Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 23
Síðasfi hellisbúinn Rabbað við Indriða Guðmundsson kaupmann Ég átti nýlega leið um Þingholtsstrætið og not- aði þá tækifærið til að líta inn til Indriða Guð- mundssonar fyrrverandi bónda og kaupmanns, en hann býr ásamt konu sinni, Guðrúnu Kolbeins- dóttur, að nr. 15. Mér er boðið inn, hitti hjónin, legg fram nokkrar spurningar og fæ greið svör. Hvar og hvenær ert þú fæddur? Ég er fæddur 7. desember 1885 að Haga í Gríms- nesi. Ég stend því á sjötugu. Foreldrar mínir voru Hólmfríður Guðnadóttir og Guðmundur Björns- son. Uppalinn var ég hjá þeim Gróu Jónsdóttur og Guðmundi Pálssyni, er bjuggu á Hjálmsstöð- um í Laugardal, en um níu ára gamall fluttist ég til föður míns, er bjó í Reykjavík- Hvað tók svo við? Þegar ég fór að stálpast, réðist ég til Valgarðs Ólafssonar Breiðfjörð, en hann var all umfangs- mikill í Reykjavík þá, átti m. a. Aðalstræti 8, er lengi gekk undir nafninu Fjalakötturinn. Það kom að því, að ég vildi fara að mennta mig í einhverri iðn og lærði trésmíðar. En framtíðin hafði nú ekki falið mér það lífsstarf. Getur þú ekki sagt mér eitthvað frá uppvaxtar- árunum í Reykjavík? Ja, ég veit nú ekki hvað það ætti að vera. Fyrstu árin var ég við ýmis störf. Meðal annars gætti ég hesta fyrir ferðamenn. Tók ég við þeim í Reykja- vík og flutti suður í Fossvog og gætti þeirra þar. Kom þá fyrir, að ég þyrfti að liggja hjá þeim yfir nóttina og fékk þá inni í tjöldum hjá ferðamönn- um. Einu sinni kom ég seint með hesta suður eftir og skreið inn í tjald, er þar var. En er ég vaknaði morguninn eftir, var tjaldíð farið og ferðamaðurinn á bak og burt. Sama var að segja um tvö góð beizli, sem ég hafði undir höndum, og varð faðir minn að borga þau að einhverjum hluta eftir ekki svo litla rekistefnu. Svo var ég um tíma við að bera út og selja mjólk fyrir hjón, er bjuggu hér í bænum. Þar var húsmóðirin húsbóndinn á heimilinu, aðgætin og knöpp. Kom það fyrir að hún vildi halda því fram, að upp á aurána vantaði, en mjólkin var aðallega mæld og seld í pelamáli og trúlega ekki of vel mæld í upphafi. Kennari minn á þessum tíma var séra Friðrik Friðriksson, hinn ágætasti maður eins og alþjóð er kunnugt um, en honum kynntist ég í K.F.U-M. Hvað um skemmtanalífið á þessum árum? Hér var mikið um leikstarfsemi. T. d. sýndu skólapiltar, Leikfélag Hafnarfjarðar og Leikfélag prentara. Meðal þeirra, er fram komu á leiksvið- inu voru Pétur Á. Jónsson óperusöngvari, Ólafur Björnsson ritstjóri, Björn Þórðarson ráðherra, Jakob Möller ráðherra og Magnús Pétursson héraðslækn- ir. Þar var nú glatt á hjalla. Dóttir Indriða situr hér jyrir framan heUismunnann. FR-TÁLS VERZLUN 167

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.