Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 38
Gömul verzlun í glœsilegum húsakynnum Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirs- sonar & Co. opnaði verzlun sína í nýj- um og glæsilegum húsakynnum við Laugaveg nr. 13, laugardaginn 15. okt s. 1. Hið nýja hús fyrirtækisins er 5 hæðir auk kjallara og turna. Er það stílhreint og hin mesta bæjarprýði. Verzlunin hefur til umráða 3 hæðir í nýju bygg- ingunni, þ. e. kjallara, götuhæð og hæðina þar fyrir ofan. Afgreiðslusalir eru stórir og bjartir og öllu fyrirkomið á smekklegan hátt. Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirs- sonar h.f. var stofnsett árið 1919 í timb- urhúsi því, er áður stóð á lóð þeirri sem nýja húsið hefur verið byggt á- Árið 1928 var byggt fjórlyft steinhús við hliðina á áðurnefndu timburhúsi, og var fyrsta hæð og kjallari, auk gamla hússins, notað undir starfsemina. Um þetta leyti jókst framleiðsla fyrirtækis- ins á húsgögnum og hafði það í för með sér ,að ný og betri húsakynni voru reist. 1 hinum nýju húsakynnum er fyrir- komulag verzlunarinnar þannig háttað, að á götuhæð eru ýmsar tegundir hús- gagna, auk þess sem húsgögnin verða einnig í kjallara verzlunarinnar, en með því móti ætlar fyrirtækið að leitast við að þjóna viðskiptavinum sínum á sem beztan hátt. Palli litli hafði verið við hjónavígslu í kirkju. „Af hverju tókust brúðhjónin í hendur fyrir alt- arinu," spurði hann pabba sinn. „Þetta er bara formsatriði, drengur minn,” svar- aði faðir hans. „Rétt eins og þegar hnefaleika- menn takast í hendur, áður en þeir byrja að slást." ISLENZK FYNDNI ★ Eldra fólkið, sem undrast hvemig unga kyn- slóðin nú á dögum er, ætti að athuga hvaðan sú kynslóð er ættuð. FEMINA ★ Hættið að nöldra út af veðrinu, Um níu-tíundu hlutar mannkynsins gætu aldrei hafið samræður, ef veðrið væri ekki breytilegt. FEMINA * 182 FHJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.