutnings-
hömlum hér á landi.
I því skyni að draga úr þessum mismun á
gagnkvæmum vörukaupum landanna gerir nýi
samningurinn ráð fyrir auknum vörukaupum Is-
lendinga frá Italíu á samningstímabilinu.
Samningnum fylgja tveir listar yfir ítalskar vör-
ur. Sá fyrri yfir vörur, sem háðar eru innflutn-
ingshömlum á íslandi, og sá síðari yfir vörur, sem
frjálst er að flytja inn frá Italíu.
Helztu vörutegundir, sem taldar eru á fyrri list-
anum, eru þessar:
Hjólbarðar, slöngur og aðrar gúmmívörur.
Vefnaðarvörur.
Saumavélar.
Ýmiskonar vélar, þ. á. m. vélar til rafveitna,
Rafnmagnsefni.
Bifreiðar og bifhjól.
Epli og
Linoleum.
Yiðskipfasamningur við Ungverjaland
Viðskipta- og greiðslusamningur íslands og
Ungverjalands frá 6. marz 1953, sem falla átti ur
gildi við næstu áramót, hefur verið framlengdur
til ársloka 1956.
174
FRJÁLS VERZI.UN