Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 36
að stofna eigin félagasamtök, en voru þó áfram virkir félagsmenn í V.R., og V.R. var þá aðili að Verzlunarráði Islands. Nú er V.R. hinsvegar ein- göngu félag launþega í verzlunarsétt og geta engir aðrir orðið félagsmenn þess. Félagið er ekki leng- ur í Verzlunarráðinu og geta þau samtök kaup- sýslumanna ekki gætt hagsmuna verzlunarmanna á þessu sviði fremur en öðrum, enda er Verzlun- arráðið viðsemjandi V.R. um kaup og kjör verzl- unarfólks. Þeirri mótbáru kann að verða hreyft gegn aðild V.R. að IMSl, að félagið sé ekki landssamtök eins cg aðrir þeir aðilar, sem öðlast eiga rétt ti! þess að tilnefna menn í stjórn IMSÍ, en nái aðeins til Reykjavíkur. Það er rétt, að V.R. er ekki lands- samtök, en félagið hefur gegnt og gegnir enn for- ystuhlutverki-meðal verzlunarmannafélaga í land- inu. Kom það berlega í ljós í sambandi við síð- ustu samninga V.R. við atvinnurekendur, sem flest verzlunarmannafélög hafa síðan fengið staðfesta. Þegar landssamband verzlunarmannafélaga verð- ur stofnað, en að því hlýtur að reka, mun V.R. ekki gera ágreining um það, að fulltrúi í stjórn IMSí yrði tilnefndur af heildarsamtökunum en ekki af félagi verzlunarmanna í Reykjavík. Segja má, að stjórn og framkvæmdastjóri IMSÍ hafi þegar viðurkennt aðild verzlunarmanna að stofnuninni með því að leita samstarfs við félag þeirra, V.R., þegar hinir erlendu sérfræðingar í smásöluverzlun, sjálfsafgreiðsluverzlun og heild- verzlun komu hingað til lands s.l. sumar og haust. Þess má einnig geta, að þegar forstjórar Iðnað- armálastofnananna (Produktivtetsinstitut) í Noegi og Danmörku voru hér fyrir skömmu á vegum IMSl undirstrikuðu þeir á fundum með fulltrúum V.R. og Iðnsveinaráðs A.S.I. og stjóm IMSÍ, hve mikilvægt það væri, að fullt samstarf tækist með atvinnurekendum og launþegum um framleiðni- starfið. Ættu launþegar í þeim atvinnugreinum, sem stofnunin fjallar um, tvímælalaust að fá aðild að stjórn stofnunarinnar vegna þess framlags, sem þjóðfélagið krefst af þeim í sambandi við aukin afköst og hagkvæmari vinnubrögð í vörudreifingu og iðnaði. Eru þessi ummæli í samræmi við skipan mála bæði í Danmörku og Noregi, en þar eiga verzlun- armenn beina aðild að stjórnum framleiðnistofn- ananna. Að lokum viljum vér benda á, að alls staðar þar, sem skipulagt framleiðnistarf hefur verið haf- ið í löndum þeim, sem tóku þátt í efnahagssam- vinnunni, hefur verið lögð megináherzla á, að ná fullu samstarfi milli atvinnurekenda og starfs- manna þeirra, enda hefur slíkt samstarf verið talið fyrsta skilyrði þess, að góðs árangurs væri að vænta af framleiðnistarfinu og því fé, sem til þess er varið. Kemur þetta t. d. berlega fram í leiðbeiningum um stofnun framleiðnistofnana (Productivity Center), sem sendar voru frá skrif- stofu Efnahagssamvinnustofnunarinnar í París, dagsettar 28. apríl 1950. (Þar segir m. a.: „the active support of both labor and management is indispensable''). Með tilvísun til framanritaðs væntum vér þess, að háttvirt þingnefnd fallist á tilmæli verzlunar- manna um aðild að stjórn IMSl og leggi til að V.R. verði gert að tilnefna einn fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Trúum vér því eigi að óreyndu, að samtök kaupsýslumanna, Verzlunarráð Is- lands og aðrir aðilar, sem tilnefna eiga fulltrúa í stjórn IMSl skv. frumvarpinu eins og það nú liggur fyrir, leggist gegn aðild verzlunarmanna að stofnuninni. Kertasníkir í góSum jrl/igsslcap! 180 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.