Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 14
ég hér — hér." Og hann benti á brjóstið á sér. „Eina lykilinn." Nú horfði konan niður fyrir fætur sér, sagði ekk- ert, og gamli maðurinn hélt áfram, talaði nú hæg- ar: „Ég hef beðið um að draga úr, bjóða bara þeim inn, sem aumastir eru og hygla þeim ekki meira en svo, að sárasti sulturinn hyrfi. Það er fjórbýli á Hömrum, og þar eru tvö barnlaus heimili og mikil fyrirvinna, — og göngulýðurinn fer héðan út yfir fjörur. Þetta hef ég sagt, en allt forgefins, og nú segi ég steinstopp." Hún leit við honum, sáru, biðjandi augnaráði: „Heldurðu ekki, að okkur endist þetta, þangað til vaðan kemur?" Hann hnykkti sér til á ný: „Vaðan kemur? Hver á víst, að hún komi, og hver getur sagt um, að nokkurn tíma gefi, eins og tíðin er? Hnú, þá er líka það, að ætli ég og mínir líkar séu ekki orðnir linir að skutla rá, hætt við, að skutullinn kunni að geiga? Hvað fékk ég marga í fyrravetur? Sjö eða átta — eins og tíðin var þá og talsvert af sel í firðinum. Vaðan kemur, segir hún, huh!" Þuríður heyktist í herðum. Það var sem um hana færi hrollur. „En í dag er aðfangadagurinn," mælti hún í bæn- arrómi. Hann spratt á fætur, gamli maðurinn, vatt sér að konunni, studdi hendinni á öxlina á henni, sagði: „Enn er ég ábyrgur fyrir lífi barnanna og fólks- ins yfirleitt á þessu heimili -— og velferð barn- anna, - mundi ekki sérstök ástæða til að hug- leiða velferð þeirra — einmitt á þessum degi?" Hún stundi, húsfreyjan, lá við, að hún kveinkaði sér, og svo sagði hún lágt, var líkt og hún andaði frá sér orðunum: „Og hún Guðlaug gamla var einmitt að segja, að áður en þessi dagur, þessi blessaður dagur, sagði hún, auminginn, væri liðinn, mundi bera hér að garði gesti, sem taka þyrfti sérdeilis vel á móti." Hann hringsnerist á gólfinu, kippti hátt fótunum, sté þeim svo sem fálmandi niður, — stanzaði því næst frammi fyrir konunni, húsfreyjunni, mælti hávær, en hálfhás í máli: „Hún Lauga gamla, hálfrugluð og elliær!" Hann fór enn einn hringinn þarna á gólfinu, nam síð- an staðar, sagði lægra en áður, var fastmæltari, röddin því heitari, sem hann talaði lengur: „Ég segi við hann, ef út í það á að fara: Þú hefur falið mér, gömlum manninum, nærri sjötugum manninum, að forsorga fimm börn. Það gerðir þú, þegar þú burtkallaðir þann, sem drukknaði héma í lendingunni. ... Jú, ég veit það eins vel og þú, svo að ég segi ekki betur, að það var ekkert vit í að leggja í brimgarðinn einn á bát í staðinn fyrir að hleypa inn á Sand, en hvaðan kom hon- um það, þaulvönum og þaulkunnugum — ha? .. . Ne-ei, ég ætla ekki að bregðast því trausti, sem mér heíur verið sýnt: Ég segi steinstopp! Nú verður hér engum veittur beini, engum hleypt inn iyrir dyr. En í auða stallinum í hesthúsinu má maður og maður liggja, ef svo stendur á, að veður eða færð hamlar ferð hans út yfir fjörur. ..." Hann leit til dyranna: „Sko, nú er hann farinn að snjóa, og þó held ég, að hann dragi ekki úr frostinu. Það er forsjón í þessu, svo að maður nefni nú ekki réttvísina!" Svo var hann þotinn, gamli maðurinn. 2. Það var orðið dagsett. Við hlóðimar í eldhúsinu á Stapafelli stóðu Þuríður húsfreyja og Vilborg, vinnukonan. Vilborg hélt á stóru trogi, og húsfreyja færði upp í það rjúkandi hangikjöt með löngum tréforki og stórri sleif. Á blakkri rótarhnyðju, sem stóð við dyra- stafinn, sat húsbóndinn. Um hvítt skeggið flökti bjarmi úr hlóðunum, og á ennið féll birta frá kolu, sem stungið hafði verið inn í reyksvertan vegg- inn. Gamli maðurinn var brúnaþungur. Hann fylgdi handahreyfingum húsfreyju af tortrygginni athygli- Annað veifið kyngdi hann munnvatni, og nasirnar voru óvenju fnæstar. Allt í einu heyrðist hratt fótatak frammi í göng- unum. Það hvein í hurðardraganum, dyrnar luk- ust upp, og inn sveiflaði sér ljóshærð telpa. Hún stóð andartak þegjandi með kipruð augu og op- inn munn, en kallaði síðan fljótmælt: „Mamma, mamma! Ég átti að segja þér frá henni Laugu gömlu, að nú væru gestirnir komnir. Þeir hefðu verið að guða á gluggann, og nú yrðir þú að fara út og taka á móti þeim. •. . Heyrirðu? Nú eru þeir að þjóta fram, Siggi og Baddi og Gilli! . .." Og telpan vatt sér að dyrunum. Það hvein i hjólinu, og svo var þá telpan horfin. Sigurður gamli stóð á fætur. Augu þeirra hús- freyju mættust. Hún stóð yfir rjúkandi hangikjöts- troginu, hann með aðra höndina á hurðinni. 158 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.