Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 15
„Ég sé um þetta," sagði hann iastmæltur, röddin svolítið stöm. Svo opnaði hann og íór út. Þegar hurðin var íallin að staínum, sé húsíreyja niður á hlóðasteininn: „Jesús minn, — að maður skyldi eiga eítir að lifa þetta ... og það ... og það á þessu kvöldil" Vilborg, lág, en gildvaxin stúlka, hristi lokka- dökkan koll, skellti í góm og sagði: ,Hvað er þetta, húsmóðir mín, — þó að gamli maðurinn íari til dyranna?" „Hann — hann vísar henni burt, — vísar þeim burt," stundi húsfreyja, og það hrukku tár af aug- um hennar, tindruðu í ljósi kolunnar- „Huh!" Vilborg hnussaði feginlega. „Það er þá kannski tími til kominn, að sá mátinn verði á því hafður. Svo að ég segi eins og ég meina, þá hef ég margan ganginn verið klárlega forundruð yfir því, hvað blessuð húsmóðirin hefur gefið þessu hyski. Þakkirnar hafa ekki alténd verið þar eftir, skal hún vita. Ég held maður hafi heyrt út undan sér orðin þeirra og glósurnar. .. Nú, bömin hérna, blessuð himnaljósin, hvað sem okkur hinum líð- ur! ... Skyldi það gilda einu, þó að þvi linni, þessu gjafafargani — humm! . . . En sá blessaður ilmur! ... Svona, nú er ég komin héma með hitt trogið-" Hún reis á fætur, húsfreyjan. Um hríð stóð hún og starði á hurðina. Svo tók hún eitt skref í áttina til dyranna, en nam staðar, horfði niður í blakkt moldargólfið. Síðan vék hún sér aftur að hlóðun- um og hélt áfram að færa upp kjötið. Þetta var mikið kjöt. Og feitt var það. Beitin var góð, bæði á fjallinu og úti á hlíðinni. Vilborg rak út úr sér tunguna og sogaði að sér ilminn, augnfór bitana. Hann var víst ekki miklu minni, jólaskammturinn í ár en að undanförnu. Blessaður húsbóndinn hugs- aði um sitt fólk, — það gerði hann. Dyrnar lukust upp, og gamli maðurinn kom inn. Hann settist aftur á hnyðjuna, spennti greipar og horfði hörkulegur á húsfreyju. Um hríð var eins og hún vissi ekki af honum, en skyndilega vék hún sér við til hálfs, horfði á hann, andlit hennar rakt af eiminum frá rjúkandi soðinu í pottinum. Hún sagði dræmt, tómlega: „Hverjir ... voru . •. þetta?" Gamli maðurinn ræskti sig. Svo ók hann sér og sagði þurrlega, kuldalega: „Það var stúlkukind." Húsfreyja stóð þarna hálfbogin og horfði á tengdaföðurinn, og höndin, sem hélt á forkinum, skalf, flöktu um hana geislar frá eldinum, sem nú hafði blossað upp í hlóðunum. „Var hún þá ein?" hvíslaði hún hikandi. Gamli maðurinn dæsti: „Ekki sá ég neinn með henni." „Og ... og þú vísaðir henni frá ... frá dyrum okkar, tengdafaðir minn?" Hann þagði andartak, sagði síðan seinlega, stillilega — líkt og hann væri að skýra frá ein- hverju mjög svo hversdagslegu: „Já, það gerði ég, Þuríður mín. En af því, að það er nú illkalt úti og sortabylur þessa stundina, þá fylgdi ég henni héma upp í hesthúsið og vísaði henni á stallinn. Það er vel heitt í hesthúsinu, al- deilis yfrinn hiti — og mikið moð í stallinum, eng- in hætta á, að henni verði kalt- Hún röltir svo í fyrramálið hérna út yfir fjörumar í dýrðina og gnægðina á Hömrum, kann vel að vera, að hún fari það snemma af stað, ef Jiann birtir til, að hún komi þangað um fótaferð.” Húsfreyja sneri sór aftur að hlóðunum og hélt áfram verki sínu. Þegar því var lokið, sagði hún við Vilborgu, hljóðlega og tómlega: „Nú tek ég við þessu trogi. Tak þú það, sem stendur yfir á bálkinum." Svo gengu þær út með trogin, fóru með þau yfir í búrið. Þá er ískrandi hurðin var fallin að stafnum, leit gamli maðurinn upp í rjáfrið. Hann deplaði aug- unum, og það fóru kippir um andlitið: „Ég hafði nú haldið, að mér mundi ekki verða þyngra um neitt annað, sem þú kynnir á mig leggja, en að bera upp í naustið byrðina, sem ég hremmdi úr klónum á briminu hérna í hittið- fyrrasumar, — blóðið úr blessuðu höfðinu í mínu hvíta skeggi-" Hann hækkaði róminn og spratt á fætur. „Ajæja, ljúfur faðir sinna bama, — ætli hann Sigurður gamli verði ekki að standa sig?" Hann reif upp hurðina og snaraðist fram í göng- in. Hurðin þokaðist nær og nær stafnum, en áður en hún lokaðist til fulls, glórði í augu gamla mannsins í gættinni. Hann mælti, og í rámri rödd- inni var reiði og þrjózka: „Það þarf ekki að því að gá. Ég fer ekki upp í hesthús. Ég fer inn í bað- stofu til barnaunganna. Það verður farið að kveikja jólaljósin þeirra fram af þessu." 3. Það var bjart og hlýtt í baðstofunni á Stapafelli, þó að vindurinn gnauðaði um stafna og þekju og hríðin dunaði á gluggunum. Á stoð í miðri bað- FRJÁLS VERZLUN 159

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.