Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 10
Flugleiðin jrá London til Sao Paxdo tekur um 4-5 tíma. Ég komst fljótt að því, hve Arnesen hjónin eru vel kynnt í borginni. Naut ég góðs af því í ríkum mæli í sambandi við allskonar heimboð og sam- kvæmi, aðallega þó hjá fólki af evrópískum upp- runa. 1 þessum boðum hitti ég menn, sem höfðu verið á íslandi og þekktu jafnvel nokkra íslend- inga. Ein daginn skoðaði ég alþjóðlega mál- verkasýningu, og voru þar eingöngu „abstrakt" myndir til sýnis. Þjóðareinkenni þessara málverka voru ekki sýnileg og enga mynd var þama að finna frá íslenzkum málumm. A sýningu þessari fékk Norðmaður nokkur tvenn verðlaun. Hvemig vai veðráttan? Þegar ég kom til Brasilíu þann 1. júlí var þar hávetur. Samt var hitinn í Sao Paulo þetta frá 16—22° C, eða eins og bezt gerist heima. Hittirðu nokkra íslendinga í Brasilíuferðinni? I Sao Paulo hitti ég Ingvar Emilsson hafrann- sóknarfræðing og konu hans, Ástu Guðmundsdótt- ur, en þau búa þar í borginni ásamt tveimur ung- um sonum sínum. Hafði Ingvar verið þar syðra í eitt ár á vegum alþjóða hafrannsóknarráðsins. Þá hefur hann kennt við háskólann í Sao Paulo cg stundað mælingar og hafrannsóknir úti fyrir strönd- um Brasilíu. Virtist Ingvar hafa getið sér hins bezta orðstírs fyrir störf sín þar í landi. Er Sao Paulo ekki í örum vexti? Jú, svo sannarlega. Hvarvetna gefur að líta ný- tízku byggingar í smíðum, fagrar skrauthallir og himinháa og stílhreina skýjakljúfa. Gömlu húsin víkja ört fyrir þeim nýju og breiðstrætin skrýdd trjám og fögrum blómum teygja sig í allar áttir. Gömlu mennirnir hafa miklar áhyggjur af þess- ari öru þróun. Segja, að þetta hljóti að enda með hruni. Þú heimsóttir svo Rio? Já, og þar tók annar umboðsmaður S. I. F. á móti mér — og raunar annar Norðmaður líka, Kaare Ringseth að nafni, mesti ágætismaður. í Rio var hitinn öllu meiri en í Sao Paulo og fór allt upp í 30° C. — all þokkalegur vetrarhitil Þó varð ég var við, að mönnum fannst ekkert of hlýtt, því ég sá á nokkrum skrifstofum menn vera í ullarpeysum til þess að halda á sér hita! Einn daginn skrapp ég á hina heimsfrægu baðströnd Copacabana, en þrátt fyrir hlýtt og gott veður að mínu áliti var þar mjög lítið af fólki. Annars er víst hitinn mikill á sumrin og fer stundum yfir 40° C. Þá flýja þeir borgina, sem efni hafa á, í leit að svalara loftslagi. Ringseth sagði mér, að um Rio dc Janeiro er mcð jegurstu borgum í heimi. 154 FRJÁUS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.