Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 29
Þótti auðsýut að þeir muni hafa grafið sig í fönn sncmma kvöldsins og helstríð þcirra liafa vcrið stutt. Varð það ljóst á því að nær ckkert holrúm hafði ntyndazt fyrir vit- um þeirra, rétt svo að hægt var að hregða fingri milli nasaholsins og skaflsins. Sagt var að bá cr líkin fundust hafi Jón setið uppi mcð son sinn í fanginu, og töldu þe r, sem sáu, að Jón myndi hafa lifað lengur og hlúð að syni sínum til hinztu stundar. Er líkin fundust þótti auðsætt hvernig villa beirra feðga hafði að höndum borið o<r hver orsökin væri að örlögum þeirra. Þykir sýnt að þeir munu fljótlega hafa snúið við er hríðin skall á, annaðhvort með féð eða fjárlausir. Jafn- framt að þeir niuni hafa reiknað vindstöðuna skakkt og talið hana vera beint af norðri, hvað var bó ekki. Hafi þcir fyrir bragðið lcnt rétt vestan við bæinn og farið fram- hjá honum. Þcgar Jreir urðu varir villu sinnar og vonlaus- ir um að ní td bæja hafi þeir grafið sig í fönn, cn síðan sofnað og dáið. Hcr lýkur harmsögunni frá Sporði eins og hún raun- verulega var og gerðist eftir því sem bezt verður vitað. En cftirleik hafði saga bessi nokkurn, sem olli á sínum tíma miklu umtali þar í grennd og varð orsök til þess að ýmsir hafa sknfað unt hann og þó á s'.tt hvcrn vcg. Eftirleikur þcssi er fólginn í draumvísum sem Jón í Sporði átti að hafa ort nár í skaflinum í Djúpulág. Björn frá Viðfirði segir í Sagnakveri sínu að Pétur Jóns- son á Borðeyri, sá hinn sami, scm átti að hafa lánað Jóni fé í kaupstaðarfcrð þeirri, sem fyrst getur í þessari frásögu, hafi dreymt Jon sömu nóttina og hann dó. Dreymdi hann að Jón kænn td sín, þakkaði sér fyrir síðast og gat þcss um lc:ð að konu sína myndi ckkert skorta fyrst um sinn. Að því búnu kvað Jón þcssa vísu. Engin skíma yndi lér, ekkert skjól finnst lengur, fram í tímann horfi ég hér heldimm gríma að sjónum bcr. Vaknaði þá Pétur og fannst um leið sem svipur Jóns hyrfi úr stofunni og hurðum væri skellt aftur. Theódór Arnbjörnsson frá Ósi skýrir frá því í Huld að Sigurð bónda á Skarfshóli hafi eina nóttina mcðan leitin að Sporðsfcðgum stóð yfir, dreymt að Jón í Sporði kæmi til sín. Þótti honum Jón vera dapur og þrcytulegur og mæla fram vísu. Vísu þessa mundi Sigurður að mestu þcg- ar hann vaknaði og taldi hana vera þannig: Þungt er aflið þjáninga, þröngt um Hafla- tals meiða drjúgir kaflar drápshriða, djúpir skaflar örlaga. Gunnar bóndi í Gröf, sonur Jóns í Sporði, og sá hinn sami, sem um gctur í þessari frásögn, hefur það hinsvegar eftir Sigurði á Skarfshóli sjálfum að það hafi verið Þor- va!d prest á Mel, sem hafi dreymt framangreinda vísu, cn Gunnar telur vísuna hafa venð þannig: Þungt er aflið þrautanna, þröngt um hafla dalsmciða, dimmir kaflar drápshríða, djúpir skaflar örlaga. Þá ber mönnum heldur ekki saman um aðra vísu, sem Jón í Sporði hafi átt að yrkja dauður. Björn frá Viðfirði segir að síra Þorvald á Mel hafi dreymt Jón í Sporði nótt- ina er Jón varð úti. Kvað Jón vísu, en eigi mundi prest- ur nema upphaf hennar og endi, er hann vaknaði. Hljóð- aði fyrsta vísuor'ið: „Vonarskíma veiklast fer“, cn hið sðasta: „Koldimm gríma að sjónum ber“. Litlu seinna frétti prestur svo að Rósant bónda Natans- son í Sporðshúsum hafi einnig drcymt Jón í Sporði og vísu er hann flutti. Innti prestur Rósant eftir þessu næst þcgar fundum þeirra bar sarnan og játaði Rósant að hann hcfði dreymt Jón og að hann hefði kveðið vísu, en úr vís- unni mundi hann ekki nema aðra og þriðju hendingu og voru þær þannig: Vindinn Imu hrollur sker. Kuldastím cr kvíðnum mér. Minntist prestur þá að þannig var vísan, sem Jón í Sporði hafði kveðið við hann í draumi og þótti honum þetta ærið mcrkilcgt. Þorsteini Konráðssyni ber sarnan við dr. Björn um þcssa frásögn, að öðru leyti en því að hann hefur vísuna öðru- vísi, cða: Vonarskíman veiklast fer, vondur því að hrollur sker. Kuldastímið kvíðvænt er, koldimm gríma að sjónum ber. 1 heódór á Ösi segir í Huld, að sem næst hálfurn mán- uði áíur en Jón í Sporði varð úti hafi hann farið í kaup- staðarferð vestur á Borðeyri. Á hcimleiðinni hitti hann Svein Bjarnason, sem þá var á Sveðjustöðuin og fór yfir með vísu, sem hann kvaðst hafa ort þá um kvöldið á leiðinni vestan hálsinn. Vísan er svona: Engin skíma yndi lér, ckkert skjól finnst lengur. Frarn í tímann horfi’ cg hér heldimm gríma að sjónum ber. Að svo búnu skildu þeir og mundi Sveinn vísuna. En í þcssari sömu fcrð kom Jón við í Sporðshúsum og las vís- una þar cinnig fyrir heimafólk. Vísan gekk síðan manna mcðal strax á cftir og þótti vel ort. Skildu flcstir vísuna fr.táls verzt.ttn 173

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.