Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 1
Milliliöur allra milliliöa A öld hrnna vinnandi stctta cr vart unnt að öðl- ast aumara hlutskipti nc óvirðulegra en að vera milliliður. Raunar getur verið nógu erfitt að skýr- greina það hugtak. Vel má spyrja, hvort bóndinn sem heyjar á sumrin, sé ekki milliliður milli tún- gresisins og nautpeningsms, hvort sjómaðunnn sé ekki milliliður — hinn fyrsti í langri keðju milli- liða — milli þorsksins í Islandsálum, sem er það áskapað að verða etinn, og Rússans eða blámanns- ms, sem að lokum kemur þessu ætlunarverki for- sjónarinnar í framkvæmd í órafjarlægð. Hvers vegna heyjar kýrin ekki sjálf til vetrarins, milliliðalaust? Lítið til fugla himinsins, hvorki sá þeir né upp- skera. Hvers vegna koma Rússinn og blámaðunnn ekki sjálfir að sækja fisk í soðið á Selvogsbanka eða Halamiðumr Því er ekki að neita, að tillögur hafa komið fram til umbóta í þessu efni. Við minnumst þess, að í tíð Stalíns heitins var i o þúsund smá- lesta rússneskt fiskislap tekið í landhelgi, einmitt ekki allfjarri Selvogsbanka. En Stalín var nú eins og allir vita. Og að því er kúna snertir var mér nýlega sagt, að Jóhannes Sveinsson Kjarval hefði í sambandi við 70 ára afmæli Landsbankans bonð fram merka umbótatillögu, sem þó hcfir enn eigi verið sinnt. Ef sögumaður minn fór rétt með var tillagan á þá leið, að á sumrin skyldi í stað hey- skaparins rista torf af túm og engjum, geyma það vandlega til vetrarins og láta þá kýrnar um að heyja sjálfar. Mi!liliða/áí<j er þessi aðfcrð ekki, en þó tölu- vert nær markinu. Til eru hótfyndnir menn, sem jafnvel vilja ganga feti lengra og telja kúna óþarf- an millilið, við ættum öll að ganga í grasbítafélag- ið og ,,live happly ever after“. Nú má svara mér því, að þetta séu útúrsnún- mgar og hártoganir, og ég skal fallast á það. Nauð- syn verkaski-ptingarinnar viðurkenna allir, og það verður að greina á milli þarfra og óþarfra milliliða. Slátrarinn, sem sker hrúta á haustin, bílstjór- inn, sem ekur úldnum fiskúrgangi frá frystihúsi til mjölverksmiðju, skraddarinn og skóarinn, allir hafa þeir beint samband við framleiðsluna og eiga Jiví heimting á virðingu samborgara sinna. Kaup- félagsstjóri og kaupmaður eru strax vafasaman, en þó má setja þá á, ef þeir afgreiða sjálfir öðru hvoru. En heildsalar og umboðssalar eru óalandi og óferj- andi, ncma náttúrlcga útlendir heildsalar og um- boðssalar. Svona fer Jsetta stigversnandi, þangað til komið er að hinum skýlausu milliliðum, mönn- um, sem aldrei framleiða nokkurn varning, vita varla, hvernig hann lítur út, því að þeir sjá hann sjaldnast, nema }:>á rétt af tilviljun, en lifa samt á á framleiðslunni. Ég er að tala um okkur banka- mennina. Þeir sem vilja sjá hvernig milliliður lít- ur út, klæddur holdi og blóði, þurfa ekki annað en leggja leið sína í bankann. En það er ekla nóg með það, að við séum milli- liðir, lifandi milliliðir. I musteri milliliðanna þjón- um við öðrum miklu meiri millilið, — sjálfu hug- taki hins hreinræktaða milliliðs, peningunum. Forðum var það gullkálfurinn, sem við tilbáðum, en brátt breyttum við gullinu í gulltryggt hug- tak, og nú er ekki annað en hugtakið eftir. Náttúr- lega er nokkur kostnaður við að framleiða peninga- seðlana, en það er mein kostnaður við að framleiða margar bókakápur og auglýsingar, sem engum dettur í hug að halda saman. Það er því ekki vegna FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 1

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.