Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 17
Þá var það, að Þóra litla kallaði til móður sinn- ar: „Ætlar þú að fara að sækja hann, mamma?" Það var feginleiki og eftirvænting í bamsröddinni. Húsfreyja horfði á dóttur sína mildum augum: „Bíddu nú hérna róleg hjá honum afa, þangað til við komum aftur." Húsfreyja gekk skyndilega til gamla mannsins, brá annarri hendi í hvítt hárið og strauk aftur á hvirfilinn, þar sem tekið var að votta fyrir skalla. Því næst hraðaði hún sér til dyranna. Þar beið Einar. Nú opnaði hann og fór fram. Þegar hús- freyja greip í hurðina til þess að fylgja honum eftir, sagði Lauga gamla, sem starði á frosinn gluggann: „Og þama sér maður þá jólastjömuna, blessað Betlehemsljósið, — o, það skyldi maður halda!" Dyrnar lukust upp, húsfreyja smeygði sér fram fyrir, og hurðin sé aftur. Svo heyrðist marra í frosn- um ganginum. Þóra litla gekk til gamla mannsins og sagði: „Afi minn, lof mér vera hjá þér." Hann skimaði um baðstofuna, húsbóndinn, heimilisforsjónin- Það var eitthvað ráðleysislegt við augnaráðið — og andlitið eins og hann hefði elzt um mörg ár. Hann lét aftur postilluna, hand- tökin fálmkennd, lagði hana á rúmið, greip hana síðan atfur og vafði utan um hana ullarklút, sem legið haíði á brekáninu. Nú kinkaði hann kolli, og það færðist festa í svipinn: „Huh, huh," sagði hann, „ég held það sé bezt að láta hann ekki slagna, hann meistara Jón. Það mundi verða brúk fyrir hann bráðum, þó að hann sé settur af á þessu kvöldi." Nú var það Vilborg. Hún skellti í góm og sagði: „Skyldi það standa lengi, að ekki sé björginni ausið í þennan lýð, sem rennur hérna um sveit- ina! Þeim fækkar trúlega, hangikjötsbitunum, því að varla mundi nú mega annað bjóða á þessu kvöldi, ef ég þekki hana rétt, húsmóðurina héma." Gamli maðurinn leit snöggt á Vilborgu, hristi höfuðið og mælti: „Segjum tvö, segjum tvö, telpa mín! Það mundi annað en spaug að hafa svona hjartakom í brjóst- inu, og margur mundi svo óforsjáll, svo frámuna- lega óforsjáll — ég segi þér satt — að velja heldur hennar en þitt, — óforstandið, manneskja!" „Afi," amraði Þóra litla. „Hún mamma sagði, að ég ætti að bíða hjá þér, þangað til hún kæmi aftur.” Hann festi augun á telpunni, og nú brosti hann, rétti fram hendumar, var fagnaðarkenndur titring- ur í röddinni, þegar hann sagði: „Hérna, — komdu hérna konu-nefnan mín, ■— komdu í fangið á afa." Og hann kippti henni upp á kné sér, og hún hjúfraði sig að honum. Þá var það, að hún fór enn á ný að raula, gamla konan yfir í baðstofuendanum „Upp úr stallinum ég þig tek, þó öndin mín sé við þig sek, barns mun ekki bræðin frek, bið ég þú ligg mér nærri. ..." Það heyrðist umgangur frammi, og allir litu til dyranna. Vilborg hnykkti sér til á rúminu, skaut augunum í skjálg og saug upp í nefið: „Þar mundu þau nú enda sum sé koma með maddömuna!" Börnin þustu fram að dyrunum — nema Þóra litla- Hún sat á kné afa síns og teygði fram höf- uðið. Siggi greip í hurðina, gekk aftur á bak og dró hana upp. Og þama komu þau svo. Húsfreyja gekk á undan. Hún var yzt klæða í snævidrifnum spariflíkunum, bar í fanginu böggul, sem hún hafði vafið ullarhyrnunni sinni utan um. Á eftir henni kom Einar og leiddi kvenmann. Hún var í burunni hans. Það sá ekki í andlit henni, en út undan ullarklútnum, sem vafinn var um háls henn- ar og höfuð, stóð dökkur lokkur. Á honum voru snjókristallar, sem sindruðu í ljósbirtunni. Húsfreyja fór inn í húsið. Einar stikaði á eftir henni með hinn ókunna kvenmann við hlið sér, hallaði hurð að staf. Að vörmu spori kom hann fram aftur og lokaði á eftir sér. Hann gekk fram að rúminu sínu, undirleitur og skoteygur, eins og hann færi hjá sér. Hann settist, tók af sér hettuna og sló henni við stokkinn, hengdi hana síðan á rúmmarann, hallaðist fram á hendur sér. Fjögur eldri systkinin stóðu í hvirfingu og horfðu á hús- dymar, en Þóra litla sat á hnjám afa síns með fingur í munni og starði stórum augum. Gamli maðurinn reri með hana. Hann horfði niður fyrir fætur sér. Vilborg blíndi á herbergisdymar, en gaf Einari stöku sinnum hornauga. Allir voru alvar- legir nema gamla konan- Hún horði brosandi á dymar, og hin röku augu hennar Ijómuðu. Hún reri ekki lengur, sat grafkyrr — eins og í sælli leiðslu. Húsfreyja kom fram í gættina. Hún leit á Vil- borgu og mælti hljóðlátlega: „Farðu nú fram í eldhús, Borga mín, og nærðu FRJÁLS VERZUTIN 161

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.