Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 22
dreifðar. Flugmálastjóri sýndi þá rausn og þann skilning á nytsemi þessa starfs, að hann bauðst til þess að sjá um kostnað við orðtökustarfið. Þótti orðabókarnefnd einsætt að taka þessu boði. Var Baldur Jónsson stud. mag., sem í sumarleyfum hefir verið starfsmaður Flugfélags Islands og er því allkunnur því máli, er notað er við flug og flug- afgreiðslu, ráðinn til þess ao annast orðtökuna. Leysti Baldur þetta starf mjög vel af höndum. Ég hefi síðan unnið úr safni Baldurs og lagt fyrir orða- bókarnefnd til endurskoðunar. Auk þess hefi ég safnað nokkru (um 1000 orðum) til viðbótar um flughreyfilinn úr handriti nýþýddrar bókar um það efni. V. En hver eru næstu verkefni, sem orðabókarnefnd hefir hugsað sér, að tekin verði til athugunar, þeg- ar flugmálaheftinu er lokið? Það er ekki að fullu ráðið enn, en ætla má, að Nýyrði V eða Nýyrði VI fjalli um orð, er varða verzlun og hagfræði. Ég hefi þegar safnað nokkrum þúsundum orða úr þessum greinum. Mér er þó ljóst, að margt vantar enn, og verður reynt að bæta úr því. Ég vil engu spá um það, hvenær þetta hefti kemur út. Mér þykir ósennilegt, að það verði á árinu 1956. Engum er akkur í því, að slíkum verkum sé hroð- að af. Ég vil sérstaklega æskja þess, að kaupsýslu- menn og verzlunarmenn almennt hafi samvinnu við orðabókarnefnd, meðan heftið um verzlunar- mál verður á döfinni. Tvenn samtök verzlunar- manna sýndu þann skilning og þroska að leggja fram fé til starfsemi Orðanefndar Verkfærðinga- félagsins, enda gaf sú nefnd út orðasafn úr verzl- unarmáli á sínum tíma. Sérstaklega vildi ég beina þeim tilmælum til forystumanna í verzlunarmálum að leggja nefndinni lið við þýðingar á erlend má’. Það skiptir miklu máli, að þær séu vel af hendi leystar. Framlag þingsins, þótt góðra gjalda sé vert, er satt að segja svo lítið, að þeir, sem hingað til hafa þýtt fyrir nefndina, hafa fæstir fengið verk sitt greitt. Þetta er að vísu ekkert einsdæmi, því að sorglega oft hefir skort skilning á því á Islandi, að þeir, sem vinna andlega vinnu, þurfi einnig á laun- um að halda. Ég efast ekki um það, að samtök kaupsýslumanna og verzlunarmanna muni reyn- ast nefndinni hjálpleg við að leysa þennan vanda og ýmis önnur mál, sem lausnar kunna að krefjast. ------------------------o---- Nóbelsverðlaunaskáldið HALLDÓR KILJAN LAXNESS „Nú þurfum við Hemingway ekki að fá lánaða peninga hvor hjá öðrum lengur." 166 FRJÁLS VERZPUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.