Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 35
Verzlunarmenn óska eftir aðild að stjórn IMSÍ -------------------------------------------------- Þann 6. desember s.l. var lagt fram í efri deild Alþingis frumvarp til laga um Iðnaðarmólastofnun Islands. í frumvarpinu segir. að stofnunin skuli m. a. vinna að hagkvæmari vinnubrögðum í vörudreifingu landsmanna. IMSÍ hefur þegar farið inn á þessa braut. m. a. með því að hafa forgöngu um komu erlendra sérfræðinga hingað til lands til að fjalla um þessi efni. og þó haft samstarf við viðkomandi stéttarfélög, þar á meðal við V. R. Nú bregður svo við, að í frumvarpi þessu er ekki gert ráð fyrir því, að verzlunarmenn eigi aðild að stjórn IMSÍ, þótt t. d. Verzlunarráð íslands hafi það. í tilefni af þessu ósamræmi hefur félagsstjórn Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur sent iðnaðarmálaráðherra og iðnaðar- málanefnd efri deildar Aþingis eftirfarandi bréf: I ———-----------------——~— ---—-— -— —-——“v-i 1 írumvarpi því til laga um Iðnaðarmálastoínun íslands (þingskj. 154), sem lagt var fram á Alþingi í gær, eru í 3. gr. ákvæði um stjórn stoínunarinn- ar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vill hér með leyfa sér að vekja athygli háttvirtrar iðnaðarneínd- ar á því, að þar er eigi gert ráð fyrir því, að verzlunarmenn eigi neinn fulltrúa í stjóm IMSl. Frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi, hef- ur tekið talsverðum breytingum frá frumvarpi því til laga um Iðnaðarmálastofnun Islands, sem lá fyrir síðasta Alþingi. Ein veigamesta breytingin er sú, að í frumvarpinu á þingskj. 154 er gert ráð fyrir, að stofnunin skuli ekki aðeins vinna að því að koma á hagkvæmari vinnubrögðum í íslenzk- um iðnaði, heldur einnig f VÖRUDREIFINGU LANDSMANNA. Kemur þetta þegar fram í fyrstu málsgrein 1. gr. frumv., þar sem markmið stofn- unarinnar er ákveðið, en einnig síðar í greininni, í 1., 4. og 12 tölulið. Vér teljum útvíkkun þá á starfssviði stofnunar- innar, sem í þessu felst, vera sjálfsagða, enda er þessi skipan mála í samræmi við það, sem frænd- þjóðir vorar, Danir og Norðmenn, hafa talið bezt henta sér. Kemst neíndin, sem samdi frumvarpið, svo að orði um þessa meginbreytingu í aths. um 1. gr. frumv.: „Þá hefur reynsla annarra þjóða í þessum efn- um sýnt, að fullum árangri verður ekki náð, nema jafnhliða sé unnið að endurbótum á sviði vöru- dreifingar. Heimsóknir erlendra vörudreifingarsér- fræðinga í sumar hafa sýnt, að mikill áhugi er meðal verzlunarmanna og iðnrekenda um endur- bætur á sviði vörudreifingar, er verði til hags fram- leiðslunni, verzluninni og sfðast en ekki sízt neyt- endum í landinu. Miklar vonir eru tengdar við nýbreytni sjálfsafgreiðslufyrirkomulags í verzlun- um, og Iðnaðarmálastofnunin hefur gengizt fyrir komu erlendra sérfræðinga til þess að kynna al- menningi þessi mál. DREIFINGARTÆKNIN ER ORÐIN ÞÁTTUR I STARFI STOFNUNARINNAR, OG ER ÞAÐ I SAMRÆMI VIÐ ÞRÓUNINA í NÁ- GRANNALÖNDUNUM, T. D. 1 NOREGI OG DAN- MÖRKU." (Leturbr. vor). I samræmi við þessa breytingu á verksviði stofnunarinnar er lagt til f 5. gr. frumvarpsins, að Verzlunarráð Islands eigi sæti í stjórn hennar, en fulltrúi frá V. I. var þegar s.l. sumar skipaður í stjórn IMSl. Hins vegar skýtur þar skökku við, að ekki er gert ráð íyrir því, að launþegar í verzlun- arstétt, verzlunarmennirnir, eigi að hafa nein áhrif á skipan þeirra mála, sem þeir sjálfir eiga að vinna að. Ófaglært fólk á að eiga sinn fulltrúa, tilnefndan af Alþýðusambandi Islands og fag- lærðir iðnaðarstarfsmenn, iðnsveinarnir, eiga full- trúa tilnefndan af Iðnsveinaráði ASI. Hvers eiga verzlunarmennirnir að gjalda? Verzlunarmannafélag Reykjavíkur beinir ein- drengnum tilmælum til háttvirtrar iðnaðarnefndar um að hún hlutist til um, að frumvarpinu verði breytt á þann veg, að verzlunarmenn fái sæti í stjórn Iðnaðarmálastofnunarinnar tilnefndan af Verzlunarmannafélagi Reykj avíkur. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er elztu sam- tök verzlunarmanna hér á landi og á það 65 ára afmæli á næsta ári. Um langt skeið var V.R. einu samtök verzlunar og kaupsýslumanna. Eftir því sem tímar liðu töldu kaupsýslumenn nauðsynlegt FUJÁLS VERZLUN 179

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.