Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 13
úð og miskunnsemi. Þctð mundi til lítils ctð hrópct á náð, þegar sulturinn sverí'ur að þeim, sem manni hefur verið trúað fyrir. Hefði ekki einhver rifið burt föðurinn, mann á bezta aldri, þá væri svolítið öðru máli að gegna, því að það var maður, þó að minn sonur væri. Ekki verðui til þess ætlazt af mér, að ég fari í svona tíð héma fram í fjörðinn — eða spenni mig til hafs, þó að hann kynni að stilla. Ne-ei." Hann setti aftur hnykk á höfuðið. ,,Nei, nú segi ég stopp — og það alstopp. Hér eftir skal engum á þessum vetri gefinn biti eða sopi, engu hleypt inn í baðstofuna, karl minn, því að sá, sem inn er kominn, hann er óðar bú- inn að fá ýsuhelming og hákarlsflikki í lófann." Hann ræskti sig og hraðaði göngunni. „Aðfanga- dagur í dag, segirðu! Já, víst mundi það satt vera." Hann rykkti sér til í herðum, eins og hann vildi hrista eitthvað af sér, sagði í svarrandi tón: „En hefurðu skoðað í hjallinn? Rafabeltin farin, riklingurinn horfinn, steinbíturinn á bak og burt, sömuleiðis rauðmaginn og þessi feikn af grá- sleppu — mest af hákarlinum líka, -— ekki annað eftir en þessar knapplega ætu hákarlsbeitur frá í sumar og haust og nokkrar ýsukippur á loftinu — sumt grænmyglað, að ég helzt held. ... Og hvað mundi margt í heimili? Tíu manns — ættu fleiri að geta talið það en ég!" Hann var nú kominn heim á hlaðið. Hann stanz- aði og þagnaði. f þessari svipan kom kona fyrir bæjarhomið með ullarföt á handleggnum. Hún var há vexti, klædd dökku, síðu vaðmálspilsi og með gráa, þykka ullarhyrnu á herðum. Berhöfðuð var hún, hárið ljóst og þykkt, fléttur niður í mitti. And- litið var frítt, en fölt og þreytulegt. Hún beindi augunum að gamla manninum, bláum, stórum og stillilegum augum. Svo nam hún staðar, því að hún sá, að hann horfði þannig á hana, að líklegt var, að hann vildi henni eitthvað sérstakt. Hann stóð þarna og beindi að henni sínum hvössu sjón- um, undan loðnum, hnykluðum brúnum. Hann spýtti og sagði, seinmæltur og fastmæltur: „Þuríður mín, komdu hérna snöggvast með mér inn í skemmukornið." Hún leit til bæjardyranna, og hann tók eftir því og mælti: „Ég vil hafa þig út af fyrir mig." Hún sagði ekki neitt, en vék sér við og gekk í áttina til skemmudyranna. Hann fór á eftir henni- Svo stanzaði hún og leit við honum, og gusturinn feykti gullnum lokk niður á fölt ennið. Gamli mað- urinn hélt áfram, fór á undan inn í skemmuna. Hann settist á fiskasteininn, en konan hallaði sér upp að stoð með uUarfötin í fanginu. Þegar þangað kom, settist hann á fiskasteininn, en konan hallaði sér upp að stoð með ullarfötin í fanginu. Hann þagði andartak, sagði síðan ró- iega, en þó eins og undirtónn af ergi í röddinni: „Ég er að koma neðan úr hjalli." Hún sagði ekki neitt. Þá kippti hann sér til á steininum og mælti hátt og hvatlega: „Nú er allt farið nema þrjátíu, kannski þrjátíu og fimm eða í hæsta lagi fjörutíu hákarlslykkjur, sem varla geta ennþá talizt ætur matur, og sex eða sjö — máski átta ýsukippur. Svo eru það þessir limir í eldhúsrjáfrinu, fáeinar mörtöflur í kistugarminum, tveir grasapokar og botnhula í kornbyrðunni, — þetta er allt, og munnarnir tíu. Hvort finnst þér nú heldur, að maður eigi að byrja á kúnum eða kindunum, þegar öll sú björg er horfin, sem maður ætlaði upp á veturinn?" Hún festi á hann augun, raunaleg, en jafn- stillileg og áður: „Ég vona, að til þess komi ekki, tengdafaðir minn." „Ha? Hnú — það var rart." Hann hló kuldalega. „Jú, góða mín, ef þitt skammsýnt hjarta á áfram að ráða, þá kemur til þess." Hann þagnaði and- artak, sagði síðan, hvass í máli: „En það ræður ekki framvegis. Ég er búinn að skipta um lás fyrir hjallinum — um kenginn líka, og lykilinn forvara FRJÁLS VERZLUN 157

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.