Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 23
að fylgja málinu eftir með nnklu nánari samvinnu, Evrópuhernum og pólitísku samstarfsraði, Euro- ■pean Political Community, með úrslitavaldi í ýms- um efnum, en það strandaði sem fyrr segir á Frökk- um. Þótt Kola- og stálráðið í Luxemburg lifði eitt eftir af þessari þrenningu í bili, dafnaði það bet- ur en menn höfðu gert sér vonir um. Monnet fékk nú öflugan liðsmann í Spaak, áður utanríkis- ráðherra Belgíu, en nú framkvæmdastjóra NATO. f júní 1955 héldu þátttökuríkin fund með sér. Hann var háður í Messína á Sikiley, vegna þess að sá ráðherra á ítalíu, sem einkum átti hlut að máli, átti í harðn kosnmgabaráttu þar á eynni og þóttist ekki mega fara þaðan. Benclux-löndin báru þar fram tdlögu um nuklu nánari viðskiptasam- vinnu en áður. Varð þetta til þess, að ákveðið var að vinna að tvennu: að koma upp samvinnu þess- ara 6 landa um friðsamlega notkun atómorku, — Euratom, eins og það er kallað, — og að koma á ,,sameiginlegum Evró'pumarkaðC, og er ,,Evrópa“ þar sýnilega notað í þrengstu merkingu um „litlu Evrópu“ þessara 6 ríkja. Æ síðan hefir verið unmð að lausn þessara mála. Euratom varð fyrir nokkurri tortryggm í fyrstu meðal annarra þátttökuríkja OEEC, sem óttuðust, að þarna væri á ferðinni tilraun til einokunar á kjarnorku á meginlandi Vestur-Evrópu. Ég hygg mig þó fara rétt með það, að ekki eigi lengur að þurfa að óttast árekstra við Euratom í sambandi við þá samvinnu um fnðsamlega hagnýtingu kjarnorku, sem verið er að vinna að innan OEEC. (fslendmgar hafa sent menn á nokkra fundi í því sambandi). Sameiginlegur Evrópumarkaður. Hitt atriðið, hinn sameiginlegi Evrópumarkað- ur, hefir verið mjög á dagskrá síðustu mánuði, eins og ég gat um í upphafi máls míns. Undirrituðu utanríkisráðherrar þátttökuríkjanna sex sáttmála þessa efnis í Róm hinn 25. marz 1957- Samning- inn þarf að leggja fyrir þing aðildarríkjanna til staðfestingar. Grundvöllurinn að aðgerðum í mál- inu er í skýrslu ráðherranefndar undir forsæti Spaaks, sem birtist í fyrrasumar. Margs konar erfiðleikar eru á framkvæmd máls- ins. Hinn fyrsti stafar af samningsskuldbinding- um þátttökuríkja. Almennir beztu-kjarasamningar geta valdið örðugleikum. Einkum þarf þó að hafa í huga, að flest OEEC-lönd (þó ekki ísland) taka þátt í GATT (General Agreement on Trade and Tariffs), sem mjög bindur hendur þeirra í tolla- málum, þ. á. m. einkum um að mismuna erlend- um ríkjum um toll á innfluttum vörum. Til þess að það sé leyft í GA I T, þarf annað hvort að vera um beint tollabandalag (Customs Union) eða ,,frí- verzlunarsvæði“ (Free Trade Arca) að ræða. Ég kem fljótlega að því, hvað átt er við með síðara hugtakinu. I tollabandalagi koma öll þátttökuríkin fram sem einn aðili gagnvart öðrum ríkjum. Tollurinn af erlendum vörum er hinn sami, hvaðan sem þær eru fluttar inn til þessara landa. Hins vegar eru öll verzlunarhöft, þ. á m. tollar, afnumin þeirra á milli. Nú hafa tollarnir venð mjög mismunandi í þátttökuríkjum tollabandalagsins, sem verið er að stofna. Ef of hratt væri farið að afnema þá inn á við og jafna þá út á við, gæti það haft hinar al- varlegustu afleiðingar fyrir atvinnuvegina. Því er sú leið valin að koma breytmgunum á smám sam- an. Sfn á milli eiga þátttökuríkin að lækka toll- ana um 30% — í 3 áföngum — fyrstu fjögur árin, síðan að sama skapi á næstu fjórum árum og loks um þau 40%, sem þá eru eftir, á fjórum eða hugsanlega sjö árum. Ut á við er almennt tekið meðaltal af núgild- andi tollum fyrir hverja vörutegund hjá þátttöku- ríkjunum, og eiga þeir smám saman að færast að því meðaltali á 1 2—1 5 ára tíma. Þó ganga meðal- talsákvæðin strax í gildi, ef ekki munar meiru en 1 5 % of eða van á þeim og núverandi tollum á einhverri vörutegund. Það er ljóst, að þetta ákvæði um tollajöfnunina getur komið sér illa fyrir. verzlunarviðskiptin út á við í ýmsum tilfellum. Á Beneluxsvæðinu hafa PRJÁLS VERZLIIN — FYLGIRIT 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.